Fríða Rún: Draumur sem allar stelpur vilja upplifa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2012 19:45 Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag. „Þetta var stefnan allan tímann," sagði Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir bætti við: „Þetta var draumurinn." Íslensku stelpurnar náðu ekki bestu einkunninni í undanúrslitunum en gerðu engin mistök á úrslitastundu og vörðu Evrópumeistaratitilinn með glæsibrag. „Sex bestu liðin komust áfram á föstudeginum og við náðum því markmiði að komast í úrslit. Það skipti engu máli í hvaða sæti við vorum eða hvaða einkunn við fengum því við tókum stigin ekki með okkur. Laugardagurinn var bara ný keppni, við núllstilltum okkur og komum grimmar inn í laugardaginn," sagði Sif. „Það byrja allir á núlli seinni daginn sem hentaði okkur mjög vel því Svíarnir voru á undan okkur eftir föstudaginn. Ég hafði fulla trú á mínu liði allan tímann og ég vissi að við færum alla leið. Ég held að við höfum allar farið með það hugarfar inn í úrslitin á laugardaginn. Við vissum að við værum með þetta og það gekk allt upp," sagði Fríða Rún. Stelpurnar æfa gríðarlega mikið og fórna öllum frítímanum í hópfimleikana. „Við veljum þetta og það sér enginn eftir því. Við erum með bestu vinkonunum okkar allan daginn og þetta er draumur sem allar stelpur vilja upplifa," sagði Fríða. Það má sjá allt viðtalið við stelpurnar með því að smella hér fyrir ofan. Íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag. „Þetta var stefnan allan tímann," sagði Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir bætti við: „Þetta var draumurinn." Íslensku stelpurnar náðu ekki bestu einkunninni í undanúrslitunum en gerðu engin mistök á úrslitastundu og vörðu Evrópumeistaratitilinn með glæsibrag. „Sex bestu liðin komust áfram á föstudeginum og við náðum því markmiði að komast í úrslit. Það skipti engu máli í hvaða sæti við vorum eða hvaða einkunn við fengum því við tókum stigin ekki með okkur. Laugardagurinn var bara ný keppni, við núllstilltum okkur og komum grimmar inn í laugardaginn," sagði Sif. „Það byrja allir á núlli seinni daginn sem hentaði okkur mjög vel því Svíarnir voru á undan okkur eftir föstudaginn. Ég hafði fulla trú á mínu liði allan tímann og ég vissi að við færum alla leið. Ég held að við höfum allar farið með það hugarfar inn í úrslitin á laugardaginn. Við vissum að við værum með þetta og það gekk allt upp," sagði Fríða Rún. Stelpurnar æfa gríðarlega mikið og fórna öllum frítímanum í hópfimleikana. „Við veljum þetta og það sér enginn eftir því. Við erum með bestu vinkonunum okkar allan daginn og þetta er draumur sem allar stelpur vilja upplifa," sagði Fríða. Það má sjá allt viðtalið við stelpurnar með því að smella hér fyrir ofan.
Íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira