Orðrómur um að Vettel fari til Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 15. október 2012 19:00 Það verður að teljast hæpið að Vettel og Alonso verði liðsfélagar hjá Ferrari á næsta ári. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er vinsælasti ökuþórinn á ráslínunni þessa dagana og er í feiknarformi, búinn að vinna síðustu þrjú mót. Þess vegna hefur því verið kastað fram að Vettel gæti hugsanlega farið til Ferrari á næsta ári. Þá hafa flestir bestu ökumennirnir í Formúlu 1 verði orðaðir við sæti Felipe Massa hjá Ferrari. Massa þykir þó hafa ekið vel í undanförnum mótum og sætið hans ekki eins heitt og það var í upphafi tímabilsins þegar ekkert gekk hjá Brasilíumanninum. Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-fyrirtækisins, segir að það mundi ekki verða góð skipan mála að fá jafn sterkan ökuþór og Vettel í liðið til að aka við hlið Fernando Alonso. Mundi það raska jafnvæginu innan liðsins, sem Ferrari metur svo mikils. "Í dag eru ökumennirnir okkar ekki vandamál," sagði di Montezemolo við ítalska útvarpsstöð þegar orðrómurinn um Vettel var borinn undir hann. "Ég vil ekki hafa vandamál eða of mikið kapp milli ökuþóra liðsins. Við höfðum það ekki milli Schumacher og Irvine, Schumacher og Barrichello og heldur ekki milli Alonso og Massa." Felipe Massa er því hinn fullkomni ökuþór til að gegna hlutverki annars ökuþórs liðsins, hlutverk sem hann hefur annast nær alla sína tíð hjá Ferrari. Di Montezemolo segist ætla að ræða við Massa á næstunni og ráða um framtíð ökuþórsins. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er vinsælasti ökuþórinn á ráslínunni þessa dagana og er í feiknarformi, búinn að vinna síðustu þrjú mót. Þess vegna hefur því verið kastað fram að Vettel gæti hugsanlega farið til Ferrari á næsta ári. Þá hafa flestir bestu ökumennirnir í Formúlu 1 verði orðaðir við sæti Felipe Massa hjá Ferrari. Massa þykir þó hafa ekið vel í undanförnum mótum og sætið hans ekki eins heitt og það var í upphafi tímabilsins þegar ekkert gekk hjá Brasilíumanninum. Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-fyrirtækisins, segir að það mundi ekki verða góð skipan mála að fá jafn sterkan ökuþór og Vettel í liðið til að aka við hlið Fernando Alonso. Mundi það raska jafnvæginu innan liðsins, sem Ferrari metur svo mikils. "Í dag eru ökumennirnir okkar ekki vandamál," sagði di Montezemolo við ítalska útvarpsstöð þegar orðrómurinn um Vettel var borinn undir hann. "Ég vil ekki hafa vandamál eða of mikið kapp milli ökuþóra liðsins. Við höfðum það ekki milli Schumacher og Irvine, Schumacher og Barrichello og heldur ekki milli Alonso og Massa." Felipe Massa er því hinn fullkomni ökuþór til að gegna hlutverki annars ökuþórs liðsins, hlutverk sem hann hefur annast nær alla sína tíð hjá Ferrari. Di Montezemolo segist ætla að ræða við Massa á næstunni og ráða um framtíð ökuþórsins.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira