Sport

Ray Lewis spilar aftur í ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/AP
Ray Lewis, varnarmaðurinn öflugi í NFL-liði Baltimore Ravens, hefur ekki sagt sitt síðasta.

Lewis er einn þekktasti leikmaður NFL-deildarinnar en þessi 37 ára kappi hefur alla sína tíð leiki með Baltimore.

Hann reif þríhöfða í upphandlegg í leik með liðinu fyrr í haust og var þá óttast að Lewis myndi ekki spila meira á tímabilniu. Jafnvel var óttast að ferli hans væri lokið en hann hefur spilað í sextán ár í NFL-deildinni.

En nú segir John Harbaugh, þjálfari Baltimore, að Lewis verði jafnvel orðinn leikfær um miðjan næsta mánuð.

„Það er mögulegt. Við getum ekki notað Ray fyrr en hann er leikfær en ef hann kemur sér aftur í gang viljum við gjarnan nota hann," sagði Harbaugh.

Baltimore hefur spilað mjög vel þetta tímabilið og hefur unnið níu leiki af ellefu. Liðið er nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og myndi endurkoma Lewis styrkja liðið mikið fyrir baráttuna í henni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×