Dansað í rökkrinu Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 26. nóvember 2012 11:41 Gagnrýnandi segir kærkomið að sjá verk eftir upprennandi höfunda en veltir því fyrir sér hvort eini atvinnudansflokkur landsins eigi að setja upp verk óþekktra höfunda. Á nýju sviði Íslenski dansflokkurinnNÝJA SVIÐ BORGARLEIKHÚSSINS Fimmtudaginn 22. nóvember frumsýndi Íslenski dansflokkurinn fjögur dansverk eftir sex unga og upprennandi danshöfunda. Kærkomið tækifæri fyrir þessa höfunda og áhugavert að sjá en það má þó spyrja sig hvort Íslenski dansflokkurinn, eini atvinnudansflokkur landsins, eigi að setja upp verk óþekktra danshöfunda og jafnvel dansnemenda. Það er ekki yfir þessum einstaklingum að klaga heldur er gagnrýnisvert að ekki sé nægt fé veitt til listgreinarinnar til þess að ÍD geti boðið upp á danssýningar allt árið þar sem atvinnudansarar dansa verk eftir atvinnudanshöfunda. Fyrsta verk kvöldsins, Til eftir Frank Fannar Pedersen, var grípandi og fallegt, sérstaklega fyrri hlutinn. Búningar hefðu mátt vera meira afgerandi og lýsingin skýrari. Innkoma Ásgeirs í rólunni varð til dæmis ekki eins áhrifamikil og efni stóðu til vegna þess að hún var of dökk. Frank sýnir með verkinu þroska í danssmíðum sem er áhugavert hjá ungum danslistamanni. Næst kom ...Og þá aldrei framar eftir Steve Lorenz. Það verk var ljúft en áhrifamikið með flæðandi og fallegum hreyfingum. Það voru mörg eftirtektarverð augnablik í verkinu, ekki síst upphafið og endirinn, en í meginkaflanum hefði mátt skerpa áherslur. Lýsinguna skorti aftur styrk og skýrleika til að hún næði að styðja hreyfingarnar og stemminguna. Steve hefur sýnt að hann er mjög efnilegur danshöfundur. Síðasta verkið fyrir hlé var Allegro con brio eftir Karl Friðrik Hjaltason. Það var skondið verk og mjög áhorfendavænt enda hafði það persónur og leikræna tjáningu, leikmynd, búninga og húmor. Flott byrjandaverk. Ótta eftir þau Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabetu Gunnarsdóttur var síðasta verkið á boðstólum. Danssköpunin var mjög flott en það voru hnökrar í notkun rýmis í tengslum við lýsingu og tónlistarval. Verkið fjallar um andvökuna og gaf tóninn strax í upphafi þar sem einn dansari "bylti" sér undir dúndrandi tónlist úr næstu íbúð. Í verkinu er síðan skyggnst inn í heim fleiri sem ná ekki að hverfa á náðir svefnsins þar til í lokin að allt fellur í ró. Þó framvinda verksins væri skemmtileg hefði mátt halda fastar í stemmingu, söguna sem lagt var upp með í upphafi. Þetta var þarna einhvers staðar en ekki nægilega skýrt. Veröldin sem dansinn fór fram í var byggð upp á ljósferningum á gólfinu. Ferningarnir virkuðu eins og gluggar sem sýndu mismunandi heima og komu mjög vel út, sérstaklega í upphafi verksins. Þegar líða tók að lokum urðu tengslin á milli dansins og lýsingarinnar óskýrari sem gerði erfiðara fyrir áhorfandann að sjá hreyfingar dansaranna. Muskulegir búningarnir hjálpuðu þar ekki til. Sýningin Íslenska dansflokksins var í raun ágætis sýning þó að hún væri ekki hnökralaus. Dansinn var í fyrirrúmi og dansararnir sýndu hvers þeir eru megnugir, sérstaklega þeir reyndari. Umgjörð sýningarinnar var ágalli hennar og gerði hana litlausari en efni stóðu til. Niðurstaða: Ágæt sýning en ekki án hnökra, þar sem umgjörðin spillti helst fyrir. Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Á nýju sviði Íslenski dansflokkurinnNÝJA SVIÐ BORGARLEIKHÚSSINS Fimmtudaginn 22. nóvember frumsýndi Íslenski dansflokkurinn fjögur dansverk eftir sex unga og upprennandi danshöfunda. Kærkomið tækifæri fyrir þessa höfunda og áhugavert að sjá en það má þó spyrja sig hvort Íslenski dansflokkurinn, eini atvinnudansflokkur landsins, eigi að setja upp verk óþekktra danshöfunda og jafnvel dansnemenda. Það er ekki yfir þessum einstaklingum að klaga heldur er gagnrýnisvert að ekki sé nægt fé veitt til listgreinarinnar til þess að ÍD geti boðið upp á danssýningar allt árið þar sem atvinnudansarar dansa verk eftir atvinnudanshöfunda. Fyrsta verk kvöldsins, Til eftir Frank Fannar Pedersen, var grípandi og fallegt, sérstaklega fyrri hlutinn. Búningar hefðu mátt vera meira afgerandi og lýsingin skýrari. Innkoma Ásgeirs í rólunni varð til dæmis ekki eins áhrifamikil og efni stóðu til vegna þess að hún var of dökk. Frank sýnir með verkinu þroska í danssmíðum sem er áhugavert hjá ungum danslistamanni. Næst kom ...Og þá aldrei framar eftir Steve Lorenz. Það verk var ljúft en áhrifamikið með flæðandi og fallegum hreyfingum. Það voru mörg eftirtektarverð augnablik í verkinu, ekki síst upphafið og endirinn, en í meginkaflanum hefði mátt skerpa áherslur. Lýsinguna skorti aftur styrk og skýrleika til að hún næði að styðja hreyfingarnar og stemminguna. Steve hefur sýnt að hann er mjög efnilegur danshöfundur. Síðasta verkið fyrir hlé var Allegro con brio eftir Karl Friðrik Hjaltason. Það var skondið verk og mjög áhorfendavænt enda hafði það persónur og leikræna tjáningu, leikmynd, búninga og húmor. Flott byrjandaverk. Ótta eftir þau Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabetu Gunnarsdóttur var síðasta verkið á boðstólum. Danssköpunin var mjög flott en það voru hnökrar í notkun rýmis í tengslum við lýsingu og tónlistarval. Verkið fjallar um andvökuna og gaf tóninn strax í upphafi þar sem einn dansari "bylti" sér undir dúndrandi tónlist úr næstu íbúð. Í verkinu er síðan skyggnst inn í heim fleiri sem ná ekki að hverfa á náðir svefnsins þar til í lokin að allt fellur í ró. Þó framvinda verksins væri skemmtileg hefði mátt halda fastar í stemmingu, söguna sem lagt var upp með í upphafi. Þetta var þarna einhvers staðar en ekki nægilega skýrt. Veröldin sem dansinn fór fram í var byggð upp á ljósferningum á gólfinu. Ferningarnir virkuðu eins og gluggar sem sýndu mismunandi heima og komu mjög vel út, sérstaklega í upphafi verksins. Þegar líða tók að lokum urðu tengslin á milli dansins og lýsingarinnar óskýrari sem gerði erfiðara fyrir áhorfandann að sjá hreyfingar dansaranna. Muskulegir búningarnir hjálpuðu þar ekki til. Sýningin Íslenska dansflokksins var í raun ágætis sýning þó að hún væri ekki hnökralaus. Dansinn var í fyrirrúmi og dansararnir sýndu hvers þeir eru megnugir, sérstaklega þeir reyndari. Umgjörð sýningarinnar var ágalli hennar og gerði hana litlausari en efni stóðu til. Niðurstaða: Ágæt sýning en ekki án hnökra, þar sem umgjörðin spillti helst fyrir.
Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira