Auðunn heimsmeistari í réttstöðulyftu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2012 22:44 Auðunn Jónsson á pallinum í kvöld. Mynd/Heimasíða Kraftlyftingasamband Íslands. Auðunn Jónsson úr Breiðabliki varð í kvöld heimsmeistari í réttstöðulyftu á síðasta degi HM í kraftlyftingum í Púertó Ríkó en hann varð jafnframt áttundi í samanlögðu eftir harða keppni. Auðunn setti þrjú Íslandsmet í úrslitunum, í samanlögðu, í hnébeygju og svo í réttstöðulyftu þar sem hann vann heimsmeistaratitilinn. Hér fyrir neðan má sjá brot af lýsingu á keppninni í kvöld af heimasíðu Kraftlyftingasambandi Íslands. Auðunn byrjaði á því að lyfta 390,0 kíló í hnébeygju og hafði ekkert fyrir því. Í annari lyftu setti hann nýtt Íslandsmet með að lyfta 412,5 kílóum álíka auðveldlega. Í þriðju tilraun reyndi hann við 417,5 kíló og virtist eiga inni fyrir því, en lyftan mistókst og hann endaði þess vegna með 412,5 kíló og 8.sæti. Á bekknum byrjaði Auðunn í 262,5 kg. Axlarmeiðsl hafa hrjáð hann undanfarið og enginn vissi hversu mikil áhrif það myndi hafa. Fyrsta lyftan 262,5 kg kláraðist örugglega án þess að vera verulega sannfærandi. Önnur lyftan (272.5 kg) mistókst en í þriðju tilraun mætti Auðunn ákveðinn til leiks og fékk þrjú hvít ljós á 275,0 kílóa lyftu. Hann var þar alveg við sinn besta árangur og það dugði í 8.sæti. Auðunn fór til Púertó Ríkó með þann ásetning að taka gullið í réttstöðulyftu. Hann byrjaði í 335,0 kíló svona upp á grínið og skildi svo keppinautana eftir í annarri tilraun með 362,5 kg sem er nýtt Íslandsmet. Það dugði til sigurs en Auðunn reyndi við 375,0 kíló í síðustu tilraun en þrátt fyrir hetjulegri baráttu hafði hann það ekki. Auðunn endaði síðan í 8.sæti í samalögðu á nýju Íslandsmeti (1050,0 kíló) en baráttan í flokknum var gríðarlega hörð. Íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Auðunn Jónsson úr Breiðabliki varð í kvöld heimsmeistari í réttstöðulyftu á síðasta degi HM í kraftlyftingum í Púertó Ríkó en hann varð jafnframt áttundi í samanlögðu eftir harða keppni. Auðunn setti þrjú Íslandsmet í úrslitunum, í samanlögðu, í hnébeygju og svo í réttstöðulyftu þar sem hann vann heimsmeistaratitilinn. Hér fyrir neðan má sjá brot af lýsingu á keppninni í kvöld af heimasíðu Kraftlyftingasambandi Íslands. Auðunn byrjaði á því að lyfta 390,0 kíló í hnébeygju og hafði ekkert fyrir því. Í annari lyftu setti hann nýtt Íslandsmet með að lyfta 412,5 kílóum álíka auðveldlega. Í þriðju tilraun reyndi hann við 417,5 kíló og virtist eiga inni fyrir því, en lyftan mistókst og hann endaði þess vegna með 412,5 kíló og 8.sæti. Á bekknum byrjaði Auðunn í 262,5 kg. Axlarmeiðsl hafa hrjáð hann undanfarið og enginn vissi hversu mikil áhrif það myndi hafa. Fyrsta lyftan 262,5 kg kláraðist örugglega án þess að vera verulega sannfærandi. Önnur lyftan (272.5 kg) mistókst en í þriðju tilraun mætti Auðunn ákveðinn til leiks og fékk þrjú hvít ljós á 275,0 kílóa lyftu. Hann var þar alveg við sinn besta árangur og það dugði í 8.sæti. Auðunn fór til Púertó Ríkó með þann ásetning að taka gullið í réttstöðulyftu. Hann byrjaði í 335,0 kíló svona upp á grínið og skildi svo keppinautana eftir í annarri tilraun með 362,5 kg sem er nýtt Íslandsmet. Það dugði til sigurs en Auðunn reyndi við 375,0 kíló í síðustu tilraun en þrátt fyrir hetjulegri baráttu hafði hann það ekki. Auðunn endaði síðan í 8.sæti í samalögðu á nýju Íslandsmeti (1050,0 kíló) en baráttan í flokknum var gríðarlega hörð.
Íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira