Meistaralegur mánuður að hefjast BBI skrifar 20. september 2012 14:15 Á myndinni lyfta Þorsteinn, Magnús Berg og félagi þeirra Jökull Sólberg þungum steinum fáklæddir í sólskini. Hinn svokallaði Meistaramánuður hefst 1. október næstkomandi eða eftir 10 daga. Þá munu þúsundir manna sameinast um að skora á sjálfa sig, kýla á hlutina sem þá dreymir um og verða í stuttu máli betra eintak af sjálfum sér í heilan mánuð. Meistaramánuðurinn hefur verið árviss viðburður síðustu fjögur ár og í fyrra tóku um fimm þúsund manns þátt í átakinu. Upphafsmenn Meistaramánaðarins leggja til að fólk einbeiti sér t.d. að því að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel og njóta lífsins betur en aðra daga.Meistarar eru sín eigin fyrirmynd „Meistaramánuðurinn er í hnotskurn einn mánuður þar sem hver og einn skorar sig á hólm og verður sín eigin fyrirmynd. Þátttakendur skrifa niður markmið og einbeita sér svo í heilan mánuð að því að ná þeim," segir Þorsteinn Kári Jónsson, sem skapaði fyrirbærið Meistaramánuð ásamt félaga sínum. Þannig brjóta meistararnir upp hina dæmigerðu rútínu í lífi sínu.Magnús Berg eftir að hafa synt Guðlaugssundið sem þeir félagar synda árlega í sundlaug.Líf ungs fólks, einkum háskólanema, snýst mjög gjarna að miklu leyti um áfengisneyslu. „Það er svona þessi dæmigerða rútína. Detta í það hverja helgi og snúa sólarhringnum á hvolf," segir Þorsteinn. Meistaramánuðurinn var upphaflega hugsaður sem mótleikur við því líferni. „Við vorum orðnir langþreyttir á þessu og ákváðum að snúa úr vörn í sókn," segir Þorsteinn.Allir geta verið meistarar Þrátt fyrir að Meistaramánuðurinn hafi upphaflega verið hugsaður fyrir djammþreytta háskólanema hentar hugmyndin fólki á öllum aldri, jafnt konum og körlum. „Margir hafa góð tök á heilsu sinni og matarræði en vilja taka andlega sviðið fastari tökum," segir Þorsteinn. Því geta markmið fólks verið mismunandi í mánuðnum, allt frá því að lesa skáldsögur á kvöldin yfir í að æfa sig daglega á gítar eða heimsækja ömmu sína. „Menn verða að átta sig á sínum eigin þrám og sníða mánuðinn að þeim" segir Þorsteinn, en fyrsti Meistaramánuðurinn hófst árið 2008 úti í Kaupmannahöfn þegar sem Þorsteinn og félagi hans Magnús Berg Magnússon sögðu stanslausu djammi og fylleríi háskólaáranna stríð á hendur. Uppátækið vakti fljótt athygli vina þeirra og vatt smám saman upp á sig.„Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur,“ sagði skáldið Einar Benediktsson í kvæðinu Fákar. Þarna kristallast kannski fegurðin í Meistaramánuðinum.Meistarar standa saman „Það sem skiptir einna mestu máli er að fólk sé saman í þessu. Það er erfitt að taka lífsstílsbreytingu upp á eigin spýtur en ef maður gerir það með vinum sínum gengur allt betur upp," segir hann. Þannig kristallast samtakamáttur fólks í Meistaramánuðnum. Fólk hvetur hvert annað til dáða og stefnir saman í átt til framfara. „Svo er líka miklu erfiðara að svindla því fólk fer að treysta á hvert annað. Ef þú ert bara einn í baráttunni áttu það til að fresta henni í sífellu.," segir Þorsteinn.Meistarar erlendis Meistaramánuðurinn hefst nú í október og fer að miklu leyti fram á internetinu. Í þetta sinn verða allar færslur bæði á íslensku og ensku því uppátækið hefur vakið talsverða athygli erlendis. Þannig verða það ekki bara Íslendingar sem gerast meistarar síns eigin lífs þetta árið heldur munu félagar strákanna halda kyndlinum á lofti í örðum löndum.Hér má sjá facebook síðu Meistaramánaðarins og hér er heimasíða Meistaramánaðarins. Þar má nálgast nánari upplýsingar. Meistaramánuður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Hinn svokallaði Meistaramánuður hefst 1. október næstkomandi eða eftir 10 daga. Þá munu þúsundir manna sameinast um að skora á sjálfa sig, kýla á hlutina sem þá dreymir um og verða í stuttu máli betra eintak af sjálfum sér í heilan mánuð. Meistaramánuðurinn hefur verið árviss viðburður síðustu fjögur ár og í fyrra tóku um fimm þúsund manns þátt í átakinu. Upphafsmenn Meistaramánaðarins leggja til að fólk einbeiti sér t.d. að því að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel og njóta lífsins betur en aðra daga.Meistarar eru sín eigin fyrirmynd „Meistaramánuðurinn er í hnotskurn einn mánuður þar sem hver og einn skorar sig á hólm og verður sín eigin fyrirmynd. Þátttakendur skrifa niður markmið og einbeita sér svo í heilan mánuð að því að ná þeim," segir Þorsteinn Kári Jónsson, sem skapaði fyrirbærið Meistaramánuð ásamt félaga sínum. Þannig brjóta meistararnir upp hina dæmigerðu rútínu í lífi sínu.Magnús Berg eftir að hafa synt Guðlaugssundið sem þeir félagar synda árlega í sundlaug.Líf ungs fólks, einkum háskólanema, snýst mjög gjarna að miklu leyti um áfengisneyslu. „Það er svona þessi dæmigerða rútína. Detta í það hverja helgi og snúa sólarhringnum á hvolf," segir Þorsteinn. Meistaramánuðurinn var upphaflega hugsaður sem mótleikur við því líferni. „Við vorum orðnir langþreyttir á þessu og ákváðum að snúa úr vörn í sókn," segir Þorsteinn.Allir geta verið meistarar Þrátt fyrir að Meistaramánuðurinn hafi upphaflega verið hugsaður fyrir djammþreytta háskólanema hentar hugmyndin fólki á öllum aldri, jafnt konum og körlum. „Margir hafa góð tök á heilsu sinni og matarræði en vilja taka andlega sviðið fastari tökum," segir Þorsteinn. Því geta markmið fólks verið mismunandi í mánuðnum, allt frá því að lesa skáldsögur á kvöldin yfir í að æfa sig daglega á gítar eða heimsækja ömmu sína. „Menn verða að átta sig á sínum eigin þrám og sníða mánuðinn að þeim" segir Þorsteinn, en fyrsti Meistaramánuðurinn hófst árið 2008 úti í Kaupmannahöfn þegar sem Þorsteinn og félagi hans Magnús Berg Magnússon sögðu stanslausu djammi og fylleríi háskólaáranna stríð á hendur. Uppátækið vakti fljótt athygli vina þeirra og vatt smám saman upp á sig.„Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur,“ sagði skáldið Einar Benediktsson í kvæðinu Fákar. Þarna kristallast kannski fegurðin í Meistaramánuðinum.Meistarar standa saman „Það sem skiptir einna mestu máli er að fólk sé saman í þessu. Það er erfitt að taka lífsstílsbreytingu upp á eigin spýtur en ef maður gerir það með vinum sínum gengur allt betur upp," segir hann. Þannig kristallast samtakamáttur fólks í Meistaramánuðnum. Fólk hvetur hvert annað til dáða og stefnir saman í átt til framfara. „Svo er líka miklu erfiðara að svindla því fólk fer að treysta á hvert annað. Ef þú ert bara einn í baráttunni áttu það til að fresta henni í sífellu.," segir Þorsteinn.Meistarar erlendis Meistaramánuðurinn hefst nú í október og fer að miklu leyti fram á internetinu. Í þetta sinn verða allar færslur bæði á íslensku og ensku því uppátækið hefur vakið talsverða athygli erlendis. Þannig verða það ekki bara Íslendingar sem gerast meistarar síns eigin lífs þetta árið heldur munu félagar strákanna halda kyndlinum á lofti í örðum löndum.Hér má sjá facebook síðu Meistaramánaðarins og hér er heimasíða Meistaramánaðarins. Þar má nálgast nánari upplýsingar.
Meistaramánuður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira