Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 21-26 | Öruggt hjá ÍBV Óskar Ófeigur Jónsson í Mýrinni skrifar 26. september 2012 14:58 Mynd/Vilhelm Eyjakonur sóttu tvö stig í Mýrina í kvöld þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 26-21, í lokaleik 2. umferð N1 deildar kvenna í handbolta. Eyjakonur byrjuðu báða hálfleik mjög vel en hleyptu Stjörnuliðinu aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum var hinsvegar aldrei spurning um hvar sigurinn endaði. Þetta var fyrsti sigur Eyjaliðsins í sumar því þær gerðu jafntefli við Gróttu á heimavelli í fyrstu umferðinni. Stjörnuliðið er hinsvegar í vandræðum og búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og komst í 5-1 og 8-3. Stjarnan vann sig vel inn í leikinn með frábærum átta mínútna kafla (vann hann 7-1) og jafnræði var síðan með liðunum á lokakafla hálfleiksins. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði frábært lokamark og sá til þess að Eyjakonur eru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Stjörnukonur byrjuðu seinni hálfleikinn alveg eins illa og þann fyrri en liðið skoraði ekki sitt fyrsta mark í hálfleiknum fyrr en eftir rúmar 12 mínútur og þá var staðan orðin 17-13 fyrir ÍBV. Eyjakonur hleyptu Stjörnunni ekki aftur inn í leikinn í seinni hálfleiknum og unnu að lokum mjög öruggan sigur. Florentina Stanciu, Georgeta Grigore og Simona Vintila voru í aðalhlutverki í Eyjaliðinu í kvöld en Florentina lokaði markinu stóran hluta seinni hálfleiksins. Drífa Þorvaldsdóttir sýndi líka ágæt tilþrif og glæsimark hennar í lok fyrri hálfleiksins færði Eyjaliðinu eins marks forskot í hálfleik sem var mikilvægt veganesti inn í hálfleik. Stjörnuliðið stóð vörnina vel stærsta hluta leiksins en sóknin er skelfileg. Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór fyrir liðinu í markaskorun og Sunneva Einarsdóttir varð vel á köflum. Sandra Sif Sigurjónsdóttir stóð sig líka vel á báðum endum vallarins. Guðbjörg: Gott fyrir sálina að fá tvö stig í húsEyjakonan Guðbjörg Guðmannsdóttir var sátt eftir sannfærandi sigur ÍBV á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins í N1 deildinni í vetur. „Þetta var frekar ljúft. Við vorum frekar óánægðar eftir fyrsta leikinn því við vissum að við áttum meira inni. Það voru svona byrjunarerfiðleikar hjá okkur eins og oft vill vera í fyrstu leikjunum," sagði Guðbjörg. Eyjaliðið missti niður fimm marka forskot í fyrri hálfleiknum en sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Um leið og þær fóru að keyra á okkur og fá hraðaupphlaupin þá komust þær yfir en um leið og við lokuðum á það þá fór allt að ganga upp. Við fórum að keyra til baka og drífa okkur heim. Þá áttu þær ekki svar við okkar leik," sagði Guðbjörg í léttum tón. „Þetta lítur ágætlega út hjá okkur. Við erum ekkert með neitt gríðarlega breiðan hóp og erum að glíma við smávægileg meiðsli. Þetta eru samt rosalega flottir leikmenn hjá okkur og ungar og efnilegar stelpur sem eru að koma upp. Við ætlum bara að taka einn leik í einu og stefna alltaf hærra og hærra," sagði Guðbjörg. „Ég bjóst við að þær myndu hanga meira í okkur því Stjarnan er þekkt fyrir að vera með baráttulið. Þær eru líka að glíma við meiðsli og það eru stórir leikmenn sem voru ekki í þeirra liði núna. Það er alltaf erfitt. Þetta var samt annar leikur og það var byrjendabragur á báðum liðum. Það var því gott fyrir sálina að fá tvö stig í hús," sagði Guðbjörg að lokum. Ágústa Edda: Við þurfum að vinna í sóknarleiknum á næstunniÁgústa Edda Björnsdóttir, leikstjórnandi Stjörnunnar, reyndi að líta á jákvæðu hliðarnar þrátt fyrir annað tap liðsins í röð. „Ég er ekki sátt við þennan leik en þetta samt upp á við frá því í síðasta leik. Þetta er nýtt lið og margir nýir leikmenn að spila saman. Það tekur tíma að púsla liðinu saman. Ég er ekki ánægð með leikinn í heild sinni en það er framför frá því í sðasta leik," sagði Ágústa Edda. „Þetta er mjög erfitt sóknarlega og það er það sem við þurfum að vinna í á næstunni. Við erum eins og allir vita með meidda leikmenn en við þurfum samt að spila á þessu liðið þangað til að þær koma inn. Við erum því að vinna í okkar sóknarleik en hann er dapur eins og er," sagði Ágústa Edda. „Við byrjum illa í kvöld og það var líka þannig í síðasta leik þegar við byrjuðum skelfilega. Það fór með þann leik og byrjunin í seinni hálfleik í kvöld var alveg hræðileg því við vorum þá búnar að vinna okkur inn í leikinn og áttum alveg að geta haldið áfram," sagði Ágústa sem skoraði fyrsta mark Stjörnuliðsins í seinni hálfleik þegar meira en 12 mínútur voru liðnar. „Við verðum að taka jákvæðu kaflana út úr þessu sem er náttúrlega það að vörnin er standa vel á köflum og við eigum ágætis sóknartilþrif inn á milli. Við þurfum að byggja á því og halda áfram að reyna að bæta okkur. Svo koma, Rakel, Jóna, Kristín Clausen og Ester inn í þetta. Við eigum inni nokkra leikmenn sem geta verið í byrjunarliðinu hjá okkur og þá vantar mikið. Þetta verður því vonandi bara á uppleið hjá okkur í allan vetur," sagði Ágústa Edda. Olís-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Eyjakonur sóttu tvö stig í Mýrina í kvöld þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 26-21, í lokaleik 2. umferð N1 deildar kvenna í handbolta. Eyjakonur byrjuðu báða hálfleik mjög vel en hleyptu Stjörnuliðinu aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum var hinsvegar aldrei spurning um hvar sigurinn endaði. Þetta var fyrsti sigur Eyjaliðsins í sumar því þær gerðu jafntefli við Gróttu á heimavelli í fyrstu umferðinni. Stjörnuliðið er hinsvegar í vandræðum og búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og komst í 5-1 og 8-3. Stjarnan vann sig vel inn í leikinn með frábærum átta mínútna kafla (vann hann 7-1) og jafnræði var síðan með liðunum á lokakafla hálfleiksins. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði frábært lokamark og sá til þess að Eyjakonur eru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Stjörnukonur byrjuðu seinni hálfleikinn alveg eins illa og þann fyrri en liðið skoraði ekki sitt fyrsta mark í hálfleiknum fyrr en eftir rúmar 12 mínútur og þá var staðan orðin 17-13 fyrir ÍBV. Eyjakonur hleyptu Stjörnunni ekki aftur inn í leikinn í seinni hálfleiknum og unnu að lokum mjög öruggan sigur. Florentina Stanciu, Georgeta Grigore og Simona Vintila voru í aðalhlutverki í Eyjaliðinu í kvöld en Florentina lokaði markinu stóran hluta seinni hálfleiksins. Drífa Þorvaldsdóttir sýndi líka ágæt tilþrif og glæsimark hennar í lok fyrri hálfleiksins færði Eyjaliðinu eins marks forskot í hálfleik sem var mikilvægt veganesti inn í hálfleik. Stjörnuliðið stóð vörnina vel stærsta hluta leiksins en sóknin er skelfileg. Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór fyrir liðinu í markaskorun og Sunneva Einarsdóttir varð vel á köflum. Sandra Sif Sigurjónsdóttir stóð sig líka vel á báðum endum vallarins. Guðbjörg: Gott fyrir sálina að fá tvö stig í húsEyjakonan Guðbjörg Guðmannsdóttir var sátt eftir sannfærandi sigur ÍBV á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins í N1 deildinni í vetur. „Þetta var frekar ljúft. Við vorum frekar óánægðar eftir fyrsta leikinn því við vissum að við áttum meira inni. Það voru svona byrjunarerfiðleikar hjá okkur eins og oft vill vera í fyrstu leikjunum," sagði Guðbjörg. Eyjaliðið missti niður fimm marka forskot í fyrri hálfleiknum en sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Um leið og þær fóru að keyra á okkur og fá hraðaupphlaupin þá komust þær yfir en um leið og við lokuðum á það þá fór allt að ganga upp. Við fórum að keyra til baka og drífa okkur heim. Þá áttu þær ekki svar við okkar leik," sagði Guðbjörg í léttum tón. „Þetta lítur ágætlega út hjá okkur. Við erum ekkert með neitt gríðarlega breiðan hóp og erum að glíma við smávægileg meiðsli. Þetta eru samt rosalega flottir leikmenn hjá okkur og ungar og efnilegar stelpur sem eru að koma upp. Við ætlum bara að taka einn leik í einu og stefna alltaf hærra og hærra," sagði Guðbjörg. „Ég bjóst við að þær myndu hanga meira í okkur því Stjarnan er þekkt fyrir að vera með baráttulið. Þær eru líka að glíma við meiðsli og það eru stórir leikmenn sem voru ekki í þeirra liði núna. Það er alltaf erfitt. Þetta var samt annar leikur og það var byrjendabragur á báðum liðum. Það var því gott fyrir sálina að fá tvö stig í hús," sagði Guðbjörg að lokum. Ágústa Edda: Við þurfum að vinna í sóknarleiknum á næstunniÁgústa Edda Björnsdóttir, leikstjórnandi Stjörnunnar, reyndi að líta á jákvæðu hliðarnar þrátt fyrir annað tap liðsins í röð. „Ég er ekki sátt við þennan leik en þetta samt upp á við frá því í síðasta leik. Þetta er nýtt lið og margir nýir leikmenn að spila saman. Það tekur tíma að púsla liðinu saman. Ég er ekki ánægð með leikinn í heild sinni en það er framför frá því í sðasta leik," sagði Ágústa Edda. „Þetta er mjög erfitt sóknarlega og það er það sem við þurfum að vinna í á næstunni. Við erum eins og allir vita með meidda leikmenn en við þurfum samt að spila á þessu liðið þangað til að þær koma inn. Við erum því að vinna í okkar sóknarleik en hann er dapur eins og er," sagði Ágústa Edda. „Við byrjum illa í kvöld og það var líka þannig í síðasta leik þegar við byrjuðum skelfilega. Það fór með þann leik og byrjunin í seinni hálfleik í kvöld var alveg hræðileg því við vorum þá búnar að vinna okkur inn í leikinn og áttum alveg að geta haldið áfram," sagði Ágústa sem skoraði fyrsta mark Stjörnuliðsins í seinni hálfleik þegar meira en 12 mínútur voru liðnar. „Við verðum að taka jákvæðu kaflana út úr þessu sem er náttúrlega það að vörnin er standa vel á köflum og við eigum ágætis sóknartilþrif inn á milli. Við þurfum að byggja á því og halda áfram að reyna að bæta okkur. Svo koma, Rakel, Jóna, Kristín Clausen og Ester inn í þetta. Við eigum inni nokkra leikmenn sem geta verið í byrjunarliðinu hjá okkur og þá vantar mikið. Þetta verður því vonandi bara á uppleið hjá okkur í allan vetur," sagði Ágústa Edda.
Olís-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira