Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2012 21:41 Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. Upphaflega stóð til að hún sækti skóla á Hólmavík, sem hefði þýtt að pabbi hennar hefði getað sótt hana á vélsleða um helgar, en sú lausn gekk ekki upp, og var þá leitað til ættingja í Reykjavík. Edda Hafsteinsdóttir lýsti blendnum tilfinningum gagnvart framtíðinni í hreppnum og viðurkenndi að hún væri meyr vegna aðskilnaðarins við einkadótturina. Fram kom að þær mæðgur væru mjög nánar og þær spjölluðu saman minnst 1-2 sinnum á dag á „skype". Dóttirin, Júlíana, hefði samt ekki viljað skipta og taka tíunda bekk í Árneshreppi þar sem núna kynntist hún mun fleiri krökkum og fjölbreyttara félagslífi í Reykjavík. Um tíma voru hún og önnur stúlka einu nemendur Finnbogastaðaskóla. Spurð hvort hún sæi fyrir sér framtíðarbúsetu í Árneshreppi kvaðst hún telja að svo gæti vel verið. „Ef ég finn mér einhvern bóndakarl, þá flyt ég sennilega norður," svaraði Júlíana hlæjandi. Hún sagði að aðskilnaðurinn væri erfiðari fyrir mömmu. „En mér finnst það líka hræðilega erfitt að vera ein." Þetta var seinni þáttur af tveimur um mannlíf í þessu fámennasta og einu afskekktasta sveitarfélagi landsins. Íbúar hreppsins eru fjörutíu í vetur og þeir virðast staðráðnir í að gera sitt til að verja byggðina. Sjónum var meðal annars beint að ferðaþjónustu, en þegar Stöðvar 2-menn heimsóttu Árneshrepp um miðjan októbermánuð, mættu þeir einnig erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. Margrét Jónsdóttir, sem rekur gistiheimili á Bergistanga ásamt Gunnsteini Gíslasyni, eiginmanni sínum, skýrði frá því að ferðamenn væra að koma í gistingu utan sumartímans og væru alsælir, og skipti þá engu hvernig veðrið væri. Þeir færu jafnan beint i sundlaugina á Krossnesi, sem væri orðin víðfræg. Hótel Djúpavík, sem opnað var fyrir 27 árum, var lengi eina fyrirtækið í ferðaþjónustu í hreppnum en nú grípa fleiri tækifærin sem gefast, þeirra á meðal Arinbjörn Bernharðsson smiður, sem er að byggja upp gistiþjónustu á jörð sinni, Norðurfirði 1. Hjónin á Bergistanga, Margrét og Gunnsteinn, hafa líka fært út kvíarnar. Þau gerðu upp gamla kjötfrystihúsið og breyttu í gistiheimili með 20 kojum og eldunaraðstöðu og voru þokkalega ánægð með aðsóknina í sumar. Árneshreppur Börn og uppeldi Um land allt Tengdar fréttir Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. Upphaflega stóð til að hún sækti skóla á Hólmavík, sem hefði þýtt að pabbi hennar hefði getað sótt hana á vélsleða um helgar, en sú lausn gekk ekki upp, og var þá leitað til ættingja í Reykjavík. Edda Hafsteinsdóttir lýsti blendnum tilfinningum gagnvart framtíðinni í hreppnum og viðurkenndi að hún væri meyr vegna aðskilnaðarins við einkadótturina. Fram kom að þær mæðgur væru mjög nánar og þær spjölluðu saman minnst 1-2 sinnum á dag á „skype". Dóttirin, Júlíana, hefði samt ekki viljað skipta og taka tíunda bekk í Árneshreppi þar sem núna kynntist hún mun fleiri krökkum og fjölbreyttara félagslífi í Reykjavík. Um tíma voru hún og önnur stúlka einu nemendur Finnbogastaðaskóla. Spurð hvort hún sæi fyrir sér framtíðarbúsetu í Árneshreppi kvaðst hún telja að svo gæti vel verið. „Ef ég finn mér einhvern bóndakarl, þá flyt ég sennilega norður," svaraði Júlíana hlæjandi. Hún sagði að aðskilnaðurinn væri erfiðari fyrir mömmu. „En mér finnst það líka hræðilega erfitt að vera ein." Þetta var seinni þáttur af tveimur um mannlíf í þessu fámennasta og einu afskekktasta sveitarfélagi landsins. Íbúar hreppsins eru fjörutíu í vetur og þeir virðast staðráðnir í að gera sitt til að verja byggðina. Sjónum var meðal annars beint að ferðaþjónustu, en þegar Stöðvar 2-menn heimsóttu Árneshrepp um miðjan októbermánuð, mættu þeir einnig erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. Margrét Jónsdóttir, sem rekur gistiheimili á Bergistanga ásamt Gunnsteini Gíslasyni, eiginmanni sínum, skýrði frá því að ferðamenn væra að koma í gistingu utan sumartímans og væru alsælir, og skipti þá engu hvernig veðrið væri. Þeir færu jafnan beint i sundlaugina á Krossnesi, sem væri orðin víðfræg. Hótel Djúpavík, sem opnað var fyrir 27 árum, var lengi eina fyrirtækið í ferðaþjónustu í hreppnum en nú grípa fleiri tækifærin sem gefast, þeirra á meðal Arinbjörn Bernharðsson smiður, sem er að byggja upp gistiþjónustu á jörð sinni, Norðurfirði 1. Hjónin á Bergistanga, Margrét og Gunnsteinn, hafa líka fært út kvíarnar. Þau gerðu upp gamla kjötfrystihúsið og breyttu í gistiheimili með 20 kojum og eldunaraðstöðu og voru þokkalega ánægð með aðsóknina í sumar.
Árneshreppur Börn og uppeldi Um land allt Tengdar fréttir Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07