Hjólreiðamenn mega ekki tala í farsíma BBI skrifar 26. október 2012 16:07 Mynd/Pjetur Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. Samkvæmt gildandi umferðarlögum er ökumönnum vélknúinna ökutækja óheimilt að nota farsíma við akstur. Hin væntanlegu umferðarlög fela í sér breytingu þess efnis að nú verður ökumönnum ökutækja almennt óheimilt að nota farsíma við akstur. Vegna þess að reiðhjól eru skilgreind sem ökutæki í umferðarlögum felur breytingin í sér að hjólreiðamenn mega ekki nota farsíma á ferð. Ekki kemur fram hver viðurlög verða fyrir hjólreiðamenn sem brjóta reglurnar í frumvarpinu. Viðurlögin munu að öllum líkindum koma fram í reglugerð sem sett verður síðar. Nú er í gildi slík reglugerð um sektir og viðurlög og ef frumvarpið nær brautargengi má vænta breytinga á henni sem tekur hjólreiðamenn inn í myndina.Breytingar til bóta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til umsagnar og hefur óskað eftir umsögnum ýmissa aðila, m.a. Umferðarstofu. „Þessi breyting á alveg hiklaust erindi í umferðarlög. Það er okkar mat hjá Umferðarstofu," segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Hann telur rétt að líta til nágrannaþjóða okkar til samanburðar. „Þar hafa menn töluverðar áhyggjur af þessu. Danir skilgreina þetta t.d. sem vandamál og eru að ráðast í að uppræta það." Þó hjólaumferð sé nokkuð frábrugðin hér á landi miðað við Danmörku telur Einar vandamálið jafnalvarlegt hér á landi þar sem menn hjóla jafnt innan um vélknúin ökutæki í umferðinni sem og gangandi vegfarendur. Hann segir rannsóknir sýna að menn séu svo viðutan og athyglislausir þegar þeir tala í síma undir stýri að undrum sæti. „Og það getur skapað mikla hættu, hvort heldur sem er á reiðhjóli eða öðru ökutæki," segir hann. Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. Samkvæmt gildandi umferðarlögum er ökumönnum vélknúinna ökutækja óheimilt að nota farsíma við akstur. Hin væntanlegu umferðarlög fela í sér breytingu þess efnis að nú verður ökumönnum ökutækja almennt óheimilt að nota farsíma við akstur. Vegna þess að reiðhjól eru skilgreind sem ökutæki í umferðarlögum felur breytingin í sér að hjólreiðamenn mega ekki nota farsíma á ferð. Ekki kemur fram hver viðurlög verða fyrir hjólreiðamenn sem brjóta reglurnar í frumvarpinu. Viðurlögin munu að öllum líkindum koma fram í reglugerð sem sett verður síðar. Nú er í gildi slík reglugerð um sektir og viðurlög og ef frumvarpið nær brautargengi má vænta breytinga á henni sem tekur hjólreiðamenn inn í myndina.Breytingar til bóta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til umsagnar og hefur óskað eftir umsögnum ýmissa aðila, m.a. Umferðarstofu. „Þessi breyting á alveg hiklaust erindi í umferðarlög. Það er okkar mat hjá Umferðarstofu," segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Hann telur rétt að líta til nágrannaþjóða okkar til samanburðar. „Þar hafa menn töluverðar áhyggjur af þessu. Danir skilgreina þetta t.d. sem vandamál og eru að ráðast í að uppræta það." Þó hjólaumferð sé nokkuð frábrugðin hér á landi miðað við Danmörku telur Einar vandamálið jafnalvarlegt hér á landi þar sem menn hjóla jafnt innan um vélknúin ökutæki í umferðinni sem og gangandi vegfarendur. Hann segir rannsóknir sýna að menn séu svo viðutan og athyglislausir þegar þeir tala í síma undir stýri að undrum sæti. „Og það getur skapað mikla hættu, hvort heldur sem er á reiðhjóli eða öðru ökutæki," segir hann.
Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent