Straumar frá Kinnarfjöllum Trausti Júlíusson skrifar 26. september 2012 13:30 Cheek Mountain Thief með plötuna Cheek Mountain Thief. Kimi Records. Cheek Mountain Thief er ensk-íslensk hljómsveit. Leiðtogi hennar, söngvari og lagasmiður er enskur, Mike Lindsay, en aðrir meðlimir eru íslenskir. Mike var í Lundúnasveitinni Tunng sem sendi frá sér fjórar stórar plötur á árunum 2005-2010 og vakti mikla athygli fyrir framsækna og tilraunakennda nýfolk-tónlist. Mike kom með Tunng til að spila á Iceland Airwaves árið 2010, kynntist stúlku og varð eftir. Tónlistina á þessari fyrstu plötu Cheek Mountain Thief samdi hann í bústað í nágrenni Húsavíkur. Þegar hann var kominn með efni fékk hann til liðs við sig nokkra húsvíska tónlistarmenn og stofnaði hljómsveitina Cheek Mountain Thief. Hún heitir eftir Kinnarfjöllum við Skjálfanda, en fjöllin blöstu við úr bústaðnum þar sem stór hluti plötunnar var tekinn upp. Þetta er mjög sterk plata. Tónlistin er eins og framhald af því sem Tunng var að gera. Lagasmíðarnar eru fínar og flutningurinn góður, en styrkur plötunnar kemur ekki síst frá hugmyndaríkum og skapandi útsetningum. Fiðla, trompet, klukkuspil, harmóníka og sílófónn koma við sögu, fyrir utan hefðbundin popphljóðfæri og margs konar slagverk. Auk hljómsveitarmeðlima koma nokkrir gestir við sögu og þeir eru ekki af verri endanum: Sindri úr Sin Fang, Mugison, Mr. Silla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins. Á heildina litið er þetta firnagóð plata. Ein af mörgum frábærum íslenskum plötum ársins 2012. Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Cheek Mountain Thief með plötuna Cheek Mountain Thief. Kimi Records. Cheek Mountain Thief er ensk-íslensk hljómsveit. Leiðtogi hennar, söngvari og lagasmiður er enskur, Mike Lindsay, en aðrir meðlimir eru íslenskir. Mike var í Lundúnasveitinni Tunng sem sendi frá sér fjórar stórar plötur á árunum 2005-2010 og vakti mikla athygli fyrir framsækna og tilraunakennda nýfolk-tónlist. Mike kom með Tunng til að spila á Iceland Airwaves árið 2010, kynntist stúlku og varð eftir. Tónlistina á þessari fyrstu plötu Cheek Mountain Thief samdi hann í bústað í nágrenni Húsavíkur. Þegar hann var kominn með efni fékk hann til liðs við sig nokkra húsvíska tónlistarmenn og stofnaði hljómsveitina Cheek Mountain Thief. Hún heitir eftir Kinnarfjöllum við Skjálfanda, en fjöllin blöstu við úr bústaðnum þar sem stór hluti plötunnar var tekinn upp. Þetta er mjög sterk plata. Tónlistin er eins og framhald af því sem Tunng var að gera. Lagasmíðarnar eru fínar og flutningurinn góður, en styrkur plötunnar kemur ekki síst frá hugmyndaríkum og skapandi útsetningum. Fiðla, trompet, klukkuspil, harmóníka og sílófónn koma við sögu, fyrir utan hefðbundin popphljóðfæri og margs konar slagverk. Auk hljómsveitarmeðlima koma nokkrir gestir við sögu og þeir eru ekki af verri endanum: Sindri úr Sin Fang, Mugison, Mr. Silla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins. Á heildina litið er þetta firnagóð plata. Ein af mörgum frábærum íslenskum plötum ársins 2012.
Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira