Vettel segir Alonso eiga titilinn jafn mikið skilið Birgir Þór Harðarson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Þeir skáluðu félagarnir þegar þeir stóðu báðir á verðlaunapalli í Þýskalandi í sumar. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1, segir keppinaut sinn, Fernando Alonso hjá Ferrari, eiga titilinn jafn mikið skilið og hann sjálfur. Báðir hafa ekið frábærlega í ár þó segja megi að Alonso hafi sýnt meiri áræðni. "Ef þú skoðar mótin sem þegar hafa verið ekin held ég að þau mót sem við höfum lent í vandræðum í séu jafn mörg," sagði Vettel. "Ég trúi því enn að sá sem á titilinn mest skilið sigri að lokum." Aðeins tvö mót eru eftir af tímabilinu. Alonso náði að klóra í bakkann í Abu Dhabi fyrir viku síðan og minnkaði þar forskot Vettel í tíu stig. Alonso hafði mest 42 stig í forskot á Vettel í sumar. "Ég vona að liðið mitt standi sig vel í þessum tveimur mótum sem eftir eru. Við erum í dauðafæri til að vinna tilinn." Sebastian Vettel mun ræsa sinn 100. kappakstur í Bandaríkjunum um næstu helgi. Hann er þegar orðinn tvöfaldur heimsmeistari og getur, með sigri þar og lélegum úrslitum Alonso, tryggt sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. "Þetta hefur allt liðið svo hratt," svaraði hann þegar þessi staðreynd var borin undir hann. "Eitt hundrað er stór tala - 100 kappakstrar hljómar mikið: 100 ræsingar og 100 sinnum í gegnum fyrstu beygju." Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1, segir keppinaut sinn, Fernando Alonso hjá Ferrari, eiga titilinn jafn mikið skilið og hann sjálfur. Báðir hafa ekið frábærlega í ár þó segja megi að Alonso hafi sýnt meiri áræðni. "Ef þú skoðar mótin sem þegar hafa verið ekin held ég að þau mót sem við höfum lent í vandræðum í séu jafn mörg," sagði Vettel. "Ég trúi því enn að sá sem á titilinn mest skilið sigri að lokum." Aðeins tvö mót eru eftir af tímabilinu. Alonso náði að klóra í bakkann í Abu Dhabi fyrir viku síðan og minnkaði þar forskot Vettel í tíu stig. Alonso hafði mest 42 stig í forskot á Vettel í sumar. "Ég vona að liðið mitt standi sig vel í þessum tveimur mótum sem eftir eru. Við erum í dauðafæri til að vinna tilinn." Sebastian Vettel mun ræsa sinn 100. kappakstur í Bandaríkjunum um næstu helgi. Hann er þegar orðinn tvöfaldur heimsmeistari og getur, með sigri þar og lélegum úrslitum Alonso, tryggt sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. "Þetta hefur allt liðið svo hratt," svaraði hann þegar þessi staðreynd var borin undir hann. "Eitt hundrað er stór tala - 100 kappakstrar hljómar mikið: 100 ræsingar og 100 sinnum í gegnum fyrstu beygju."
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira