Björgólfur Thor og Róbert Wessman bera klæði á vopnin Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2012 18:30 Deilur Róberts Wessman og Björgólfs Thors má í raun rekja til þess þegar Róberti var sagt upp störfum sem forstjóra Actavis í ágúst 2008. Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. Upphaf hatramma deilna þeirra Róberts og Björgólfs Thors má rekja til þess að Róbert og félag Björgólfs, Novator Pharma, móðurfélag Actavis, gerðu með sér samning í júlí 2007 þar sem kveðið var á um að Róbert myndi kaupa 12 prósent hlutafjár í Novator Pharma þegar tilteknum ráðstöfunum á yfirtöku Actavis yrði lokið, en félagið stóð fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar á Actavis sumarið 2007, eins og frægt er orðið. Í samningnum var einnig mælt fyrir um að Róberti yrði tryggð árangursþóknun, svokallað success fee. Í ágúst 2008 var Róberti sagt upp sem forstjóra Actavis án tilefnis. Félag Bjórgólfs Thors, Novator Pharma, tilkynnti Róberti hinn 13. ágúst 2009 að vegna fjárhagslegrar stöðu gæti það ekki staðið við samninginn við hann. Í september 2009 tilkynnti Björgólfur Thor Róberti að Actavis væri yfirskuldsett og ekkert eigið fé væri eftir í strúktúr aflandsfélaga sem héldu á hlutabréfum Björgólfs í félaginu. Róbert höfðaði síðan mál á hendur Novator Pharma og öðru félagi í eigu Björgólfs Thors, Novator Pharma Holding. Hinn 7. mars voru félögin tvö, sem er í dag eignlaus, dæmd til að greiða Róberti 30 milljónir evra. Félag í eigu Björgólfs, BeeTeeBee Ltd., átti hins vegar einnig kröfu á hendur Róberti og sama dag var hann dæmdur til að greiða félaginu 7,7 milljónir evra. Þar sem félög Björgólfs sem héldu á eignarhlutnum í Actavis voru eignalaus, eftir að Deutsche Bank hafði tekið Actavis yfir að mestu leyti, og voru með takmarkaðri ábyrgð í þokkabót og Róbert var í persónulegri ábyrgð fyrir sinni skuld við BeeTeeBee Ltd. var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að semja. Í raun stóð hann frammi fyrir því að félag Björgólfs Thors gengi að persónulegum eignum hans, eins og húsi fjölskyldunnar, ef ekki yrði samið. Þeir hafa því gert með sér samkomulag og hefur Róbert gefið út skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði 810 milljóna króna, sem er á gjalddaga árið 2015. Þá hefur hann skuldbundið sig til að höfða ekki mál gegn 19 tilgreindum félögum í eigu Björgólfs. Samkomulagið hljóðar upp á fjárhæð sem er nokkuð lægri en dómkrafan hljóðaði upp á. Dæmd krafa var 7,7 milljónir evra með vöxtum. Með vöxtum hljóðar krafan á hendur Róberti upp á fjárhæð sem er vel yfir 10 milljónum evra. Róbert Wessman gaf ekki færi á viðtali. Björgólfur Thor vildi ekki tjá sig um málin að öðru leyti en því að um væri að ræða trúnaðarmál sem hafi verið lokið með samkomulagi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. Upphaf hatramma deilna þeirra Róberts og Björgólfs Thors má rekja til þess að Róbert og félag Björgólfs, Novator Pharma, móðurfélag Actavis, gerðu með sér samning í júlí 2007 þar sem kveðið var á um að Róbert myndi kaupa 12 prósent hlutafjár í Novator Pharma þegar tilteknum ráðstöfunum á yfirtöku Actavis yrði lokið, en félagið stóð fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar á Actavis sumarið 2007, eins og frægt er orðið. Í samningnum var einnig mælt fyrir um að Róberti yrði tryggð árangursþóknun, svokallað success fee. Í ágúst 2008 var Róberti sagt upp sem forstjóra Actavis án tilefnis. Félag Bjórgólfs Thors, Novator Pharma, tilkynnti Róberti hinn 13. ágúst 2009 að vegna fjárhagslegrar stöðu gæti það ekki staðið við samninginn við hann. Í september 2009 tilkynnti Björgólfur Thor Róberti að Actavis væri yfirskuldsett og ekkert eigið fé væri eftir í strúktúr aflandsfélaga sem héldu á hlutabréfum Björgólfs í félaginu. Róbert höfðaði síðan mál á hendur Novator Pharma og öðru félagi í eigu Björgólfs Thors, Novator Pharma Holding. Hinn 7. mars voru félögin tvö, sem er í dag eignlaus, dæmd til að greiða Róberti 30 milljónir evra. Félag í eigu Björgólfs, BeeTeeBee Ltd., átti hins vegar einnig kröfu á hendur Róberti og sama dag var hann dæmdur til að greiða félaginu 7,7 milljónir evra. Þar sem félög Björgólfs sem héldu á eignarhlutnum í Actavis voru eignalaus, eftir að Deutsche Bank hafði tekið Actavis yfir að mestu leyti, og voru með takmarkaðri ábyrgð í þokkabót og Róbert var í persónulegri ábyrgð fyrir sinni skuld við BeeTeeBee Ltd. var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að semja. Í raun stóð hann frammi fyrir því að félag Björgólfs Thors gengi að persónulegum eignum hans, eins og húsi fjölskyldunnar, ef ekki yrði samið. Þeir hafa því gert með sér samkomulag og hefur Róbert gefið út skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði 810 milljóna króna, sem er á gjalddaga árið 2015. Þá hefur hann skuldbundið sig til að höfða ekki mál gegn 19 tilgreindum félögum í eigu Björgólfs. Samkomulagið hljóðar upp á fjárhæð sem er nokkuð lægri en dómkrafan hljóðaði upp á. Dæmd krafa var 7,7 milljónir evra með vöxtum. Með vöxtum hljóðar krafan á hendur Róberti upp á fjárhæð sem er vel yfir 10 milljónum evra. Róbert Wessman gaf ekki færi á viðtali. Björgólfur Thor vildi ekki tjá sig um málin að öðru leyti en því að um væri að ræða trúnaðarmál sem hafi verið lokið með samkomulagi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira