Raunhæft að fullvinna stjórnarskrárfrumvarp í vetur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. október 2012 14:11 Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Formaður Stjórnskipurnar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur að hægt verði að klára fyrstu umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir jól. Formaðurinn er bjartsýn á að hægt verði að ljúka málinu fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Formaðurinn, Valgerður Bjarnadóttir þingkona Samfylkingarinnar er ánægð með niðurstöður kosninganna sem hún segir gott veganesti fyrir áframhaldandi vinnu. „Þetta er mjög ánægjuleg úrslit og afgerandi. Góð þáttaka í koningu af þessu tagi og síðan er svarið við fyrstu spurningunni, sem ég vil kalla stóru spurninguna, mjög afgerandi, þ.e. við eigum að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar stjórnarskránni," segir hún. Aðspurð um næstu skref í málinu segir Valgerður: „Það er semsagt sérfræðingahópur búinn að vinna síðan í júní að því að fara gaumgæfilega niður í þessar tillögur. Plagg af þessu tagi verður auðvitað að vera lagalega pottþétt. Ég á von á því á að þau geti skilað eftir tvær vikur, ekki síðar og þá kemur að þinginu að taka þetta til umræðu og ég á von á því að við getum lokið fyrstu umræðu fyrir jól alla vega," Málið hefur verið umdeilt á meðal þingmanna en Valgerður vonast eftir því að hægt verði að vinna málið á þinginu í góðri samvinnu allra. „Ég mun leggja mig alla fram um að það verði hægt. Vegna þess að nú verðum við að fara að huga að því hvernig við vinnum í þinginu og afla þinginu traust," segir hún.Þannig að þú ert bjartsýn á að það sé hægt að klára þetta mál fyrir alþingiskosningarnar í vor? „Já, það á alveg að vera hægt. Ég er bjartsýn á það já," sagði Valgerður Bjarnadóttir. Tengdar fréttir Meirihluti sagði já við öllu Meirihluti kjósenda virðist hafa sagt já við öllum spurningum á kjörseðlinum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í gær. 21. október 2012 13:09 Jóhanna er stolt af þjóðinni Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að þingmenn verði mjög bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sökum þess hve afgerandi niðurstaðan var. 21. október 2012 13:26 Talning langt komin - 66% sögðu já Ríflegur meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað í gær til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni lýstu sig samþykk því að leggja tilllögur ráðsins til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 10:23 Salvör: Nú er mikilvægt að ná sátt um breytingar Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, er sátt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Hún telur mikilvægt að menn reyni nú að ná víðtækri samstöðu um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 11:41 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Formaður Stjórnskipurnar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur að hægt verði að klára fyrstu umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir jól. Formaðurinn er bjartsýn á að hægt verði að ljúka málinu fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Formaðurinn, Valgerður Bjarnadóttir þingkona Samfylkingarinnar er ánægð með niðurstöður kosninganna sem hún segir gott veganesti fyrir áframhaldandi vinnu. „Þetta er mjög ánægjuleg úrslit og afgerandi. Góð þáttaka í koningu af þessu tagi og síðan er svarið við fyrstu spurningunni, sem ég vil kalla stóru spurninguna, mjög afgerandi, þ.e. við eigum að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar stjórnarskránni," segir hún. Aðspurð um næstu skref í málinu segir Valgerður: „Það er semsagt sérfræðingahópur búinn að vinna síðan í júní að því að fara gaumgæfilega niður í þessar tillögur. Plagg af þessu tagi verður auðvitað að vera lagalega pottþétt. Ég á von á því á að þau geti skilað eftir tvær vikur, ekki síðar og þá kemur að þinginu að taka þetta til umræðu og ég á von á því að við getum lokið fyrstu umræðu fyrir jól alla vega," Málið hefur verið umdeilt á meðal þingmanna en Valgerður vonast eftir því að hægt verði að vinna málið á þinginu í góðri samvinnu allra. „Ég mun leggja mig alla fram um að það verði hægt. Vegna þess að nú verðum við að fara að huga að því hvernig við vinnum í þinginu og afla þinginu traust," segir hún.Þannig að þú ert bjartsýn á að það sé hægt að klára þetta mál fyrir alþingiskosningarnar í vor? „Já, það á alveg að vera hægt. Ég er bjartsýn á það já," sagði Valgerður Bjarnadóttir.
Tengdar fréttir Meirihluti sagði já við öllu Meirihluti kjósenda virðist hafa sagt já við öllum spurningum á kjörseðlinum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í gær. 21. október 2012 13:09 Jóhanna er stolt af þjóðinni Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að þingmenn verði mjög bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sökum þess hve afgerandi niðurstaðan var. 21. október 2012 13:26 Talning langt komin - 66% sögðu já Ríflegur meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað í gær til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni lýstu sig samþykk því að leggja tilllögur ráðsins til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 10:23 Salvör: Nú er mikilvægt að ná sátt um breytingar Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, er sátt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Hún telur mikilvægt að menn reyni nú að ná víðtækri samstöðu um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 11:41 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Meirihluti sagði já við öllu Meirihluti kjósenda virðist hafa sagt já við öllum spurningum á kjörseðlinum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í gær. 21. október 2012 13:09
Jóhanna er stolt af þjóðinni Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að þingmenn verði mjög bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sökum þess hve afgerandi niðurstaðan var. 21. október 2012 13:26
Talning langt komin - 66% sögðu já Ríflegur meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað í gær til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni lýstu sig samþykk því að leggja tilllögur ráðsins til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 10:23
Salvör: Nú er mikilvægt að ná sátt um breytingar Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, er sátt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Hún telur mikilvægt að menn reyni nú að ná víðtækri samstöðu um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 11:41