Meðfylgjandi myndir voru teknar á laugardaginn var þegar Katrín Júlíusdóttir bauð uppá vöfflur og kaffi í kosningamiðstöð sinni að Nýbýlavegi 24. Tilefnið var flokksval Samfylkingarinnar sem verður 9.-10.nóvember næstkomandi en Katrín sækist eftir 1.sæti á lista flokksins í suðvesturkjördæmi. Eins og sjá má mætti fjöldi manns og Katrín var í essinu sínu, geislandi með eiginmanninum Bjarna og tvíburunum þeirra.