Handbolti

Strákarnir okkar hafa aldrei unnið í Rúmeníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Valli
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt til Rúmeníu þar sem íslenska liðið mætir heimamönnum í öðrum leik sínum í undankeppni EM í Danmörku 2014. Ísland vann átta marka sigur á Hvíta-Rússlandi á sama tíma og Rúmenar töpuðu með átta marka mun á móti Slóveníu.

Íslenska landsliðið hefur unnið síðustu fjóra leiki sína á móti Rúmeníu en þeir fóru allir fram utan Rúmeníu og einn af þeim var 24-23 sigur Íslands á Rúmenum í Kaplakrika í undankeppni EM 1996.

Strákarnir okkar hafa hinsvegar aldrei unnið í Rúmeníu því liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í landinu. Rúmenar unnu 21-19 sigur í Vilcea í fyrri leik liðanna í undankeppni EM 1996 og unnu líka báða vináttulandsleiki þjóðanna í febrúar 1968.

Nú er vonandi að íslenska karlalandsliðið takist að vinna sögulegan sigur í Rúmeníu í dag en leikurinn hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.

Leikir Íslands og Rúmeníu í Rúmeníu:

Mið. 27.sep.1995 í Vilcea Ísland - Rúmenía 19-21

Lau. 28.feb.1968 í Cluj Ísland - Rúmenía 14-23

Lau. 26.feb.1968 í Búkarest Ísland - Rúmenía 15-17




Fleiri fréttir

Sjá meira


×