Sport

Kristján tók silfrið á opna finnska mótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur.
Kristján Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur. Mynd/Júdósamband Íslands
Kristján Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur, tryggði sér í morgun silfurverðlaunin í -81 kílóa flokki á opna finnska meistaramótinu í júdó. Kristján tapaði fyrir heimamanni í úrslitaglímunni.

Kristján mætti Laamanen Aatu í fyrstu viðureign suinni. Kristján leiddi þá glímu og var yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir en þá náði Aatu að jafna og tryggja sér framlengingu þar sem hann vann á wazaari (7 stig).

Kristján vann síðan Sulander Petteri örugglega í næstu viðureign en hann tók hann á ippon (10 stig) eftir rúma mínútu. Petteri hafði áður unnið Aatu á yuko (5 stig) svo allir voru með einn vinning í riðlinum en Kristján var með flest tæknistigin svo hann vann riðilinn og komst í undanúrslitin.

Kristján mætti Vitaliy Inyushkin í undanúrslitunum og vann hann á yuko (5 stig) að loknum fullum glímutíma og var því kominn í úrslit.

Í úrslitinum mætti Kristán finnska júdómanninum Laamanen Eetu og var það hörkuviðureign. Eetu vann að lokum á ippon þegar Kristján sótti í bragð (harai goshi) og Eetu komst í mótbragð og skellti Kristjáni á bakið.

Viktori Bjarnasyni gekk ekki eins vel í -73kg flokki en hann tapaði fyrir Joonatan Gröndahl sem síðan tapaði næstu viðureign. Það var því engin uppreisnarglíma hjá Viktori og keppni lokið hjá honum eftir eina glímu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×