Erlent

Medvedev vill sleppa Pussy Riot úr haldi

Líkur eru á að meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot muni losna úr fangelsi þann 1. október og fái þá afganginum af tveggja ára fangelsisdómi sínum breytt í skilorðsbundinn dóm.

Þetta vill Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands að gert verði. Í frétt um málið á AP fréttastofunni er haft eftir forsætisráðherranum að það þjóni engum tilgangi að hafa Pussy Riot lengur í fangelsi og hann telji að það sé besta lausnin að skilorðsbinda afganginn af dómi þeirra.

Eins og kunnugt er af fréttum hefur fangelsisdómurinn vakið hörð viðbrögð og mótmæli víða um heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×