Lewis Hamilton yfirgefur McLaren fyrir Mercedes árið 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 28. september 2012 12:47 Hamilton er sigursæll ökuþór og mun aka fyrir Mercedes-liðið á næsta ári. nordicphotos/afp Breski McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton mun aka fyrir Mercedes-liðið í Formúlu 1 á næsta ári. Þetta staðfesti þýski bílaframleiðandinn í morgun. Hamilton hefur verið í viðræðum við Mercedes um nokkurt skeið og segir helstu ástæðu þess að hann færi sig um set að í boði séu "nýjar áskoranir". Áður en Mercedes gat gefið út formlega yfirlýsingu um vistaskipti Hamilton lýsti McLaren yfir að Sergio Perez myndi fylla sæti Lewis á næsta ári. Perez hefur ekið frábærlega í sumar fyrir Sauber-liðið og staðið þrisvar sinnum á verðlaunapalli. Mercedes hefur ekki gefið út hvert framhaldið verður hjá Michael Schumacher sem víkur fyrir Hamilton. Nico Rosberg mun aka þar áfram. Hamilton hóf feril sinn í Formúlu 1 með McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari strax ári síðar, árið 2008. "Nú er tími til kominn að takast á við ferskar áskoranir," sagði Hamilton. "Ég er mjög spenntur að hefja nýjan kafla í ferli mínum með því að færa mig um set." "Mercedes Benz býr yfir ótrúlegri arfleið í kappakstri," sagði Hamilton jafnframt. Kappakstursferill Hamiltons hefur verið styrtkur af McLaren-liðinu og Mercedes í mörg ár. Ross Brawn sagðist himinnlifandi yfir því að hafa skrifað undir samning við Hamilton. "Koma Hamiltons er vitnisburður um fyrirætlanir Mercedes í Formúlu 1." "Ég held að saman geti Lewis og Nico orðið öflugasta og mest spennandi ökumannaparið í Formúlunni," sagði Brawn. McLaren-liðið segir enn ætla að þrýsta á Hamilton um að vinna heimsmeistaratitilinn í ár. Hamilton á enn möguleika þó þeir séu litlir. Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLarenSergio Perez náði öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í ítalska kappakstrinum í byrjun mánaðarins.nordicphotos/afpMexíkóinn Sergio Perez mun aka fyrir McLaren á næsta ári við hlið Jenson Button. Perez hefur staðið sig ógurlega vel fyrir Sauber-liðið í sumar, staðið þrisvar á verðaluanapalli og yfirleitt ekið betur en liðsfélagi sinn Kamui Kobayashi. Í sumar hefur Perez verið orðaður við Ferrari en Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur sagt Perez of ungan og reynslulítinn til að aka fyrir ítalska liðið. McLaren er greinilega ekki á sama máli og segist geta nýtt hæfileika Mexíkóans. "Það var ótrúleg frammistaða hans á brautinni, þrjú verðlaunasæti og frábær hraðaisti hringur í Mónakó í ár sem sannfærðu okkur um að Sergio skortir ekkert hvað varðar hraða og skuldbindingu," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren í dag. "Á meðan Sergio er að þróa hæfileika sína höldum við að hann geti boðið okkur upp á hraða heldur er hann einnig ólmur í að læra. Hann er klárlega framtíðarheimsmeistari." Niki Lauda gerist yfirmaður hjá MercedesNiki Lauda er orðinn formaður stjórnar Mercedes-liðsinsnordicphotos/afpAuk þess að gera stórtækar breytingar á ökumannaskipan liðsins hefur Mercedes-liðið ákveðið að ráða gamla heimsmeistarann og goðsögnina Niki Lauda sem yfirmann hjá liðinu. Mikið var rætt um framtíð Formúlu 1-liðs Mercedes í höfuðstöðvum bílaframleiðandans í Stuttgart í sumar því árangur liðsins virðist láta á sér standa. Lauda er þegar farinn að stafa fyrir Mercedes-liðið og hafði um síðustu helgi milligöngu milli liðsins og Bernie Ecclestone um Concorde-samninginn sem öll keppnislið í Formúlu 1 verða að undirrita vilji þau keppa. Samningurinn fjallar að mestu um skyldur liðanna gagnvart FOM (Formula One Management, í eigu Ecclestone), FOM gagnvart liðunum og sjónvarpspeninganna dýrmætu. Niki Lauda verður ekki í framvarðarsveit liðsins og hefur ekki hlutverk framkvæmdastjóra. "Lauda mun veita okkur úr djúpum viskubrunni sínum og miðla reynslu sinni sem formaður stjórnar liðsins." Formúla Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Breski McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton mun aka fyrir Mercedes-liðið í Formúlu 1 á næsta ári. Þetta staðfesti þýski bílaframleiðandinn í morgun. Hamilton hefur verið í viðræðum við Mercedes um nokkurt skeið og segir helstu ástæðu þess að hann færi sig um set að í boði séu "nýjar áskoranir". Áður en Mercedes gat gefið út formlega yfirlýsingu um vistaskipti Hamilton lýsti McLaren yfir að Sergio Perez myndi fylla sæti Lewis á næsta ári. Perez hefur ekið frábærlega í sumar fyrir Sauber-liðið og staðið þrisvar sinnum á verðlaunapalli. Mercedes hefur ekki gefið út hvert framhaldið verður hjá Michael Schumacher sem víkur fyrir Hamilton. Nico Rosberg mun aka þar áfram. Hamilton hóf feril sinn í Formúlu 1 með McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari strax ári síðar, árið 2008. "Nú er tími til kominn að takast á við ferskar áskoranir," sagði Hamilton. "Ég er mjög spenntur að hefja nýjan kafla í ferli mínum með því að færa mig um set." "Mercedes Benz býr yfir ótrúlegri arfleið í kappakstri," sagði Hamilton jafnframt. Kappakstursferill Hamiltons hefur verið styrtkur af McLaren-liðinu og Mercedes í mörg ár. Ross Brawn sagðist himinnlifandi yfir því að hafa skrifað undir samning við Hamilton. "Koma Hamiltons er vitnisburður um fyrirætlanir Mercedes í Formúlu 1." "Ég held að saman geti Lewis og Nico orðið öflugasta og mest spennandi ökumannaparið í Formúlunni," sagði Brawn. McLaren-liðið segir enn ætla að þrýsta á Hamilton um að vinna heimsmeistaratitilinn í ár. Hamilton á enn möguleika þó þeir séu litlir. Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLarenSergio Perez náði öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í ítalska kappakstrinum í byrjun mánaðarins.nordicphotos/afpMexíkóinn Sergio Perez mun aka fyrir McLaren á næsta ári við hlið Jenson Button. Perez hefur staðið sig ógurlega vel fyrir Sauber-liðið í sumar, staðið þrisvar á verðaluanapalli og yfirleitt ekið betur en liðsfélagi sinn Kamui Kobayashi. Í sumar hefur Perez verið orðaður við Ferrari en Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur sagt Perez of ungan og reynslulítinn til að aka fyrir ítalska liðið. McLaren er greinilega ekki á sama máli og segist geta nýtt hæfileika Mexíkóans. "Það var ótrúleg frammistaða hans á brautinni, þrjú verðlaunasæti og frábær hraðaisti hringur í Mónakó í ár sem sannfærðu okkur um að Sergio skortir ekkert hvað varðar hraða og skuldbindingu," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren í dag. "Á meðan Sergio er að þróa hæfileika sína höldum við að hann geti boðið okkur upp á hraða heldur er hann einnig ólmur í að læra. Hann er klárlega framtíðarheimsmeistari." Niki Lauda gerist yfirmaður hjá MercedesNiki Lauda er orðinn formaður stjórnar Mercedes-liðsinsnordicphotos/afpAuk þess að gera stórtækar breytingar á ökumannaskipan liðsins hefur Mercedes-liðið ákveðið að ráða gamla heimsmeistarann og goðsögnina Niki Lauda sem yfirmann hjá liðinu. Mikið var rætt um framtíð Formúlu 1-liðs Mercedes í höfuðstöðvum bílaframleiðandans í Stuttgart í sumar því árangur liðsins virðist láta á sér standa. Lauda er þegar farinn að stafa fyrir Mercedes-liðið og hafði um síðustu helgi milligöngu milli liðsins og Bernie Ecclestone um Concorde-samninginn sem öll keppnislið í Formúlu 1 verða að undirrita vilji þau keppa. Samningurinn fjallar að mestu um skyldur liðanna gagnvart FOM (Formula One Management, í eigu Ecclestone), FOM gagnvart liðunum og sjónvarpspeninganna dýrmætu. Niki Lauda verður ekki í framvarðarsveit liðsins og hefur ekki hlutverk framkvæmdastjóra. "Lauda mun veita okkur úr djúpum viskubrunni sínum og miðla reynslu sinni sem formaður stjórnar liðsins."
Formúla Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira