Leik lokið: Eistland - Ísland 80-58 | 22 stiga tap í lokaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2012 14:30 Mynd/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 22 stiga mun fyrir Eistlandi í kvöld, 58-80, í lokaleik sínum í undankeppni EM í körfubolta. Íslenska liðið tapaði níu af tíu leikjum sínum í riðlinum og endaði í næstneðsta sætinu í riðlinum. Íslensku strákarnir héldu í við Eistana í fyrsta leikhlutanum en töpuðu öðrum leikhlutanum 10-23 og misstu Eistana frá sér. Íslensku strákarnir hittu lítið sem ekkert í leiknum og þreytan fór síðan að segja til sín í lok leiksins. Jón Arnór Stefánsson var enn á ný stigahæstur í íslenska liðinu en hefur þó oft spilað mun betur en í kvöld. Hlynur Bæringsson fór fyrir íslenska liðinu og þeir Jakob Örn Sigurðarson og Haukur Helgi Pálsson áttu ágæta kafla í seinni hálfleiknum. Íslensku strákarnir náðu ekki að fylgja eftir góðum leikjum á móti Ísrael og Svartfjallalandi en landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist notaði ekki marga menn í kvöld og margir lykilmenn voru orðnir mjög þreyttir í seinni hálfleiknum. Leiknum var lýst á boltavakt Vísi og má sjá textalýsinguna hér fyrir neðan.Textalýsing frá leik Eistlands og Íslands:Stig Íslands: Jón Arnór Stefánsson 13, Jakob Örn Sigurðarson 12, Hlynur Bæringsson 11 (10 fráköst), Haukur Helgi Pálsson 10, Pavel Ermolinskij 7 (8 fráköst), Ægir Þór Steinarsson 3, Logi Gunnarsson 2.Leik lokið, 80-58: Ísland tapar með 22 stigum í Eistlandi og hefur spilað sinn síðasta leik í undankeppni EM. Íslensku strákarnir spiluðu vel í fyrsta leikhlutanum (22-24 undir eftir 1. leikhlutann) en sóknarleikurinn brást í kvöld og íslenska liðið varð því að sætta sig við níunda tapið í tíu leikjum. Lokaleikhlutinn var formsatriði og ekki til útflutnings en íslensku strákarnir náðu þó ekki að koma muninum niður fyrir 20 stigin.38. mín, 80-58: Jakob lærir fljótt á dómarana sem dæmdu á hann ruðning áðan. Hann fiskar tvo ruðninga í röð og í millitíðinni skorar Haukur Helgi góða körfu.37. mín, 80-56: Jakob Örn Sigurðarson fær á sig undarlegan ruðning og Jón Arnór svo tæknivíti strax í kjölfarið. Þetta var fimmta villan hans Jóns og hann hefur lokið keppni í kvöld. Jón Arnór skoraði 13 stig í leiknum.36. mín, 77-54: Hlynur skorar baráttukörfu og er kominn með 11 stig og 10 fráköst í kvöld. Jakob gerði vel í að koma boltanum á hann undir körfunni.35. mín, 77-52: Eistar gefa ekkert eftir og bæta aftur við forskot sitt. Siim-Sander Vene skorar körfu og setur niður víti að auki. Hann er kominn með 23 stig á 22 mínútum í kvöld. Hlynur og Jón Arnór eru báðir komnir með fjórar villur.34. mín, 72-52: Ægir Þór Steinarsson setur niður þriðja þristinn í röð hjá íslenska liðinu. Skotin eru loksins farin að detta nú í lok leiksins.34. mín, 72-49: Pavel kemur aftur inn á völlinn og setur niður langþráða þriggja stiga körfu. Eistar svara með þrist en Jón Arnór skorar þá sín fyrstu stig í seinni hálfleik þegar hann smellir niður þristi.33. mín, 69-43: Eistar bæta enn við forskotið og Peter Öqvist tekur leikhlé enda íslensku strákarnir búnir að tapa upphafsmínútum fjórða leikhlutans 0-7.4. leikhluti, 32. mín, 66-43: Eistar skora tvær fyrstu körfurnar í fjórða leikhlutanum og eru því komnir 23 stigum yfir.3. leikhluti búinn, 62-43: Eistar fara með 19 stiga forskot inn í lokaleikhlutann eftir að hafa unnið 3. leikhlutann 16-11. Íslenska liðið er greinilega farið að þreytast og þetta verður erfitt í 4. leikhlutanum. Jakob Örn Sigurðarson er stigahæstur með 12 stig, Hlynur er með 11 stig en Jón Arnór náði ekki að skora í 3. leikhlutanum.29. mín, 59-41: Jakob fer illa með flott færi undir körfunni eftir sendingu frá Hlyni en það er eins og það sé lok á körfunni í kvöld.27. mín, 57-40: Haukur Helgi Pálsson skoraði flotta körfu eftir að hafa keyrt upp að körfunni en Eistar svara strax.26. mín, 55-38: Eistar eru aftur búnir að ná 17 stiga forskoti en taka engu að síður leikhlé. Peter Öqvist hvetur íslensku strákana sem hafa gert ágæta hluti í vörninni í seinni hálfleik en það er bara ekki nóg.25. mín, 53-38: Hlynur nær eigin sóknarfrákasti og skorar baráttukörfu. Strákarnir ná síðan að stoppa í vörninni og fá tækifæri til að minnka muninn.24. mín, 51-36: Eistar setja niður þrist og ná aftur fimmtán stiga forskoti. Hlynur fær villu í baráttu um frákast og er því líka kominn með þrjár villur eins og Jón.23. mín, 48-36: Jakob skorar aftur inn í teig og minnkar muninn í tólf stig. Þetta lítur mun betur út enda eru strákarnir að spila góða vörn.22. mín, 47-34: Jón Arnór fær skrýtna villu og er því kominn með þrjár villur. Þetta eru ekki góðar fréttir en strákarnir stoppa aftur í vörninni og geta minnkað muninn enn frekar.3. leikhluti, 21. mín, 47-34: Jakob skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks eftir laglega keyrslu upp að körfunni. Jakob er kominn með átta stiga í leiknum eins og Jón og Hlynur.3. leikhluti hafinn, 47-32: Íslendingar byrja með boltann og nú þurfa íslensku strákarnir að bíta frá sér og reyna að koma sér aftur inn í leikinn. Það verður erfitt en skotin hljóta bara að fara að detta.Hálfleikur, 47-32: Peter Öqvist hefur ekki notað Loga Gunnarsson eða Helga Má Magnússon mikið í kvöld. Logi spilaði bara tæpar þrjár mínútur í fyrri hálfleik og Helgi kom aðeins inn á í 20 sekúndur. Ægir er búinn að spila mest af "varamönnunum" eða 7 mínútur og 38 sekúndur.Hálfleikur, 47-32: Íslenska liðið skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhluta en Logi Gunnarsson minnkaði muninn í fimmtán stig með góðri körfu skömmu fyrir lok leikhlutans. Eistar unnu 2. leikhlutann 23-10 og útlitið er ekki bjart hjá íslenska liðinu enda gengur ekkert í sóknarleiknum. Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru stigahæstir hjá íslenska liðinu með átta stig hvor. Íslenska liðið hitti aðeins úr 2 af 15 skotum sínum utan af velli í öðrum leikhlutanum.19. mín, 42-30: Jakob fer á vítalínuna og setur niður annað vítaskotið. Strákarnir hafa bara skorað af vítalínunni að undanförnu og skotnýtingin í leiknum er aðeins 29 prósent.18. mín, 40-29: Hlynur fær tvö víti og minnkar muninn aftur niður í 11 stig. Vörnin gengur vel þessa stundina en það gerist lítið á meðan sóknin skilar svona fáum stigum.17. mín, 40-27: Hlynur Bæringsson fær þrjár tilraunir undir körfunni en tekst ekki að koma boltanum í körfuna á móti stóru mönnunum hjá Eistlandi. Haukur fær sína þriðju villu og Eistar komast síðan þrettán stigum yfir. Sóknin gengur skelfilega þessar mínúturnar.15. mín, 38-27: Gregor Arbet setur niður þriggja stiga körfu og munurinn er orðinn ellefu stig eftir sjö eistnesk stig í röð. Peter Öqvist tekur leikhlé og fer yfir málin enda hafa síðustu mínútur gengið mjög illa.14. mín, 35-27: Siim-Sander Vene hefur átt svaka innkomu af bekknum hjá Eistum og er kominn með 13 stig á aðeins 7 mínútum. Strákarnir verða að passa sig að missa ekki Eistana og langt frá sér.12. mín, 31-27: Jón Arnór skorar körfu og fær víti að auki sem hann nýtir. Munurinn er þó fjögur stig og Eistar eru að hitna enda vel studdir í höllinni.2. leikhluti, 12. mín, 26-24: Eistar skora fyrstu körfu leikhlutans en Haukur Helgi Pálsson svarar með góðri körfu.1. leikhluti búinn, 24-22: Hlynur skorar frábæra körfu eftir stoðsendingu frá Jón Arnóri og vinnur síðan boltann hinum megin. Ægir tekur lokaskot leikhlutans en það tókst ekki. Íslenska liðið er inn í leiknum og hefur svarað öllum sprettum heimamanna.9. mín, 24-20: Siim-Sander Vene skorar og fær villu að auki á Jón Arnór sem er kominn með tvær villur. Jón Arnór svarar með körfu og víti að auki hinum megin. Jón klikkar hinsvegar á vítinu.9. mín, 21-16: Ægir Þór verður að taka neyðarskot af löngu færi og Eistar skora úr hraðaupphlaupi.8. mín, 19-16: Pavel fer alla leið í hraðaupphlaupi og jafnar metin í 16-16 með flottu sveifluskoti. Íslenska liðið fær strax á sig körfu og víti að auki.7. mín, 14-14: Jakob Örn Sigurðarson jafnar metin með flottri þriggja stiga körfu.7. mín, 14-11: Strákarnir ná að stoppa Janar Talts inn í teig með góðri baráttu og Hlynur Bæringsson skorar góða körfu eftir stoðsendingu frá Ægi Þór Steinarssyni sem er nýkominn inn fyrir Jón Arnór.6. mín, 13-9: Jón Arnór Stefánsson kemst á blað með flottri þriggja stiga körfu úr horninu eftir stoðsendingu frá Pavel.5. mín, 13-6: Ekkert gengur í langskotunum og Peter Öqvist tekur leikhlé eftir að Eistar skora úr hraðaupphlaupi. Janar Talts er kominn með sex stig inn í teig.5. mín, 9-6: Eistar setja niður þrist en Pavel minnkar muninn eftir að hafa náð eigin sóknarfrákasti.3. mín, 6-4: Hlynur Bæringsson minnkar muninn með tveimur vítaskotum. Fyrstu fjögur skot íslenska liðsins hafa ekki ratað rétt leið.3. mín, 6-2: Það er lítið skorað á upphafsmínútum leiksins en Janar Talts er búinn að troða boltanum tvisvar sinnum í körfuna á upphafsmínútunum.2. mín, 2-2: Haukur Helgi Pálsson kemst á vítalínuna eftir flotta sendingu frá Pavel og skorar tvö fyrstu stig íslenska liðsins í leiknum.1. leikhluti, 2. mín, 2-0: Eistar skora fyrstu körfu leiksins en hana skoraði Gregor Arbet rétt innan við þriggja stiga línuna. Fyrstu tvær sóknir íslenska liðsins fara forgörðum.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij er í byrjunarliði Íslands í kvöld og hann er klár í slaginn eftir að hafa meiðst í leiknum á móti Svartfjallalandi. Landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist teflir því fram sama byrjunarliði og í leiknum á móti Svartfellingum um helgina. Aðrir í byrjunarliðinu eru: Jón Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Haukur Helgi Pálsson.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson skoraði 32 stig í síðasta leik á móti Svrtfjallalandi og hefur því brotið tuttugu stiga múrinn í þremur síðustu leikjum og alls fimm sinnum í níu leikjum Íslands í keppninni. Jón Arnór er með 19,1 stig að meðaltali í leik og er eins og er áttundi stigahæsti leikmaður keppninnar.Fyrir leik: Tvö efstu sætin í riðlinum gefa sæti í úrslitakeppninni í Eistlandi á næsta ári en auk þess komast fjögur af sex liðum í þriðja sæti riðlanna einnig áfram. Það er nokkuð öruggt að liðið í þriðja sætið í riðli Íslands sé eitt af þeim fjórum bestu. Leikir dagsins eru: Eistland-Ísland, Serbía-Ísrael og Svartfjallaland-Slóvakía.Fyrir leik: Það er samt spenna í riðlinum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Slóveníu á næsta ári. Serbar tryggja sér sæti á EM með sigri á Ísrael og Ísrael þarf að tapa mjög stórt til þess að sitja eftir. Eistar eiga enn von en þurfa að treysta á það að vinna Ísland og að Ísrael vinni Serba því þá myndu Serbarnir sitja eftir.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij meiddist í síðasta leik og er tæpur fyrir leikinn í dag. Hann flaug samt út með íslenska hópnum og verður vonandi leikfær á eftir.Fyrir leik: Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, hefur farið á kostum í seinni umferð riðilsins og er með 15,5 stig, 10,3 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í fjórum leikjum. Hann var með 14,2 stig, 8,2 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum.Fyrir leik: Íslenska landsliðið hefur bitið frá sér í undanförnum tveimur leikjum á móti Ísrael og Svartfjallaland en liðið hefur engu að síður tapað sjö síðustu leikjum sínum í keppninni. Eini sigurinn kom á útivelli á móti Slóvakíu.Fyrir leik: Eistar unnu 19 stiga sigur í fyrri leiknum í Laugardalshöllinni, 86-67, þar sem íslenska liðið hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna. Kristjan Kangur skoraði þá 26 stig á 29 mínútum fyrir Eista.Fyrir leik: Eistar héldu voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi með því að vinna Serba, 88-81, í síðasta leik. Serbar voru 22-16 yfir eftir fyrsta leikhluta en Eistar komu til baka og kláruðu leikinn með því að vinna lokaleikhlutann 25-18. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 22 stiga mun fyrir Eistlandi í kvöld, 58-80, í lokaleik sínum í undankeppni EM í körfubolta. Íslenska liðið tapaði níu af tíu leikjum sínum í riðlinum og endaði í næstneðsta sætinu í riðlinum. Íslensku strákarnir héldu í við Eistana í fyrsta leikhlutanum en töpuðu öðrum leikhlutanum 10-23 og misstu Eistana frá sér. Íslensku strákarnir hittu lítið sem ekkert í leiknum og þreytan fór síðan að segja til sín í lok leiksins. Jón Arnór Stefánsson var enn á ný stigahæstur í íslenska liðinu en hefur þó oft spilað mun betur en í kvöld. Hlynur Bæringsson fór fyrir íslenska liðinu og þeir Jakob Örn Sigurðarson og Haukur Helgi Pálsson áttu ágæta kafla í seinni hálfleiknum. Íslensku strákarnir náðu ekki að fylgja eftir góðum leikjum á móti Ísrael og Svartfjallalandi en landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist notaði ekki marga menn í kvöld og margir lykilmenn voru orðnir mjög þreyttir í seinni hálfleiknum. Leiknum var lýst á boltavakt Vísi og má sjá textalýsinguna hér fyrir neðan.Textalýsing frá leik Eistlands og Íslands:Stig Íslands: Jón Arnór Stefánsson 13, Jakob Örn Sigurðarson 12, Hlynur Bæringsson 11 (10 fráköst), Haukur Helgi Pálsson 10, Pavel Ermolinskij 7 (8 fráköst), Ægir Þór Steinarsson 3, Logi Gunnarsson 2.Leik lokið, 80-58: Ísland tapar með 22 stigum í Eistlandi og hefur spilað sinn síðasta leik í undankeppni EM. Íslensku strákarnir spiluðu vel í fyrsta leikhlutanum (22-24 undir eftir 1. leikhlutann) en sóknarleikurinn brást í kvöld og íslenska liðið varð því að sætta sig við níunda tapið í tíu leikjum. Lokaleikhlutinn var formsatriði