Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Breiðablik 2-4 Stefán Hirst Friðriksson á Grindavíkurvelli skrifar 3. september 2012 15:09 Grindvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsi-deildinni eftir enn eitt stórtapið í sumar. Að þessu sinni á heimavelli gegn Breiðablik sem hefur ekkert gengið að skora í sumar. Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna en spilamennska Grindvíkinga var hrein hörmung og virðist vera sem leikmenn liðsins hafi ekki lengur trú á því að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Breiðablik lék á alls oddi í hálfleiknum og tókst þeim að setja boltann fjórum sinnum í netið í honum. Þar voru að verki Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson og Rafn Andri Haraldsson og leikurinn því í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Einhverja þýðingu hafa orð Guðjóns Þórðarssonar haft á heimamenn í hálfleik því að liðið mætti betur stemmt til leiks í honum og tókst þeim að minnka muninn strax í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Óli Baldur Bjarnason eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur í kjölfarið og það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði annað mark heimamanna með góðum skalla. Lengra komust heimamenn ekki og 4-2 útisigur Breiðabliks því staðreynd. Útlitið er vægast sagt dökk hjá Grindvíkingum en líkurnar á að þeir muni vera í Pepsi-deildinni að ári eru hverfandi.Guðjón: Vinnum ekki ef menn hafa ekki trú á þessu „Ég veit ekki hvað gerist í fyrri hálfleiknum. Það var einhvernveginn ekkert sem gekk upp hjá okkur og því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn var ágætur en við vorum búnir að kasta leiknum frá okkur eftir fyrri hálfleikinn," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvað veldur þessari frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þetta var allt saman hálfandlaust og það virðist vera sem svo að menn hafi ekki lengur trú á verkefninu. Ef menn trúa því ekki fyrirfram að þeir geti unnið fótboltaleiki eru þeir aldrei að fara að vinna þá," bætti Guðjón við. „Þetta lítur ekki vel út. Líkurnar á því að við náum að halda sæti okkar í deildinni fara minnkandi. Leikurinn í kvöld og leikurinn á móti Selfyssingum voru algjörir lykilleikir fyrir okkur en maður veit aldrei hvað getur gerst í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Ánægður með stigin þrjú „Þetta var flott frammistaða hjá okkur. Við erum búnir að klára þennan leik eftir fyrri hálfleikinn og gáfu menn aðeins eftir í þeim síðari en ég er ánægður með stigin þrjú," sagði Ólafur. „Menn þurfa að vera skynsamir í seinni hálfleiknum og reyndum við það en við höfum kannski ekki alveg reynsluna í það ennþá. Aðalatriðið í þessu er hinsvegar að við náðum í þrjú stig," bætti Ólafur við. „Okkur líst bara vel á framhaldið og stefnum við að sjálfsögðu á að vinna restina af okkar leikjum," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Grindvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsi-deildinni eftir enn eitt stórtapið í sumar. Að þessu sinni á heimavelli gegn Breiðablik sem hefur ekkert gengið að skora í sumar. Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna en spilamennska Grindvíkinga var hrein hörmung og virðist vera sem leikmenn liðsins hafi ekki lengur trú á því að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Breiðablik lék á alls oddi í hálfleiknum og tókst þeim að setja boltann fjórum sinnum í netið í honum. Þar voru að verki Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson og Rafn Andri Haraldsson og leikurinn því í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Einhverja þýðingu hafa orð Guðjóns Þórðarssonar haft á heimamenn í hálfleik því að liðið mætti betur stemmt til leiks í honum og tókst þeim að minnka muninn strax í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Óli Baldur Bjarnason eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur í kjölfarið og það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði annað mark heimamanna með góðum skalla. Lengra komust heimamenn ekki og 4-2 útisigur Breiðabliks því staðreynd. Útlitið er vægast sagt dökk hjá Grindvíkingum en líkurnar á að þeir muni vera í Pepsi-deildinni að ári eru hverfandi.Guðjón: Vinnum ekki ef menn hafa ekki trú á þessu „Ég veit ekki hvað gerist í fyrri hálfleiknum. Það var einhvernveginn ekkert sem gekk upp hjá okkur og því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn var ágætur en við vorum búnir að kasta leiknum frá okkur eftir fyrri hálfleikinn," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvað veldur þessari frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þetta var allt saman hálfandlaust og það virðist vera sem svo að menn hafi ekki lengur trú á verkefninu. Ef menn trúa því ekki fyrirfram að þeir geti unnið fótboltaleiki eru þeir aldrei að fara að vinna þá," bætti Guðjón við. „Þetta lítur ekki vel út. Líkurnar á því að við náum að halda sæti okkar í deildinni fara minnkandi. Leikurinn í kvöld og leikurinn á móti Selfyssingum voru algjörir lykilleikir fyrir okkur en maður veit aldrei hvað getur gerst í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Ánægður með stigin þrjú „Þetta var flott frammistaða hjá okkur. Við erum búnir að klára þennan leik eftir fyrri hálfleikinn og gáfu menn aðeins eftir í þeim síðari en ég er ánægður með stigin þrjú," sagði Ólafur. „Menn þurfa að vera skynsamir í seinni hálfleiknum og reyndum við það en við höfum kannski ekki alveg reynsluna í það ennþá. Aðalatriðið í þessu er hinsvegar að við náðum í þrjú stig," bætti Ólafur við. „Okkur líst bara vel á framhaldið og stefnum við að sjálfsögðu á að vinna restina af okkar leikjum," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira