iPhone 5 úr gulli og demöntum 29. september 2012 14:34 Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum. Forsvarsmenn Apple kynntu iPhone fimm símann fyrir um tveimur vikum síðan og hefur hann slegið öll met í sölu hjá fyrirtækinu. Yfir fimm milljón eintök seldust fyrstu helgina í Bandaríkjunum og er síminn víða uppseldur í verslunum um allan heim. Skartgripahönnuðurinn Stuart Hughes frá Liverpool á Englandi lætur það þó ekki á sig fá því hann keypti sjálfur hundrað stykki af símanum þegar hann kom út. Síðan þá hefur hann dundað sér við að gera símann upp, ef svo má að orði komast. Í frétt um málið í breska blaðinu Metro segir að til verksins noti hann gull og demanta. Bakhlið símans verður þakin 18 karata gulli og Apple merkið, sem einnig er staðsett á bakhliðinni, verður þakið fimmtíu og þremur demöntum, hvorki meira né minna. Og síminn er ekki ókeypis. Því verðmiðinn á þessum gæða gull- og demanta síma er tuttugu þúsund pund, eða um fjórar milljónir króna. Einhverjir spyrja sig eflaust hvort að svona lúxus vara seljist svo auðveldlega en hönnuðurinn hefur ekki áhyggjur af því. Því nýlega seldi hann afar sérstaka gullútgáfu af iPhone 4S símanum til ástralskrar kaupsýslukonu. Sá sími var ekki ókeypis því hann seldist á sex milljón pund, eða ríflega einn milljarð króna - takk fyrir túkall. Tækni Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum. Forsvarsmenn Apple kynntu iPhone fimm símann fyrir um tveimur vikum síðan og hefur hann slegið öll met í sölu hjá fyrirtækinu. Yfir fimm milljón eintök seldust fyrstu helgina í Bandaríkjunum og er síminn víða uppseldur í verslunum um allan heim. Skartgripahönnuðurinn Stuart Hughes frá Liverpool á Englandi lætur það þó ekki á sig fá því hann keypti sjálfur hundrað stykki af símanum þegar hann kom út. Síðan þá hefur hann dundað sér við að gera símann upp, ef svo má að orði komast. Í frétt um málið í breska blaðinu Metro segir að til verksins noti hann gull og demanta. Bakhlið símans verður þakin 18 karata gulli og Apple merkið, sem einnig er staðsett á bakhliðinni, verður þakið fimmtíu og þremur demöntum, hvorki meira né minna. Og síminn er ekki ókeypis. Því verðmiðinn á þessum gæða gull- og demanta síma er tuttugu þúsund pund, eða um fjórar milljónir króna. Einhverjir spyrja sig eflaust hvort að svona lúxus vara seljist svo auðveldlega en hönnuðurinn hefur ekki áhyggjur af því. Því nýlega seldi hann afar sérstaka gullútgáfu af iPhone 4S símanum til ástralskrar kaupsýslukonu. Sá sími var ekki ókeypis því hann seldist á sex milljón pund, eða ríflega einn milljarð króna - takk fyrir túkall.
Tækni Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira