Fótbolti

Villa hefði getað misst fótinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Villa fagnar marki í leik með Barcelona í síðasta mánuði.
Villa fagnar marki í leik með Barcelona í síðasta mánuði. Nordic Photos / AFP
Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á David Villa, leikmanni Barcelona, eftir að sá síðarnefndi meiddist í fyrra segir að örlög hans hefðu mögulega getað orðið mun verri.

Villa fótbrotnaði í leik með Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan á síðasta ári. Hann flaug aftur heim til Spánar stuttu síðar og sagði læknirinn, Ramon Cugat, að það hefði verið stórhættulegt.

„Það hefði getað haft miklar og alvarlegar afleiðingar í för með sér ef það hefði komið mikil breyting á loftþrýstinginn í flugvélinni í svo mikilli hæð," sagði hann við spænska fjölmiðla.

„Í versta falli hefði það mögulega orðið til þess að það hefði þurft að taka af honum fótinn."

Hann lofaði Tito Vilanova, stjóra Barcelona, fyrir að nota Villa sparlega. „Hann hefur verið að koma honum aftur af stað, hægt og rólega. Villa er í betra formi nú en hann var í fyrir meiðslin og er það Vilanova að þakka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×