og ekki til útflutnings en íslensku strákarnir náðu þó ekki að koma muninum niður fyrir 20 stigin.38. mín, 80-58: Jakob lærir fljótt á dómarana sem dæmdu á hann ruðning áðan. Hann fiskar tvo ruðninga í röð og í millitíðinni skorar Haukur Helgi góða körfu.37. mín, 80-56: Jakob Örn Sigurðarson fær á sig undarlegan ruðning og Jón Arnór svo tæknivíti strax í kjölfarið. Þetta var fimmta villan hans Jóns og hann hefur lokið keppni í kvöld. Jón Arnór skoraði 13 stig í leiknum.36. mín, 77-54: Hlynur skorar baráttukörfu og er kominn með 11 stig og 10 fráköst í kvöld. Jakob gerði vel í að koma boltanum á hann undir körfunni.35. mín, 77-52: Eistar gefa ekkert eftir og bæta aftur við forskot sitt. Siim-Sander Vene skorar körfu og setur niður víti að auki. Hann er kominn með 23 stig á 22 mínútum í kvöld. Hlynur og Jón Arnór eru báðir komnir með fjórar villur.34. mín, 72-52: Ægir Þór Steinarsson setur niður þriðja þristinn í röð hjá íslenska liðinu. Skotin eru loksins farin að detta nú í lok leiksins.34. mín, 72-49: Pavel kemur aftur inn á völlinn og setur niður langþráða þriggja stiga körfu. Eistar svara með þrist en Jón Arnór skorar þá sín fyrstu stig í seinni hálfleik þegar hann smellir niður þristi.33. mín, 69-43: Eistar bæta enn við forskotið og Peter Öqvist tekur leikhlé enda íslensku strákarnir búnir að tapa upphafsmínútum fjórða leikhlutans 0-7.4. leikhluti, 32. mín, 66-43: Eistar skora tvær fyrstu körfurnar í fjórða leikhlutanum og eru því komnir 23 stigum yfir.3. leikhluti búinn, 62-43: Eistar fara með 19 stiga forskot inn í lokaleikhlutann eftir að hafa unnið 3. leikhlutann 16-11. Íslenska liðið er greinilega farið að þreytast og þetta verður erfitt í 4. leikhlutanum. Jakob Örn Sigurðarson er stigahæstur með 12 stig, Hlynur er með 11 stig en Jón Arnór náði ekki að skora í 3. leikhlutanum.29. mín, 59-41: Jakob fer illa með flott færi undir körfunni eftir sendingu frá Hlyni en það er eins og það sé lok á körfunni í kvöld.27. mín, 57-40: Haukur Helgi Pálsson skoraði flotta körfu eftir að hafa keyrt upp að körfunni en Eistar svara strax.26. mín, 55-38: Eistar eru aftur búnir að ná 17 stiga forskoti en taka engu að síður leikhlé. Peter Öqvist hvetur íslensku strákana sem hafa gert ágæta hluti í vörninni í seinni hálfleik en það er bara ekki nóg.25. mín, 53-38: Hlynur nær eigin sóknarfrákasti og skorar baráttukörfu. Strákarnir ná síðan að stoppa í vörninni og fá tækifæri til að minnka muninn.24. mín, 51-36: Eistar setja niður þrist og ná aftur fimmtán stiga forskoti. Hlynur fær villu í baráttu um frákast og er því líka kominn með þrjár villur eins og Jón.23. mín, 48-36: Jakob skorar aftur inn í teig og minnkar muninn í tólf stig. Þetta lítur mun betur út enda eru strákarnir að spila góða vörn.22. mín, 47-34: Jón Arnór fær skrýtna villu og er því kominn með þrjár villur. Þetta eru ekki góðar fréttir en strákarnir stoppa aftur í vörninni og geta minnkað muninn enn frekar.3. leikhluti, 21. mín, 47-34: Jakob skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks eftir laglega keyrslu upp að körfunni. Jakob er kominn með átta stiga í leiknum eins og Jón og Hlynur.3. leikhluti hafinn, 47-32: Íslendingar byrja með boltann og nú þurfa íslensku strákarnir að bíta frá sér og reyna að koma sér aftur inn í leikinn. Það verður erfitt en skotin hljóta bara að fara að detta.Hálfleikur, 47-32: Peter Öqvist hefur ekki notað Loga Gunnarsson eða Helga Má Magnússon mikið í kvöld. Logi spilaði bara tæpar þrjár mínútur í fyrri hálfleik og Helgi kom aðeins inn á í 20 sekúndur. Ægir er búinn að spila mest af "varamönnunum" eða 7 mínútur og 38 sekúndur.Hálfleikur, 47-32: Íslenska liðið skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhluta en Logi Gunnarsson minnkaði muninn í fimmtán stig með góðri körfu skömmu fyrir lok leikhlutans. Eistar unnu 2. leikhlutann 23-10 og útlitið er ekki bjart hjá íslenska liðinu enda gengur ekkert í sóknarleiknum. Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru stigahæstir hjá íslenska liðinu með átta stig hvor. Íslenska liðið hitti aðeins úr 2 af 15 skotum sínum utan af velli í öðrum leikhlutanum.19. mín, 42-30: Jakob fer á vítalínuna og setur niður annað vítaskotið. Strákarnir hafa bara skorað af vítalínunni að undanförnu og skotnýtingin í leiknum er aðeins 29 prósent.18. mín, 40-29: Hlynur fær tvö víti og minnkar muninn aftur niður í 11 stig. Vörnin gengur vel þessa stundina en það gerist lítið á meðan sóknin skilar svona fáum stigum.17. mín, 40-27: Hlynur Bæringsson fær þrjár tilraunir undir körfunni en tekst ekki að koma boltanum í körfuna á móti stóru mönnunum hjá Eistlandi. Haukur fær sína þriðju villu og Eistar komast síðan þrettán stigum yfir. Sóknin gengur skelfilega þessar mínúturnar.15. mín, 38-27: Gregor Arbet setur niður þriggja stiga körfu og munurinn er orðinn ellefu stig eftir sjö eistnesk stig í röð. Peter Öqvist tekur leikhlé og fer yfir málin enda hafa síðustu mínútur gengið mjög illa.14. mín, 35-27: Siim-Sander Vene hefur átt svaka innkomu af bekknum hjá Eistum og er kominn með 13 stig á aðeins 7 mínútum. Strákarnir verða að passa sig að missa ekki Eistana og langt frá sér.12. mín, 31-27: Jón Arnór skorar körfu og fær víti að auki sem hann nýtir. Munurinn er þó fjögur stig og Eistar eru að hitna enda vel studdir í höllinni.2. leikhluti, 12. mín, 26-24: Eistar skora fyrstu körfu leikhlutans en Haukur Helgi Pálsson svarar með góðri körfu.1. leikhluti búinn, 24-22: Hlynur skorar frábæra körfu eftir stoðsendingu frá Jón Arnóri og vinnur síðan boltann hinum megin. Ægir tekur lokaskot leikhlutans en það tókst ekki. Íslenska liðið er inn í leiknum og hefur svarað öllum sprettum heimamanna.9. mín, 24-20: Siim-Sander Vene skorar og fær villu að auki á Jón Arnór sem er kominn með tvær villur. Jón Arnór svarar með körfu og víti að auki hinum megin. Jón klikkar hinsvegar á vítinu.9. mín, 21-16: Ægir Þór verður að taka neyðarskot af löngu færi og Eistar skora úr hraðaupphlaupi.8. mín, 19-16: Pavel fer alla leið í hraðaupphlaupi og jafnar metin í 16-16 með flottu sveifluskoti. Íslenska liðið fær strax á sig körfu og víti að auki.7. mín, 14-14: Jakob Örn Sigurðarson jafnar metin með flottri þriggja stiga körfu.7. mín, 14-11: Strákarnir ná að stoppa Janar Talts inn í teig með góðri baráttu og Hlynur Bæringsson skorar góða körfu eftir stoðsendingu frá Ægi Þór Steinarssyni sem er nýkominn inn fyrir Jón Arnór.6. mín, 13-9: Jón Arnór Stefánsson kemst á blað með flottri þriggja stiga körfu úr horninu eftir stoðsendingu frá Pavel.5. mín, 13-6: Ekkert gengur í langskotunum og Peter Öqvist tekur leikhlé eftir að Eistar skora úr hraðaupphlaupi. Janar Talts er kominn með sex stig inn í teig.5. mín, 9-6: Eistar setja niður þrist en Pavel minnkar muninn eftir að hafa náð eigin sóknarfrákasti.3. mín, 6-4: Hlynur Bæringsson minnkar muninn með tveimur vítaskotum. Fyrstu fjögur skot íslenska liðsins hafa ekki ratað rétt leið.3. mín, 6-2: Það er lítið skorað á upphafsmínútum leiksins en Janar Talts er búinn að troða boltanum tvisvar sinnum í körfuna á upphafsmínútunum.2. mín, 2-2: Haukur Helgi Pálsson kemst á vítalínuna eftir flotta sendingu frá Pavel og skorar tvö fyrstu stig íslenska liðsins í leiknum.1. leikhluti, 2. mín, 2-0: Eistar skora fyrstu körfu leiksins en hana skoraði Gregor Arbet rétt innan við þriggja stiga línuna. Fyrstu tvær sóknir íslenska liðsins fara forgörðum.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij er í byrjunarliði Íslands í kvöld og hann er klár í slaginn eftir að hafa meiðst í leiknum á móti Svartfjallalandi. Landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist teflir því fram sama byrjunarliði og í leiknum á móti Svartfellingum um helgina. Aðrir í byrjunarliðinu eru: Jón Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Haukur Helgi Pálsson.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson skoraði 32 stig í síðasta leik á móti Svrtfjallalandi og hefur því brotið tuttugu stiga múrinn í þremur síðustu leikjum og alls fimm sinnum í níu leikjum Íslands í keppninni. Jón Arnór er með 19,1 stig að meðaltali í leik og er eins og er áttundi stigahæsti leikmaður keppninnar.Fyrir leik: Tvö efstu sætin í riðlinum gefa sæti í úrslitakeppninni í Eistlandi á næsta ári en auk þess komast fjögur af sex liðum í þriðja sæti riðlanna einnig áfram. Það er nokkuð öruggt að liðið í þriðja sætið í riðli Íslands sé eitt af þeim fjórum bestu. Leikir dagsins eru: Eistland-Ísland, Serbía-Ísrael og Svartfjallaland-Slóvakía.Fyrir leik: Það er samt spenna í riðlinum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Slóveníu á næsta ári. Serbar tryggja sér sæti á EM með sigri á Ísrael og Ísrael þarf að tapa mjög stórt til þess að sitja eftir. Eistar eiga enn von en þurfa að treysta á það að vinna Ísland og að Ísrael vinni Serba því þá myndu Serbarnir sitja eftir.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij meiddist í síðasta leik og er tæpur fyrir leikinn í dag. Hann flaug samt út með íslenska hópnum og verður vonandi leikfær á eftir.Fyrir leik: Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, hefur farið á kostum í seinni umferð riðilsins og er með 15,5 stig, 10,3 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í fjórum leikjum. Hann var með 14,2 stig, 8,2 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum.Fyrir leik: Íslenska landsliðið hefur bitið frá sér í undanförnum tveimur leikjum á móti Ísrael og Svartfjallaland en liðið hefur engu að síður tapað sjö síðustu leikjum sínum í keppninni. Eini sigurinn kom á útivelli á móti Slóvakíu.Fyrir leik: Eistar unnu 19 stiga sigur í fyrri leiknum í Laugardalshöllinni, 86-67, þar sem íslenska liðið hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna. Kristjan Kangur skoraði þá 26 stig á 29 mínútum fyrir Eista.Fyrir leik: Eistar héldu voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi með því að vinna Serba, 88-81, í síðasta leik. Serbar voru 22-16 yfir eftir fyrsta leikhluta en Eistar komu til baka og kláruðu leikinn með því að vinna lokaleikhlutann 25-18.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira