Formúla 1

Webber stal ráspól af Vettel í Kóreu

Birgir Þór Harðarson skrifar
Webber ók hraðast í tímatökunum í Kóreu.
Webber ók hraðast í tímatökunum í Kóreu. nordicphotos/afp
Það var Mark Webber á Red Bull-bíl sem ók hraðast um Yeongam brautina í Kóreu í síðustu lotu tímatöku fyrir kappaksturinn þar. Hann stal ráspólnum af liðsfélaga sínum, heimsmeistaranum Sebastian Vettel, sem hafði verði lang fljótastur fyrstu tveimur lotum tímatökunnar.

Vettel ræsir annar í kappakstrinum á morgun og því eru báðir Red Bull-bílarnir fremstir. Lewis Hamilton mun ræsa þriðji í McLaren-bílnum á undan Fernando Alonso á Ferrari.

Það verður áhugavert að sjá hversu miklu af keppnishraða sínum Red Bull-liðið hefur fórnað til að hafa svona mikla yfirburði í tímatökunum. Ekki er víst að yfirburðirnir séu jafn miklir.

Alonso verður í dauðafæri til að bæta stöðu sína í brautinni í ræsingunni. Hann þarf helst að fá fleiri stig en Vettel vilji hann halda efsta sætinu í heimsmeistarakeppninni.

Kimi Raikkönen mun ræsa fimmti í Lotus-bílnum sínum. Hann hafði verið í bölvðum vandræðum með uppstllingu bílsins á æfingum og var enn kvartandi undan undirstýringu eftir aðra lotu tímatökunnar. Felipe Massa á Ferrari skilur Kimi frá liðsfélaga sínum, Romain Grosjean, sem ræsir í sjöunda sæti.

Nico Hulkenberg ók eina Force India-bílnum í lokalotunni. Hann náði áttunda besta tíma og var fljótari en Nico Rosberg og Michael Schumacher á Mercedes sem ræsa í níunda og tíunda sæti.

Jenson Button komst nokkuð óvænt ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Hann ræsir ellefti en er örugglega feginn að vera á eftir Romain Grosjean í ræsingunni. Grosjean hefur níu sinnum valdið slysi í fyrstu beygju og yfirleitt tekið einhverja með sér.

Þá ber að nefna Sauber-bílana og þá Sergio Perez og Kamui Kobayashi. Þeir áttu í örlitlum vandræðum og ræsa í tólfta og þrettánda sæti.

Rásröðin í kappakstrinum á morgun
Nr.ÖkumaðurLið / VélTímiBil
1Mark WebberRed Bull/Renault1'37.242-
2Sebastian VettelRed Bull/Renault1'37.3160.074
3Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'37.4690.227
4Fernando AlonsoFerrari1'37.5340.292
5Kimi RäikkönenLotus/Renault1'37.6250.383
6Felipe MassaFerrari1'37.8840.642
7Romain GrosjeanLotus/Renault1'37.9340.692
8Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'38.2661.024
9Nico RosbergMercedes1'38.3611.119
10M.SchumacherMercedes1'38.5131.271
11Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'38.4411.199
12Sergio PérezSauber/Ferrari1'38.4601.218
13Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'38.5941.352
14Paul Di RestaForce India/Mercedes1'38.6431.401
15Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'38.7251.483
16Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'39.0841.842
17Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'39.3402.098
18Bruno SennaWilliams/Renault1'39.4432.201
19Vitaly PetrovCaterham/Renault1'40.2072.965
20H.KovalainenCaterham/Renault1'40.3333.091
21Timo GlockMarussia/Cosworth1'41.3714.129
22Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'42.8815.639
23N.KarthikeyanHRT/Cosworth--
24Charles PicMarussia/Cosworth1'41.3174.075



Fleiri fréttir

Sjá meira


×