Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis.
Neðst í fréttinni má sjá sjálfvirka uppfærslu á helstu atvikum í leikjunum sem hefjast nú klukkan 18.45. Upphitunarþáttur hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.00 og leikir kvöldins verða svo gerðir upp að þeim loknum.
Svo nægir að smella á viðkomandi leik til að fá frekari upplýsingar - byrjunarlið, skiptingar, spjöld og mörk.
Leikir dagsins:
A-riðill:
18:45 FC Porto - PSG
18:45 Dynamo Kiev - Dinamo Zagreb
B-riðill:
18.45: Schalke 04 - Montpellier
18.45: Arsenal - Olympiakos (Sport 3)
C-riðill:
16.00: Zenit St Petersburg - AC Milan (Sport 2 & HD, opin dagskrá)
18.45: Anderlecht - Málaga
D-riðill:
18.45: Manchester City - Borussia Dortmund (Sport 2 & HD)
18.45: Ajax - Real Madrid (Sport 4)
Fótbolti