Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Hugrún Halldórsdóttir skrifar 21. október 2012 12:41 Á Siglufirði féll þessi stytta um koll og myndin fyrir ofan færðist til í einum skjálftanum. Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi en þeir eiga upptök sín um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Sá stærsti, að stærðinni fimm komma tveir, varð um hálftvöleytið í nótt og sá fannst greinilega víða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. „Hans var mjög harkalega vart á Siglufirði. Hann fannst mjög víða við utanverðan Eyjafjörð, Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu. Einhver þykist hafa orðið var við skjálftann hér í Reykjavík en það er mjög mikil næmni ef einnhver hefur orðið var við hann þar," segir Ragnar. Margir skjálftar hafa verið yfir þrír að stærð og mældist einn 3,5 nú rétt fyrir sjö í morgun. Um hálfellefuleytið mældist einn upp á þrjá og nú rétt fyrir tólf varð einn sem mældist þrír komma fimm. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eignum en skjálftarnir eru svokallaðir brotaskjálftar á þekktu jarðskjálftasvæði og ekki undanfari eldsumbrota. „Þessir skjálftar verða oft á bilinu 4-5. Þeir geta orðið það stórir en yfirleitt ekki stærri. Þetta er stærri svona hrina heldur en hefur orðið í sennilega tvo áratugi á þessum slóðum sem maður getur fullyrt," segir Ragnar. Heldur hefur dregið úr tíðni skjálftanna frá því klukkan hálf átta en hrinan gæti tekið sig upp aftur og ekki er hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir fjóra að stærð. Þá má búast við eftirskjálftum næstu daga og jafnvel vikur. „Það er nú lang líklegast að það gerist ekki mikið meira þarna á þessum slóðum núna. Hitt er svo annað mál að þessi hreyfing sem þarna verður getur haft áhrif á önnu svæði, til að ýta við öðrum svæðum," segir Ragnar og bendir í sömu andrá á að ekki sé langt í frekar stóran jarðskjálfta á Skjálfandaflóa, á svæðinu milli Húsavíkur og Flateyjar. „Það er ekkert sem við getum sagt að geti komið beint í kjölfar á þessu en það má segja að það er eðlilegt að hafa sérstaka gát í framhaldi af svona skjálftum," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Tengdar fréttir Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi en þeir eiga upptök sín um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Sá stærsti, að stærðinni fimm komma tveir, varð um hálftvöleytið í nótt og sá fannst greinilega víða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. „Hans var mjög harkalega vart á Siglufirði. Hann fannst mjög víða við utanverðan Eyjafjörð, Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu. Einhver þykist hafa orðið var við skjálftann hér í Reykjavík en það er mjög mikil næmni ef einnhver hefur orðið var við hann þar," segir Ragnar. Margir skjálftar hafa verið yfir þrír að stærð og mældist einn 3,5 nú rétt fyrir sjö í morgun. Um hálfellefuleytið mældist einn upp á þrjá og nú rétt fyrir tólf varð einn sem mældist þrír komma fimm. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eignum en skjálftarnir eru svokallaðir brotaskjálftar á þekktu jarðskjálftasvæði og ekki undanfari eldsumbrota. „Þessir skjálftar verða oft á bilinu 4-5. Þeir geta orðið það stórir en yfirleitt ekki stærri. Þetta er stærri svona hrina heldur en hefur orðið í sennilega tvo áratugi á þessum slóðum sem maður getur fullyrt," segir Ragnar. Heldur hefur dregið úr tíðni skjálftanna frá því klukkan hálf átta en hrinan gæti tekið sig upp aftur og ekki er hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir fjóra að stærð. Þá má búast við eftirskjálftum næstu daga og jafnvel vikur. „Það er nú lang líklegast að það gerist ekki mikið meira þarna á þessum slóðum núna. Hitt er svo annað mál að þessi hreyfing sem þarna verður getur haft áhrif á önnu svæði, til að ýta við öðrum svæðum," segir Ragnar og bendir í sömu andrá á að ekki sé langt í frekar stóran jarðskjálfta á Skjálfandaflóa, á svæðinu milli Húsavíkur og Flateyjar. „Það er ekkert sem við getum sagt að geti komið beint í kjölfar á þessu en það má segja að það er eðlilegt að hafa sérstaka gát í framhaldi af svona skjálftum," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.
Tengdar fréttir Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05
Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34