Íslenski boltinn

Logi fór út og ræddi við Veigar Pál

Hjörtur Hjartarson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Logi Ólafsson, nýr þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er nýkominn heim frá Noregi þar sem hann hitti meðal annars Veigar Pál Gunnarsson og ræddi við hann um að spila með Garðabæjarliðinu næsta sumar.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá munu viðræður Stjörnunnar og Veigars Páls hefjast öðru hvoru megin við helgina en áður hafði komið fram að Veigar Páll væri farinn að huga að heimför eftir tæpan áratug í atvinnumennsku.

Veigar Páll er Garðbæingur og spilaði með meistaraflokki Stjörnunnar á árunum 1996 til 2000. Hann reyndi síðan fyrir sér í eitt ár með Strömsgodset en kom síðan heim til að spila með KR frá 2002 til 2003. Hann hefur frá 2004 spilað í Evrópu þar af nær allan tímann í Noregi og nú síðasta með Stabæk.

Stjörnumenn eru nýbúnir að ganga frá samningi við framherjann Garðar Jóhannsson sem er sá hefur skorað flest mörk fyrir liðið undanfarin tvö ár. Veigar Páll og Garðar léku saman hjá bæðí Stjörnunni (1999-2000) og KR (2003) og urðu Íslandsmeistarar þegar þeir voru síðasta saman í liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×