Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum 28. október 2012 19:30 Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. Indriði og eiginkona hans, Kristbjörg Lóa Árnadóttir leikskólakennari, oftast kölluð Lóa, voru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum að þessu sinni, en Skjaldfönn er nú útjaðar byggðarinnar í norðanverðu Ísafjarðardjúpi. Indriði er landskunnur fyrir kjarnyrtar blaðagreinar og á bæjartröppunum kvaðst hann skrifa til að gera pólitískum andstæðingum grammt í geði. Indriði kvaðst vera einlægur vinstrimaður og helst vilja angra þá sem væru á hinum vængnum til að höggva skarð í þeirra raðir. Hann leyndi því hins vegar ekki að nú væri hann búinn að fá nóg af þessari ríkisstjórn og Evrópusambandsflandri hennar. Hann gæti ekki kosið flokk þar sem foringinn sviki það sem sagt var fyrir kosningar; að berjast af alefli gegn inngöngu. Ísland væri nú á samningaleiðarvegferð, það væri óþolandi og það gæti hann ekki fyrirgefið. Kvaðst Indriði í staðinn reikna með að verða Samstöðumaður með Lilju Mósesdóttur að vori. Indriði kvaðst einnig mjög ósáttur við hvernig Vinstri grænir hefðu haldið á umhverfisráðuneytinu. Það væri til skammar og það bæri ekki vott um umhverfisvernd að leyfa tófunni að fjölga sér um land allt, sem hlyti að koma niður á fuglalífi. Það væri ólíðandi að umhverfisráðherra, sem réttast ætti að kalla vargaverndarráðherra, skyldi bjóða upp á þetta. Þá sagði Indriði ráðuneytið og stofnanir þess fyrir sunnan sækjast í að taka völdin af heimamönnum og landeigendum, - í Djúpinu með því að færa friðland Hornstranda upp að bæjardyrum á Skjaldfönn. „Ég hef ekki heyrt um einn einasta landeiganda sem kærir sig um að verða ofurseldur þessu yfirvaldi að sunnan, Umhverfisstofnunar eða umhverfisráðuneytis. Við lýsum bara algjörri vanþóknun á svona tilraunum." Hann sagði að fólkið þar virtist ekki vera í neinum tengslum við líf og starf fólks úti á landi. „Maður finnur þetta um allt land. Það er komin þvílík neikvæðni gagnvart þessu ráðuneyti." Indriði minnti á að þessi aðilar hefðu látið ýmislegt ógert, svo sem varðandi iðnaðarsalt og díoxín-mengun. „Þetta bólgnar út, eins og ég veit ekki hvað, í fólkshaldi og öðru, og allskonar fræðingar, sem samfélagið þarf að standa undir, en virðist ekki gera nokkurt einasta gagn. Og eru að gera stóran hluta þjóðarinnar algörlega fráhverfan umhverfismálum, og því sem þetta ráðuneyti átti að standa fyrir." Tengdar fréttir Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Hrikalega stór lömb í Djúpinu Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. "Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum Um land allt. Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á þá með fimm efstu á hverju ári. 28. október 2012 22:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. Indriði og eiginkona hans, Kristbjörg Lóa Árnadóttir leikskólakennari, oftast kölluð Lóa, voru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum að þessu sinni, en Skjaldfönn er nú útjaðar byggðarinnar í norðanverðu Ísafjarðardjúpi. Indriði er landskunnur fyrir kjarnyrtar blaðagreinar og á bæjartröppunum kvaðst hann skrifa til að gera pólitískum andstæðingum grammt í geði. Indriði kvaðst vera einlægur vinstrimaður og helst vilja angra þá sem væru á hinum vængnum til að höggva skarð í þeirra raðir. Hann leyndi því hins vegar ekki að nú væri hann búinn að fá nóg af þessari ríkisstjórn og Evrópusambandsflandri hennar. Hann gæti ekki kosið flokk þar sem foringinn sviki það sem sagt var fyrir kosningar; að berjast af alefli gegn inngöngu. Ísland væri nú á samningaleiðarvegferð, það væri óþolandi og það gæti hann ekki fyrirgefið. Kvaðst Indriði í staðinn reikna með að verða Samstöðumaður með Lilju Mósesdóttur að vori. Indriði kvaðst einnig mjög ósáttur við hvernig Vinstri grænir hefðu haldið á umhverfisráðuneytinu. Það væri til skammar og það bæri ekki vott um umhverfisvernd að leyfa tófunni að fjölga sér um land allt, sem hlyti að koma niður á fuglalífi. Það væri ólíðandi að umhverfisráðherra, sem réttast ætti að kalla vargaverndarráðherra, skyldi bjóða upp á þetta. Þá sagði Indriði ráðuneytið og stofnanir þess fyrir sunnan sækjast í að taka völdin af heimamönnum og landeigendum, - í Djúpinu með því að færa friðland Hornstranda upp að bæjardyrum á Skjaldfönn. „Ég hef ekki heyrt um einn einasta landeiganda sem kærir sig um að verða ofurseldur þessu yfirvaldi að sunnan, Umhverfisstofnunar eða umhverfisráðuneytis. Við lýsum bara algjörri vanþóknun á svona tilraunum." Hann sagði að fólkið þar virtist ekki vera í neinum tengslum við líf og starf fólks úti á landi. „Maður finnur þetta um allt land. Það er komin þvílík neikvæðni gagnvart þessu ráðuneyti." Indriði minnti á að þessi aðilar hefðu látið ýmislegt ógert, svo sem varðandi iðnaðarsalt og díoxín-mengun. „Þetta bólgnar út, eins og ég veit ekki hvað, í fólkshaldi og öðru, og allskonar fræðingar, sem samfélagið þarf að standa undir, en virðist ekki gera nokkurt einasta gagn. Og eru að gera stóran hluta þjóðarinnar algörlega fráhverfan umhverfismálum, og því sem þetta ráðuneyti átti að standa fyrir."
Tengdar fréttir Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Hrikalega stór lömb í Djúpinu Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. "Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum Um land allt. Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á þá með fimm efstu á hverju ári. 28. október 2012 22:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47
Hrikalega stór lömb í Djúpinu Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. "Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum Um land allt. Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á þá með fimm efstu á hverju ári. 28. október 2012 22:30