Hugmyndafræðilegar rætur Þóroddur Bjarnason skrifar 9. nóvember 2012 11:26 mynd/vigfús birgisson Eggert Pétursson Gallerí i8 Það sem er nýtt við sýningu Eggerts Péturssonar, sem nú stendur yfir í i8 galleríi við Tryggvagötu, er að í henni er mikil regla og hugmyndafræðileg yfirvegun. Allar myndirnar á sýningunni eru jafnstórar, 100 x 80 sm, þær eru hengdar upp með jöfnu millibili á alla veggi sýningarsalarins, þær eru allar unnar með olíu á striga, umfjöllunarefnið er það sama í öllum myndum, blóm og jurtir, og þær eru allar án titils (áhugasamir geta reyndar fengið ýtarlegri upplýsingar baka til um tegundir jurta í myndunum). Síðasta sýning Eggerts í galleríinu var, eins og Eggert lýsir því sjálfur í texta í sýningarskrá, "fjörug". Þá voru 100 myndir sýndar og hengdar á víð og dreif um veggina, og af mismunandi stærð. Þessi sýning er "alvarlegri og leiðinlegri" ef notuð eru orð Eggerts sjálfs, og á þar við hið formfasta upphengi. Auk upphengisins þá hefur sýningin klassískara yfirbragð en oft áður þar sem veggir gallerísins eru málaðir í gráum lit, eins og algengt er á sýningum á sígildum málverkum í söfnum, og lýsingin er heit og kemur úr kösturum í loftinu. Hér eru því ýmsir kraftar að verki sem vert er að huga að áður en kemur að því að rýna í verkin sjálf. Eggert hefur málað myndir af íslenskum blómum, jurtum og gróðri í áratugi og hefur algera sérstöðu sem myndlistarmaður að þessu leyti. Hann vinnur verkin af einstakri alúð fyrir viðfangsefninu, eins og skynja má af texta í sýningarskrá, þar sem Eggert gefur meiri innsýn í það hvernig hann hugsar en ég hef áður séð. Honum hefur oft verið lýst sem áráttukenndum listamanni sem sökkvir sér ofan í viðfangsefnið og vinnur sífellt með sama hlutinn, aftur og aftur. Í þessu samhengi er gaman að minnast á ljósmyndaverk Williams Vegmans, en hann sló í gegn fyrir ljósmyndir af hundunum sínum. Einnig má nefna blýantsteikningar Ingólfs Arnarsonar, og grá einlit málverk Alans Charlton. Persónulega hef ég ávallt hrifist meira af verkum Eggerts sem eru hófstilltari í litum, annaðhvort mjög bjartar eða mjög dökkar, en þar fær maður til viðbótar við hið áráttukennda viðfangsefni upphafningu eða dramatík. Hin verkin, þau litríkari og "fígúratífari", eru samt töfrandi og jafnvel óraunveruleg. Ef það væri ekki fyrir orð Eggerts sjálfs í sýningarskrá, þá héldi maður að Eggert væri í mörgum málverkum á sýningunni að mála náttúruna "rósrauðum litum", en samkvæmt Eggerti eru þessir fantasíukenndu litir verkanna raunverulegir íslenskir litir. Skilaboðin hljóta því að vera þau að sýningargestir opni augun fyrir litbrigðum og galdri náttúrunnar, enda er það markmið Eggerts, eins og listamanna almennt, að sýna umhverfi sitt í nýju ljósi. Kastljósslýsingin í galleríinu lyftir litunum í myndunum upp þannig að þeir fá fulla útgeislun og þrívíða eiginleika. Að sama skapi má segja að myndirnar kunni ekki alveg við sig í þessu nýja reglufasta umhverfi í sýningarsalnum, eins og þeim liði kannski betur hver með annarri ef þær væru af ýmsum stærðum og minna tilstand væri í kringum þær. En þó að umhverfið passi einhvern veginn myndunum of vel, og þar með kannski illa um leið, þá má segja að ákveðin dirfska sé hér á ferð sem ættuð er úr hugmyndafræðilegum rótum Eggerts sem myndlistarmanns og þeirri staðreynd að Eggert hefur alltaf hugsað um sýningarnar sínar sem ákveðin rýmisverk, öfugt við það sem margir kynnu að halda. Eggert er rýmislistamaður að þessu leyti, ekki síður en málari. Þessi sýning er gott dæmi um það. Niðurstaða: Ægifögur og áráttukennd málverk sýnd í djörfu en regluföstu upphengi. Undirstrikar hugmyndafræðilegar rætur listamannsins. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Eggert Pétursson Gallerí i8 Það sem er nýtt við sýningu Eggerts Péturssonar, sem nú stendur yfir í i8 galleríi við Tryggvagötu, er að í henni er mikil regla og hugmyndafræðileg yfirvegun. Allar myndirnar á sýningunni eru jafnstórar, 100 x 80 sm, þær eru hengdar upp með jöfnu millibili á alla veggi sýningarsalarins, þær eru allar unnar með olíu á striga, umfjöllunarefnið er það sama í öllum myndum, blóm og jurtir, og þær eru allar án titils (áhugasamir geta reyndar fengið ýtarlegri upplýsingar baka til um tegundir jurta í myndunum). Síðasta sýning Eggerts í galleríinu var, eins og Eggert lýsir því sjálfur í texta í sýningarskrá, "fjörug". Þá voru 100 myndir sýndar og hengdar á víð og dreif um veggina, og af mismunandi stærð. Þessi sýning er "alvarlegri og leiðinlegri" ef notuð eru orð Eggerts sjálfs, og á þar við hið formfasta upphengi. Auk upphengisins þá hefur sýningin klassískara yfirbragð en oft áður þar sem veggir gallerísins eru málaðir í gráum lit, eins og algengt er á sýningum á sígildum málverkum í söfnum, og lýsingin er heit og kemur úr kösturum í loftinu. Hér eru því ýmsir kraftar að verki sem vert er að huga að áður en kemur að því að rýna í verkin sjálf. Eggert hefur málað myndir af íslenskum blómum, jurtum og gróðri í áratugi og hefur algera sérstöðu sem myndlistarmaður að þessu leyti. Hann vinnur verkin af einstakri alúð fyrir viðfangsefninu, eins og skynja má af texta í sýningarskrá, þar sem Eggert gefur meiri innsýn í það hvernig hann hugsar en ég hef áður séð. Honum hefur oft verið lýst sem áráttukenndum listamanni sem sökkvir sér ofan í viðfangsefnið og vinnur sífellt með sama hlutinn, aftur og aftur. Í þessu samhengi er gaman að minnast á ljósmyndaverk Williams Vegmans, en hann sló í gegn fyrir ljósmyndir af hundunum sínum. Einnig má nefna blýantsteikningar Ingólfs Arnarsonar, og grá einlit málverk Alans Charlton. Persónulega hef ég ávallt hrifist meira af verkum Eggerts sem eru hófstilltari í litum, annaðhvort mjög bjartar eða mjög dökkar, en þar fær maður til viðbótar við hið áráttukennda viðfangsefni upphafningu eða dramatík. Hin verkin, þau litríkari og "fígúratífari", eru samt töfrandi og jafnvel óraunveruleg. Ef það væri ekki fyrir orð Eggerts sjálfs í sýningarskrá, þá héldi maður að Eggert væri í mörgum málverkum á sýningunni að mála náttúruna "rósrauðum litum", en samkvæmt Eggerti eru þessir fantasíukenndu litir verkanna raunverulegir íslenskir litir. Skilaboðin hljóta því að vera þau að sýningargestir opni augun fyrir litbrigðum og galdri náttúrunnar, enda er það markmið Eggerts, eins og listamanna almennt, að sýna umhverfi sitt í nýju ljósi. Kastljósslýsingin í galleríinu lyftir litunum í myndunum upp þannig að þeir fá fulla útgeislun og þrívíða eiginleika. Að sama skapi má segja að myndirnar kunni ekki alveg við sig í þessu nýja reglufasta umhverfi í sýningarsalnum, eins og þeim liði kannski betur hver með annarri ef þær væru af ýmsum stærðum og minna tilstand væri í kringum þær. En þó að umhverfið passi einhvern veginn myndunum of vel, og þar með kannski illa um leið, þá má segja að ákveðin dirfska sé hér á ferð sem ættuð er úr hugmyndafræðilegum rótum Eggerts sem myndlistarmanns og þeirri staðreynd að Eggert hefur alltaf hugsað um sýningarnar sínar sem ákveðin rýmisverk, öfugt við það sem margir kynnu að halda. Eggert er rýmislistamaður að þessu leyti, ekki síður en málari. Þessi sýning er gott dæmi um það. Niðurstaða: Ægifögur og áráttukennd málverk sýnd í djörfu en regluföstu upphengi. Undirstrikar hugmyndafræðilegar rætur listamannsins.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira