Fótbolti

Atli Barkar spenntur fyrir næsta kafla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atli í leik með Sönderjyske.
Atli í leik með Sönderjyske. Sönderjyske

Vinstri bakvörðurinn Atli Barkarson er genginn í raðir belgíska B-deildarliðsins Zulte Waregem. Hann segist spenntur fyrir þessum næsta kafla á ferli sínum.

Nýverið greindi Vísir frá því að hinn 23 ára gamli Atli væri á leið frá Sönderjyske sem spilar í efstu deild Danmerkur til Belgíu þó svo að hann væri lykilmaður í liði sínu.

Zulte Waregem tapaði sínum fyrsta leik á nýhöfnu tímabili í Belgíu en setur stefnuna hátt og ætlar sér að komast upp í efstu deild Belgíu á næstu misserum. Þeir staðfestu í dag kaupin á Atla sem á að baki fjóra A-landsleiki.

Atli sjálfur hefur svo tjáð sig á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann segist spenntur fyrir næsta kafli ferli sínum.


Tengdar fréttir

Atli Barkar­son á leið til Belgíu

Atli Barkarson, leikmaður Sönderjyske í Danmörku, er á leið í belgíska boltann. Þar mun hann ganga í raðir B-deildarliðsins Zulte-Waregem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×