Björgólfur Thor og Róbert Wessman bera klæði á vopnin Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2012 18:30 Deilur Róberts Wessman og Björgólfs Thors má í raun rekja til þess þegar Róberti var sagt upp störfum sem forstjóra Actavis í ágúst 2008. Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. Upphaf hatramma deilna þeirra Róberts og Björgólfs Thors má rekja til þess að Róbert og félag Björgólfs, Novator Pharma, móðurfélag Actavis, gerðu með sér samning í júlí 2007 þar sem kveðið var á um að Róbert myndi kaupa 12 prósent hlutafjár í Novator Pharma þegar tilteknum ráðstöfunum á yfirtöku Actavis yrði lokið, en félagið stóð fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar á Actavis sumarið 2007, eins og frægt er orðið. Í samningnum var einnig mælt fyrir um að Róberti yrði tryggð árangursþóknun, svokallað success fee. Í ágúst 2008 var Róberti sagt upp sem forstjóra Actavis án tilefnis. Félag Bjórgólfs Thors, Novator Pharma, tilkynnti Róberti hinn 13. ágúst 2009 að vegna fjárhagslegrar stöðu gæti það ekki staðið við samninginn við hann. Í september 2009 tilkynnti Björgólfur Thor Róberti að Actavis væri yfirskuldsett og ekkert eigið fé væri eftir í strúktúr aflandsfélaga sem héldu á hlutabréfum Björgólfs í félaginu. Róbert höfðaði síðan mál á hendur Novator Pharma og öðru félagi í eigu Björgólfs Thors, Novator Pharma Holding. Hinn 7. mars voru félögin tvö, sem er í dag eignlaus, dæmd til að greiða Róberti 30 milljónir evra. Félag í eigu Björgólfs, BeeTeeBee Ltd., átti hins vegar einnig kröfu á hendur Róberti og sama dag var hann dæmdur til að greiða félaginu 7,7 milljónir evra. Þar sem félög Björgólfs sem héldu á eignarhlutnum í Actavis voru eignalaus, eftir að Deutsche Bank hafði tekið Actavis yfir að mestu leyti, og voru með takmarkaðri ábyrgð í þokkabót og Róbert var í persónulegri ábyrgð fyrir sinni skuld við BeeTeeBee Ltd. var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að semja. Í raun stóð hann frammi fyrir því að félag Björgólfs Thors gengi að persónulegum eignum hans, eins og húsi fjölskyldunnar, ef ekki yrði samið. Þeir hafa því gert með sér samkomulag og hefur Róbert gefið út skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði 810 milljóna króna, sem er á gjalddaga árið 2015. Þá hefur hann skuldbundið sig til að höfða ekki mál gegn 19 tilgreindum félögum í eigu Björgólfs. Samkomulagið hljóðar upp á fjárhæð sem er nokkuð lægri en dómkrafan hljóðaði upp á. Dæmd krafa var 7,7 milljónir evra með vöxtum. Með vöxtum hljóðar krafan á hendur Róberti upp á fjárhæð sem er vel yfir 10 milljónum evra. Róbert Wessman gaf ekki færi á viðtali. Björgólfur Thor vildi ekki tjá sig um málin að öðru leyti en því að um væri að ræða trúnaðarmál sem hafi verið lokið með samkomulagi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. Upphaf hatramma deilna þeirra Róberts og Björgólfs Thors má rekja til þess að Róbert og félag Björgólfs, Novator Pharma, móðurfélag Actavis, gerðu með sér samning í júlí 2007 þar sem kveðið var á um að Róbert myndi kaupa 12 prósent hlutafjár í Novator Pharma þegar tilteknum ráðstöfunum á yfirtöku Actavis yrði lokið, en félagið stóð fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar á Actavis sumarið 2007, eins og frægt er orðið. Í samningnum var einnig mælt fyrir um að Róberti yrði tryggð árangursþóknun, svokallað success fee. Í ágúst 2008 var Róberti sagt upp sem forstjóra Actavis án tilefnis. Félag Bjórgólfs Thors, Novator Pharma, tilkynnti Róberti hinn 13. ágúst 2009 að vegna fjárhagslegrar stöðu gæti það ekki staðið við samninginn við hann. Í september 2009 tilkynnti Björgólfur Thor Róberti að Actavis væri yfirskuldsett og ekkert eigið fé væri eftir í strúktúr aflandsfélaga sem héldu á hlutabréfum Björgólfs í félaginu. Róbert höfðaði síðan mál á hendur Novator Pharma og öðru félagi í eigu Björgólfs Thors, Novator Pharma Holding. Hinn 7. mars voru félögin tvö, sem er í dag eignlaus, dæmd til að greiða Róberti 30 milljónir evra. Félag í eigu Björgólfs, BeeTeeBee Ltd., átti hins vegar einnig kröfu á hendur Róberti og sama dag var hann dæmdur til að greiða félaginu 7,7 milljónir evra. Þar sem félög Björgólfs sem héldu á eignarhlutnum í Actavis voru eignalaus, eftir að Deutsche Bank hafði tekið Actavis yfir að mestu leyti, og voru með takmarkaðri ábyrgð í þokkabót og Róbert var í persónulegri ábyrgð fyrir sinni skuld við BeeTeeBee Ltd. var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að semja. Í raun stóð hann frammi fyrir því að félag Björgólfs Thors gengi að persónulegum eignum hans, eins og húsi fjölskyldunnar, ef ekki yrði samið. Þeir hafa því gert með sér samkomulag og hefur Róbert gefið út skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði 810 milljóna króna, sem er á gjalddaga árið 2015. Þá hefur hann skuldbundið sig til að höfða ekki mál gegn 19 tilgreindum félögum í eigu Björgólfs. Samkomulagið hljóðar upp á fjárhæð sem er nokkuð lægri en dómkrafan hljóðaði upp á. Dæmd krafa var 7,7 milljónir evra með vöxtum. Með vöxtum hljóðar krafan á hendur Róberti upp á fjárhæð sem er vel yfir 10 milljónum evra. Róbert Wessman gaf ekki færi á viðtali. Björgólfur Thor vildi ekki tjá sig um málin að öðru leyti en því að um væri að ræða trúnaðarmál sem hafi verið lokið með samkomulagi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira