Konur löngu tilbúnar til að stíga fram í atvinnulífinu BBI skrifar 10. september 2012 14:12 Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn. Í Klinkinu, sem er viðtalsþáttur um efnahags- og þjóðfélagsmál, ræddi Þorgerður Katrín m.a. um fyrirhugaðar lagabreytingar sem fela í sér að á næsta ári eiga 40% stjórnarmanna að vera konur í öllum félögum, stærri fyrirtækjum, lífeyrissjóðum o.s.frv. Þorgerður segir að þessi lagabreyting sé nauðsynlegt skref. Hennar skoðun var áður sú að ekki bæri að fara valdboðsleiðina, þ.e. ekki ætti að neyða fyrirtæki til að hafa konur í stjórnum sínum. „Mér fannst ég sjá ákveðnar vísbendingar um að atvinnulífið vildi gera þetta sjálft," segir hún. „En síðan blasir veruleikinn við." Veruleikinn bendir til þess að fyrirtækin muni ekki sjá til þess sjálf að konum fjölgi í stjórnum. Þess vegna telur hún „því miður" nauðsynlegt að fara þá leið að setja lög um málefnið. Hún bendir á að konur geti ýtt undir fjölbreytileika og víðari sjónarhól í stjórnum fyrirtækja. Því telur hún að konur verði að láta sig stjórnmál og stjórnir fyrirtækja varða. Hún vonast til þess að fyrirtækin verði búin að breyta þessu flest áður en lagasetningin tekur gildi. Á hlekknum hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni. Á mínútu 11:30 hefjast umræðurnar um þessi málefni kvenna. Klinkið Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn. Í Klinkinu, sem er viðtalsþáttur um efnahags- og þjóðfélagsmál, ræddi Þorgerður Katrín m.a. um fyrirhugaðar lagabreytingar sem fela í sér að á næsta ári eiga 40% stjórnarmanna að vera konur í öllum félögum, stærri fyrirtækjum, lífeyrissjóðum o.s.frv. Þorgerður segir að þessi lagabreyting sé nauðsynlegt skref. Hennar skoðun var áður sú að ekki bæri að fara valdboðsleiðina, þ.e. ekki ætti að neyða fyrirtæki til að hafa konur í stjórnum sínum. „Mér fannst ég sjá ákveðnar vísbendingar um að atvinnulífið vildi gera þetta sjálft," segir hún. „En síðan blasir veruleikinn við." Veruleikinn bendir til þess að fyrirtækin muni ekki sjá til þess sjálf að konum fjölgi í stjórnum. Þess vegna telur hún „því miður" nauðsynlegt að fara þá leið að setja lög um málefnið. Hún bendir á að konur geti ýtt undir fjölbreytileika og víðari sjónarhól í stjórnum fyrirtækja. Því telur hún að konur verði að láta sig stjórnmál og stjórnir fyrirtækja varða. Hún vonast til þess að fyrirtækin verði búin að breyta þessu flest áður en lagasetningin tekur gildi. Á hlekknum hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni. Á mínútu 11:30 hefjast umræðurnar um þessi málefni kvenna.
Klinkið Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira