Innlent

Meirihluti sagði já við öllu

BBI skrifar
Af kjörstað í gær.
Af kjörstað í gær. Mynd/Pjetur
Meirihluti kjósenda virðist hafa sagt já við öllum spurningum á kjörseðlinum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í gær.

Allt bendir til þess að niðurstöðurnar séu nokkuð afgerandi. Almenningur vill því fara eftir tillögum stjórnlagaráðs í öllum atriðum nema þegar kemur að þjóðkirkjunni, en meirihluti er fyrir því að ákvæði um þjóðkirkjuna verði áfram í stjórnarskrá.

Kjörsókn á landinu öllu var 48,9% og er nú talningu atkvæða lokið í öllum kjördæmum nema í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Rúmlega 66% þeirra sem tóku afstöðu sögðu já við fyrstu spurningunni á kjörseðlinum, þ.e. hvor rétt væri að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá.

Afstaða þjóðarinnar var talsvert meira afgerandi í annarri spurningunni, þ.e. hvort rétt væri að lýsa þær náttúruauðlindir þjóðareign sem ekki eru í einkaeign. Ríflega 82% svara spurningunni játandi.

Þá voru flestir á því að ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskránni og einnig fékkst mikill hljómgrunnur fyrir því að persónukjör yrði heimilað í meira mæli en nú er.

Nokkur meirihluti, eða um 55% er einnig fyrir jöfnu vægi atkvæða, og um tveir þriðju hlutar þeirra sem kusu vilja að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.


Tengdar fréttir

Talning langt komin - 66% sögðu já

Ríflegur meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað í gær til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni lýstu sig samþykk því að leggja tilllögur ráðsins til grundvallar að nýrri stjórnarskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×