Fótbolti

Celtic skellti Barca | Mögnuð endurkoma Man. Utd

Wanyama fagnar marki sínu í kvöld.
Wanyama fagnar marki sínu í kvöld.
Það var boðið upp á ævintýralegt kvöld í Meistaradeildinni. Hæst bar ótrúlegur sigur Celtic á Barcelona og svo kláraði Man. Utd lið Braga með þrem mörkum í uppbótartíma.

Celtic var nánast ekkert með boltann í kvöld en nýtti færin sín fullkomlega og varðist svo af krafti.

Það var ekkert sem benti til þess að Man. Utd myndi fá stig er Robin van Persie jafnaði í uppbótartíma. Rooney fiskaði svo víti og skoraði sjálfur úr spyrnunni. Hernandez skoraði svo seint.

Ellefu mínútum var bætt við leikinn þar sem rafmagnið fór af um tíma. Man. Utd var eina liðið sem tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum í kvöld.

Varamaðurinn Victor Moses tryggði Chelsea svo dramatískan sigur með skallamarki rétt áður en leikurinn var flautaður af.

Úrslit kvöldsins:

E-riðill

Chelsea - Shakhtar Donetsk 3-2

1-0 Fernando Torres (6.), 1-1 Willian (9.), 2-1 Oscar (40.), 2-2 Willian (46.), 3-2 Victor Moses (90.+3)

Juventus - Nordsjælland 4-0

1-0 Claudio Marchisio (6.), 2-0 Arturo Vidal (23.), 3-0 Sebastian Giovinco (37.), 4-0 Fabio Quaglirella (75.)

Staðan: Chelsea 7, Shakhtar 7, Juve 6, Nord­sjæ. 1.

f-riðill

FC Bayern - Lille 6-1

1-0 Bastian Schweinsteiger (5.), 2-0 Claudio Pizarro (18.), 3-0 Arjen Robben (23.), 4-0 Claudio Pizarro (28.), 5-0 Claudio Pizarro (33.), 5-1 Salomon Kalou (56.), 6-1 Toni Kroos (65.)

Valencia - Bate 4-2

1-0 Jonas (26.), 2-0 Roberto Soldado, víti (29.), 3-0 Sofiane Feghouli (51.), 3-1 Renan Bressani (52), 3-2 Dmitri Mozolevski (83.) (83.), 4-2 Sofiane Feghouli (86.).

Staðan: Valencia 9, Bayern 9, BATE 6, Lille 0.

G-riðill

Celtic - Barcelona 2-1

1-0 Victor Wanyama (21.), 2-0 Tony Watt (82.), 2-1 Lionel Messi (90.+1)

Benfica - Spartak Moskva 2-0

1-0 Oscar Cardozo (54.), 2-0 Oscar Cardozo (69.)

Staðan: Barcelona 9, Celtic 7, Benfica 4, Sparta 3.

H-riðill

Braga - Man. Utd 1-3

1-0 Alan, víti (48.), 1-1 Robin van Persie (90.+2) 1-2 Wayne Rooney, víti (90.+6), 1-3 Javier Hernandez (90.+14)

CFR Cluj - Galatasaray 1-3

0-1 Burak Yilmaz (18.), 1-1 Moudou Sougou (53.), 1-2 Burak Yilmaz (60.), 1-3 Burak Yilmaz (73.)

Staðan: Man. Utd. 12, Galat. 4, Cluj 4, Braga 3.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×