Handbolti

Íslenski handboltinn verður á RÚV næstu fimm árin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik í N1 deild karla í fyrra.
Frá leik í N1 deild karla í fyrra. Mynd/Stefán
Handknattleikssamband Íslands gerði í gær nýjan samning við RÚV um sýningarrétt frá íslenskum handknattleik. Samningurinn er til næstu fimm ára og tryggir RÚV sýningarrétt á öllum leikjum Íslands- og bikarkeppna karla og kvenna sem og landsleikja Íslands hér á landi.

RÚV skilyrðir sig til að sýna beint frá Íslands- og bikarmótum karla og kvenna og sýnir að auki vikulegan samantektarþátt, Íslenska boltann, þar sem það helsta úr leikjum vikunnar er tekið fyrir. Vikulegar útsendingar verða frá leikjum Íslands- og/eða bikarkeppninnar fram á vor þegar úrslitakeppnin tekur við en þá verður bætt verulega í útsendingafjöldann´.

N1-deildirnar hefjast á næstu dögum og verður fyrsta beina útsending RÚV strax á laugardag þegar leikur HK og Stjörnunnar fer fram í N1-deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×