NBA í nótt: Boston tapaði í slagsmálaleik gegn Brooklyn 29. nóvember 2012 09:04 Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni. Joe Johnson skoraði 18 stig fyrir Nets, Andray Blatche skoraði 17 og tók 13 fráköst. Paul Garnett skoraði 16 stig og tók 10 fráköst, Paul Pierce skoraði 14. Rondo náði að gefa þrjár stoðsendingar áður en hann var rekinn út. Þar með lauk 37 leikja hrinu hjá honum þar sem hann hafði náð að gefa 10 stoðsendingar eða fleiri að meðaltali í leik. Hann jafnað þar með við John Stockton sem náði 37 slíkum leikjum en Rondo virtist ætla að gera atlögu að meti Magic Johnson sem náði 46 leikjum í röð með +10 stoðsendinum í leik. Washington – Portland 84-82 Tólf leikja taphrinu Washington lauk með 84-82 sigri gegn Portland og er þetta fyrsti sigurleikur Washington á tímabilinu. Jordan Crawford skoraði 19 stig fyrir Washington. Emeka Okafor tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum þegar 40 sek. voru eftir af leiknum. New Jersey Nets á verstu byrjun í sögu NBA deildarinnar en liðið tapaði 18 fyrstu leikjum sínum í deildinni.Oklahoma – Houston 120-98 Oklahoma átti ekki í vandræðum með Houston á heimavelli þar sem að Kevin Durant skoraði 37 stig sem er met hjá honum í vetur. Þetta var fyrsti leikur James Harden á gamla heimavellinum eftir að hann fór frá Oklahoma til Houston í leikmannaskiptum. Harden skoraði 17 stig en hann hitti aðeins úr 3 af alls 16 skotum sínum utan af velli. Patrick Patterson skoraði 27 stig fyrir Houston.Chicago – Dallas 101-78 Það gengur ekkert hjá Dallas en liðið er enn án Dirk Nowitzki sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Chicago og hann tók 6 fráköst. Dallas hefur tapað 8 af síðustu 11 leikjum en liðið er með 7 sigurleiki og 9 tapleiki.Memphis – Toronto 103-82 Marreese Speights skoraði 18 stig og tók 12 fráköst fyrir Memphis. Marc Gasol og Zach Randolph skoruðu 17 stig hvor, en Randolph tók að auki 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Toronto með 16 stig en liðið hefur tapað 6 leikjum í röð. Andrea Bargnani lék ekki með Toronto vegna meiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af vegna ökklameiðsla.Milwaukee – New York 88-102 Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir New York en hann lék ekkert í fjórða leikhluta. Anthony tók 8 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann lék. Anthony er næst stigahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 29 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum. Steve Novak skoraði 19 stig fyrir New York og Tyson Chandler bætti við 17 stigum og tók hann 8 fráköst. Þriggja leikja taphrinu New York lauk með þessum sigri. Jason Kidd lék ekki með New York vegna meiðsla í baki.LA Clippers – Minnesota 101-95 Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir LA Clippers. Chauncey Billups lék sinn fyrsta leik með Clippers eftir að hann sleit hásin í byrjun febrúar á þessu ári. Billups skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á þeim 19 mínútum sem hann lék. Blake Griffin skoraði 18 stig og tók 6 fráköst fyrir Clippers en hann skoraði aðeins 4 stig í tapleik gegn New Orleans á mánudag – sem er lægsta stigaskor hans á ferlinum. Kevin Love skoraði 19 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota en hann hefur skorað 23 stig að meðaltali í leik og tekið 15,6 fráköst frá því hann hóf að leika að nýju eftir handarbrot. Detroit – Phoenix 117-77 Atlanta – Charlotte 94-91 Orlando – San Antonio 89-110 New Orleans – Utah 84-96 NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni. Joe Johnson skoraði 18 stig fyrir Nets, Andray Blatche skoraði 17 og tók 13 fráköst. Paul Garnett skoraði 16 stig og tók 10 fráköst, Paul Pierce skoraði 14. Rondo náði að gefa þrjár stoðsendingar áður en hann var rekinn út. Þar með lauk 37 leikja hrinu hjá honum þar sem hann hafði náð að gefa 10 stoðsendingar eða fleiri að meðaltali í leik. Hann jafnað þar með við John Stockton sem náði 37 slíkum leikjum en Rondo virtist ætla að gera atlögu að meti Magic Johnson sem náði 46 leikjum í röð með +10 stoðsendinum í leik. Washington – Portland 84-82 Tólf leikja taphrinu Washington lauk með 84-82 sigri gegn Portland og er þetta fyrsti sigurleikur Washington á tímabilinu. Jordan Crawford skoraði 19 stig fyrir Washington. Emeka Okafor tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum þegar 40 sek. voru eftir af leiknum. New Jersey Nets á verstu byrjun í sögu NBA deildarinnar en liðið tapaði 18 fyrstu leikjum sínum í deildinni.Oklahoma – Houston 120-98 Oklahoma átti ekki í vandræðum með Houston á heimavelli þar sem að Kevin Durant skoraði 37 stig sem er met hjá honum í vetur. Þetta var fyrsti leikur James Harden á gamla heimavellinum eftir að hann fór frá Oklahoma til Houston í leikmannaskiptum. Harden skoraði 17 stig en hann hitti aðeins úr 3 af alls 16 skotum sínum utan af velli. Patrick Patterson skoraði 27 stig fyrir Houston.Chicago – Dallas 101-78 Það gengur ekkert hjá Dallas en liðið er enn án Dirk Nowitzki sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Chicago og hann tók 6 fráköst. Dallas hefur tapað 8 af síðustu 11 leikjum en liðið er með 7 sigurleiki og 9 tapleiki.Memphis – Toronto 103-82 Marreese Speights skoraði 18 stig og tók 12 fráköst fyrir Memphis. Marc Gasol og Zach Randolph skoruðu 17 stig hvor, en Randolph tók að auki 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Toronto með 16 stig en liðið hefur tapað 6 leikjum í röð. Andrea Bargnani lék ekki með Toronto vegna meiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af vegna ökklameiðsla.Milwaukee – New York 88-102 Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir New York en hann lék ekkert í fjórða leikhluta. Anthony tók 8 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann lék. Anthony er næst stigahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 29 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum. Steve Novak skoraði 19 stig fyrir New York og Tyson Chandler bætti við 17 stigum og tók hann 8 fráköst. Þriggja leikja taphrinu New York lauk með þessum sigri. Jason Kidd lék ekki með New York vegna meiðsla í baki.LA Clippers – Minnesota 101-95 Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir LA Clippers. Chauncey Billups lék sinn fyrsta leik með Clippers eftir að hann sleit hásin í byrjun febrúar á þessu ári. Billups skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á þeim 19 mínútum sem hann lék. Blake Griffin skoraði 18 stig og tók 6 fráköst fyrir Clippers en hann skoraði aðeins 4 stig í tapleik gegn New Orleans á mánudag – sem er lægsta stigaskor hans á ferlinum. Kevin Love skoraði 19 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota en hann hefur skorað 23 stig að meðaltali í leik og tekið 15,6 fráköst frá því hann hóf að leika að nýju eftir handarbrot. Detroit – Phoenix 117-77 Atlanta – Charlotte 94-91 Orlando – San Antonio 89-110 New Orleans – Utah 84-96
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins