Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2012 20:13 Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. Ráðherrann segir að stærstu viðskiptatækifæri sem Ísland geti nýtt sér á þessari öld tengist heimsskautasvæðunum. Það séu fyrst og fremst olía og gas en einnig siglingar og flug. Og ráðherrann upplýsti að Asíuþjóðir hefðu sýnt áhuga á að fjárfesta í höfnum á Íslandi. Hann sagði í viðtali við Stöð 2 það ekkert launungarmál að meðal þeirra væru Kínverjar. Í kjölfar þess að ísbrjóturinn Snjódrekinn hefði komið hingað síðastliðið sumar hefðu verið hér á ferðinni fulltrúar mjög stórra skipafélaga, þeirra stærstu í heimi, sem hefðu átt viðræður við stjórnvöld, og býst hann við frekari tíðindum af þessum málum á næsta ári. Þeir hefðu áhuga á að þróa með Íslendingum hafnaraðstöðu. „Vegna þess að þeir eru sömu skoðunar og við Íslendingar að fyrsta leiðin sem verði fær sé miðleiðin svokallaða sem liggur beina leið yfir Norðurpólinn," segir Össur. Oftast er rætt um norðvesturleiðina meðfram Kanada og norðurleiðina meðfram Síberíu en miðleiðin þýddi að Ísland yrði í lykilstöðu. En hvernig líst Össuri á að fá kínverska fjárfestingu í íslenskum höfnum? „Mér líst ekki illa á það," svarar ráðherrann en segir fleiri þjóðir hafa áhuga. Hann nefnir Singapúr og Dubai og einnig hafi stórfyrirtæki í Evrópu verið á ferðinni á Íslandi í sömu erindagjörðum. Tengdar fréttir Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. Ráðherrann segir að stærstu viðskiptatækifæri sem Ísland geti nýtt sér á þessari öld tengist heimsskautasvæðunum. Það séu fyrst og fremst olía og gas en einnig siglingar og flug. Og ráðherrann upplýsti að Asíuþjóðir hefðu sýnt áhuga á að fjárfesta í höfnum á Íslandi. Hann sagði í viðtali við Stöð 2 það ekkert launungarmál að meðal þeirra væru Kínverjar. Í kjölfar þess að ísbrjóturinn Snjódrekinn hefði komið hingað síðastliðið sumar hefðu verið hér á ferðinni fulltrúar mjög stórra skipafélaga, þeirra stærstu í heimi, sem hefðu átt viðræður við stjórnvöld, og býst hann við frekari tíðindum af þessum málum á næsta ári. Þeir hefðu áhuga á að þróa með Íslendingum hafnaraðstöðu. „Vegna þess að þeir eru sömu skoðunar og við Íslendingar að fyrsta leiðin sem verði fær sé miðleiðin svokallaða sem liggur beina leið yfir Norðurpólinn," segir Össur. Oftast er rætt um norðvesturleiðina meðfram Kanada og norðurleiðina meðfram Síberíu en miðleiðin þýddi að Ísland yrði í lykilstöðu. En hvernig líst Össuri á að fá kínverska fjárfestingu í íslenskum höfnum? „Mér líst ekki illa á það," svarar ráðherrann en segir fleiri þjóðir hafa áhuga. Hann nefnir Singapúr og Dubai og einnig hafi stórfyrirtæki í Evrópu verið á ferðinni á Íslandi í sömu erindagjörðum.
Tengdar fréttir Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51
Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45