Innlent

Á annan veg keppir um verðlaun Norðurlandaráðs

Jón Hákon skrifar
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar Á annan veg.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar Á annan veg.
Kvikmyndin Á annan veg, eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, er framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Auk hennar keppa fjórar aðrar afar ólíkar norrænar kvikmyndir um hin eftirsóttu verðlaun. Verðlaunin, að andvirði 350.000 danskra króna eða um sjö milljónir íslenskra króna, eru veitt kvikmynd sem á rætur í norrænni menningu og býr yfir miklum listrænum gæðum. Kvikmyndin á einnig að sýna listræna nýsköpun og jafnframt þróa kvikmyndalistina með því að sameina hinar ýmsu hliðar hennar í sannfærandi og heilsteyptu verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×