„Árbærinn er vaknaður“ Kári Mímisson skrifar 18. ágúst 2024 22:08 Fylkismenn unnu afar dýrmætan sigur í Kórnum í kvöld. vísir/Diego Fylkir vann mikilvægan 2-0 sigur á HK í kvöld í fallbaráttunni í Bestu deild karla nú í kvöld. Valur Páll Eiríksson ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Fylkis strax að leik loknum. „Mér líður rosalega vel núna. Þetta var öflugur sigur og ég er gríðarlega stoltur af drengjunum.“ Sagði kampakátur Rúnar Páll. Með sigrinum komst Fylkir af botninum og yfir HK en liðið situr þó enn í fallsæti en hefur þó fengið gott veganesti með sigrinum í kvöld fyrir baráttuna sem er framundan er. Fylkir lenti manni færri undir þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik eftir að hafa misst stjórnar á skapi sínu. Rúnar segir að liðið hafi áður þurft að leika manni færri í Kórnum og gert það vel. Hann segir sömuleiðis að lið sitt hafi styrkt sig við þetta mótlæti ásamt því að hrósa ungu mönnunum sem komu inn á í dag. „Við höfum lent áður manni færri hérna í Kórnum og átt okkar bestu leiki þannig. Við tvíefldumst við þetta og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Við héldum áfram að spila, ýta á þá og þora. Við þurftum sigur og gátum ekki farið að leggjast í vörn og sætt okkur við eitt stig. Við vorum að undirbúa að setja tvo framherja inn á þegar við skorum fyrra markið og í stöðunni 1-0 og einum færri þurftum við frekar að hugsa um að setja inn öflugri varnarmenn inn á. Þá koma Daði og Stebbi inn sem eru báðir bakverðir og þeir koma gríðarlega öflugir inn í þetta. Stefán og Þóroddur gera þetta frábærlega í seinna markinu. Þannig að ég get ekki verið stoltari og þetta gerir liðið okkar sterkara og stækkar breiddina hjá okkur. Þessir strákar koma inn á og gera þetta gríðarlega vel. Það sama gerði Teddi líka í síðasta leik og núna koma Daði og Stefán inn. Það er frábært þegar menn nýta möguleikana sína sem þeir fá.“ Veit það best sjálfur að hann gerði mistök Spurður að því hvort að hann eigi eftir að ræða þetta rauða spjald við Halldór gefur Rúnar ekki mikið fyrir það og segir að Halldór viti best að hann hafi gert mistök í dag. „Að sjálfsögðu ræði ég þetta við hann. Hann veit það best sjálfur að hann gerði mistök og óþarfi að leggja áherslu á það við hann. Þetta eru fullorðnir menn og óþarfi að skamma þá eins og lítil börn, hann veit þetta best sjálfur og við þurfum ekkert að fara yfir það frekar.“ Rúnar Páll Sigmundsson fylgist alvarlegur með leiknum í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Fylkir gerði svo gott sem út um leikinn þegar Þóroddur Víkingsson skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning frá hinum unga og efnilega Stefáni Gísla Stefánssyni. Hvað segir þjálfarinn um þetta mark? „Frábært mark. Vel gert hjá Matta að setja hann inn á Stefán sem átti frábæra fyrirgjöf á Þórodd sem klárar þetta fáránlega vel. Vel gert hjá þeim og enn og aftur þá er ég bara hrikalega ánægður með þennan sigur. Þetta gefur okkur aukinn kraft í þessa baráttu sem eftir er. Hver einasti leikur sem eftir er er bara úrslitaleikur. Við fórum inn í þennan leik sem slíkan. Nú er það FH á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna á heimavelli. Það var fullt af fólki sem kom að styðja okkur í dag þannig að Árbærinn er vaknaður og vonandi fáum við frábæran stuðning frá þeim í lokabaráttuna.“ Besta deild karla Fylkir HK Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
„Mér líður rosalega vel núna. Þetta var öflugur sigur og ég er gríðarlega stoltur af drengjunum.“ Sagði kampakátur Rúnar Páll. Með sigrinum komst Fylkir af botninum og yfir HK en liðið situr þó enn í fallsæti en hefur þó fengið gott veganesti með sigrinum í kvöld fyrir baráttuna sem er framundan er. Fylkir lenti manni færri undir þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik eftir að hafa misst stjórnar á skapi sínu. Rúnar segir að liðið hafi áður þurft að leika manni færri í Kórnum og gert það vel. Hann segir sömuleiðis að lið sitt hafi styrkt sig við þetta mótlæti ásamt því að hrósa ungu mönnunum sem komu inn á í dag. „Við höfum lent áður manni færri hérna í Kórnum og átt okkar bestu leiki þannig. Við tvíefldumst við þetta og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Við héldum áfram að spila, ýta á þá og þora. Við þurftum sigur og gátum ekki farið að leggjast í vörn og sætt okkur við eitt stig. Við vorum að undirbúa að setja tvo framherja inn á þegar við skorum fyrra markið og í stöðunni 1-0 og einum færri þurftum við frekar að hugsa um að setja inn öflugri varnarmenn inn á. Þá koma Daði og Stebbi inn sem eru báðir bakverðir og þeir koma gríðarlega öflugir inn í þetta. Stefán og Þóroddur gera þetta frábærlega í seinna markinu. Þannig að ég get ekki verið stoltari og þetta gerir liðið okkar sterkara og stækkar breiddina hjá okkur. Þessir strákar koma inn á og gera þetta gríðarlega vel. Það sama gerði Teddi líka í síðasta leik og núna koma Daði og Stefán inn. Það er frábært þegar menn nýta möguleikana sína sem þeir fá.“ Veit það best sjálfur að hann gerði mistök Spurður að því hvort að hann eigi eftir að ræða þetta rauða spjald við Halldór gefur Rúnar ekki mikið fyrir það og segir að Halldór viti best að hann hafi gert mistök í dag. „Að sjálfsögðu ræði ég þetta við hann. Hann veit það best sjálfur að hann gerði mistök og óþarfi að leggja áherslu á það við hann. Þetta eru fullorðnir menn og óþarfi að skamma þá eins og lítil börn, hann veit þetta best sjálfur og við þurfum ekkert að fara yfir það frekar.“ Rúnar Páll Sigmundsson fylgist alvarlegur með leiknum í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Fylkir gerði svo gott sem út um leikinn þegar Þóroddur Víkingsson skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning frá hinum unga og efnilega Stefáni Gísla Stefánssyni. Hvað segir þjálfarinn um þetta mark? „Frábært mark. Vel gert hjá Matta að setja hann inn á Stefán sem átti frábæra fyrirgjöf á Þórodd sem klárar þetta fáránlega vel. Vel gert hjá þeim og enn og aftur þá er ég bara hrikalega ánægður með þennan sigur. Þetta gefur okkur aukinn kraft í þessa baráttu sem eftir er. Hver einasti leikur sem eftir er er bara úrslitaleikur. Við fórum inn í þennan leik sem slíkan. Nú er það FH á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna á heimavelli. Það var fullt af fólki sem kom að styðja okkur í dag þannig að Árbærinn er vaknaður og vonandi fáum við frábæran stuðning frá þeim í lokabaráttuna.“
Besta deild karla Fylkir HK Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira