Helgaruppskriftin - Rabarbarapæ með kaffinu 14. september 2012 13:45 Svava Gunnarsdóttir gefur ljúffenga uppskrift fyrir helgina. "Ég hef verið svo heppin að fá rabarbara frá vinkonu minni síðustu ár. Ég hef skorið hann niður og fryst í litlum pokum og get því unað mér rabarbarapæ yfir veturinn. Mér þykir þetta rabarbarapæ best heitt með góðum vanilluís og baka það oft þegar mig langar að bjóða upp á góðan eftirrétt eða til að hafa með kaffinu," segir Svava Gunnarsdóttir sem heldur úti heimasíðunni Ljufmeti.com og á Facebook, facebook.com/ljufmeti, en þar deilir hún einföldum og skemmtilegum uppskriftum.Rabarbarapæ500 gr rabarbari2 msk kartöflumjöl0,5 - 0,75 dl kanilsykurDeig3,5 dl hveiti1 dl kókosmjöl1 dl sykur150 gr smjör eða smjörlíki Hitið ofninn í 200°. Skerið rabarbarann í 1/2 cm þykkar sneiðar og leggið í botninn á eldföstu móti. Stráið kartöflumjöli og kanilsykri yfir. Blandið hveiti, sykri og kókosmjöli í skál. Skerið smjörið í litla bita og bætið í skálina. Blandið smjörinu saman við þurrefnin með höndunum þar til það myndast litlir kögglar og gróf mylsna. Dreifið deiginu yfir rabarbarann og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mínútur. Dögurður Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
"Ég hef verið svo heppin að fá rabarbara frá vinkonu minni síðustu ár. Ég hef skorið hann niður og fryst í litlum pokum og get því unað mér rabarbarapæ yfir veturinn. Mér þykir þetta rabarbarapæ best heitt með góðum vanilluís og baka það oft þegar mig langar að bjóða upp á góðan eftirrétt eða til að hafa með kaffinu," segir Svava Gunnarsdóttir sem heldur úti heimasíðunni Ljufmeti.com og á Facebook, facebook.com/ljufmeti, en þar deilir hún einföldum og skemmtilegum uppskriftum.Rabarbarapæ500 gr rabarbari2 msk kartöflumjöl0,5 - 0,75 dl kanilsykurDeig3,5 dl hveiti1 dl kókosmjöl1 dl sykur150 gr smjör eða smjörlíki Hitið ofninn í 200°. Skerið rabarbarann í 1/2 cm þykkar sneiðar og leggið í botninn á eldföstu móti. Stráið kartöflumjöli og kanilsykri yfir. Blandið hveiti, sykri og kókosmjöli í skál. Skerið smjörið í litla bita og bætið í skálina. Blandið smjörinu saman við þurrefnin með höndunum þar til það myndast litlir kögglar og gróf mylsna. Dreifið deiginu yfir rabarbarann og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mínútur.
Dögurður Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira