Fjórum leikjum lauk nú rétt í þessu í norsku úrvalsdeildinni. Odd Grenland vann öruggan sigur á Honefoss 4-0.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson byrjuðu báðir fyrir Honefoss en Arnór Sveinn var tekinn af velli þegar um korter var eftir af leiknum.
Viking vann sterkan sigur á Stabæk 1-0 á útivelli en Indriði Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Viking.
Bjarni Ólafur Eiríksson var einnig allan leikinn inná vellinum fyrir Stabæk en Elfar Freyr Helgason kom ekki við sögu hjá liðinu.
Úrslit kvöldsins:
Odd Grenland - Honefoss - 4 - 0
Sogndal - Aalesund - 1 - 1
Stabaek - Viking - 0 - 1
Valerenga - Tromso - 1 - 0
Indriði Sigurðsson og félagar með fínan sigur á Stabæk
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



