Grindvíkingar meistarar meistaranna annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2012 21:20 Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni. Aaron Broussard átti stórleik hjá Grindavík og skoraði 36 stig en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig. Darrel Keith Lewis skoraði 17 stig fyrir Keflavík og Valur Valsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu báðir 15 stig. Grindvíkingar sem voru á heimavelli eins og venjan er með Íslandsmeistarana, voru að vinna Meistarakeppni KKÍ í fjórða sinn en þeir unnu hana einnig 1996, 1998 og 2011. Njarðvíkingar hefur unnið þessa keppni oftast eða sjö sinnum. Grindvíkingar, með þá Aaron Broussard og Sigurð Gunnar Þorsteinsson í fararbroddi, komust í 13-2 eftir rúmar fjórar mínútur en það tók Keflvíkinga aðeins rúmar þrjár mínútur að snúa leiknum við og komast yfir í 18-16. Grindvíkingar bættu þá aftur í og voru 26-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindavík var komið í 28-23 í upphafi annarsleikhluta en skoraði síðan bara tvö stig á rúmum fjórum mínútum og á meðan náði Keflavík að komast yfir í 31-30. Grindvíkingar leiddu með einu stigi í hálfleik, 42-41, eftir að Keflvíkingurinn Hafliði Már Brynjarsson endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu. Sigurð Gunnar Þorsteinsson skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum og Aaron Broussard var með 12 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Darrel Keith Lewis var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar hjá Keflavík. Grindavíkurliðið byrjaði seinni hálfleik vel og var komið níu stigum yfir, 54-45, eftir fjórar mínútur. Grindavík var síðan með 14 stiga forskot, 70-56, fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 28-15. Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í lokaleikhlutanum en Grindvíkingar héldu út og lönduðu fyrsta titli vetrarins.Grindavík-Keflavík 92-83 (26-23, 16-18, 28-15, 22-27)Stig Grindavíkur : Aaron Broussard 36/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/7 fráköst/4 varin skot, Samuel Zeglinski 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ármann Vilbergsson 4, Jón Axel Guðmundsson 2.Stig Keflavíkur: Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15, Valur Orri Valsson 15/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 14, Snorri Hrafnkelsson 10, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni. Aaron Broussard átti stórleik hjá Grindavík og skoraði 36 stig en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig. Darrel Keith Lewis skoraði 17 stig fyrir Keflavík og Valur Valsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu báðir 15 stig. Grindvíkingar sem voru á heimavelli eins og venjan er með Íslandsmeistarana, voru að vinna Meistarakeppni KKÍ í fjórða sinn en þeir unnu hana einnig 1996, 1998 og 2011. Njarðvíkingar hefur unnið þessa keppni oftast eða sjö sinnum. Grindvíkingar, með þá Aaron Broussard og Sigurð Gunnar Þorsteinsson í fararbroddi, komust í 13-2 eftir rúmar fjórar mínútur en það tók Keflvíkinga aðeins rúmar þrjár mínútur að snúa leiknum við og komast yfir í 18-16. Grindvíkingar bættu þá aftur í og voru 26-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindavík var komið í 28-23 í upphafi annarsleikhluta en skoraði síðan bara tvö stig á rúmum fjórum mínútum og á meðan náði Keflavík að komast yfir í 31-30. Grindvíkingar leiddu með einu stigi í hálfleik, 42-41, eftir að Keflvíkingurinn Hafliði Már Brynjarsson endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu. Sigurð Gunnar Þorsteinsson skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum og Aaron Broussard var með 12 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Darrel Keith Lewis var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar hjá Keflavík. Grindavíkurliðið byrjaði seinni hálfleik vel og var komið níu stigum yfir, 54-45, eftir fjórar mínútur. Grindavík var síðan með 14 stiga forskot, 70-56, fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 28-15. Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í lokaleikhlutanum en Grindvíkingar héldu út og lönduðu fyrsta titli vetrarins.Grindavík-Keflavík 92-83 (26-23, 16-18, 28-15, 22-27)Stig Grindavíkur : Aaron Broussard 36/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/7 fráköst/4 varin skot, Samuel Zeglinski 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ármann Vilbergsson 4, Jón Axel Guðmundsson 2.Stig Keflavíkur: Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15, Valur Orri Valsson 15/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 14, Snorri Hrafnkelsson 10, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira