Nýverið greindi Vísir frá því að hinn 23 ára gamli Atli væri á leið frá Sönderjyske sem spilar í efstu deild Danmerkur til Belgíu þó svo að hann væri lykilmaður í liði sínu.
Zulte Waregem tapaði sínum fyrsta leik á nýhöfnu tímabili í Belgíu en setur stefnuna hátt og ætlar sér að komast upp í efstu deild Belgíu á næstu misserum. Þeir staðfestu í dag kaupin á Atla sem á að baki fjóra A-landsleiki.
Really excited for this new chapter in my career 🙏🏻 https://t.co/iIUhNmVYiw
— Atli Barkarson (@ABarkarson) August 19, 2024
Atli sjálfur hefur svo tjáð sig á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann segist spenntur fyrir næsta kafli ferli sínum.