Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2012 19:15 Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. Nokkrir einstaklingar freista þess nú að spyrna við fæti og þeim tókst að sannfæra bæjarstjórnina um að hætta við að rífa gamla frystihúsið og leyfa þeim í staðinn að koma á fót nýrri starfsemi. Rósa Valtingojer og maðurinn hennar, Zdenek Paták frá Tékklandi, hófu verkefnið í frystihúsinu; - að byggja upp sköpunarmiðstöð. Rósa lýsir því í viðtali á Stöð 2 í hverju það felst en meðal annars verður boðið upp á listamannaíbúðir fyrir jafn innlenda sem erlenda listamenn til tímabundinnar dvalar á Stöðvarfirði. Fyrstu viðbrögð lofa góðu. Þótt þetta hafi ekki enn verið auglýst eru umsóknir þegar farnar að berast utan úr heimi. Þá hefur ungt íslenskt par flutt til Stöðvarfjarðar og keypt sér hús þar vegna sköpunarmiðstöðvarinnar. Rósa er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og vann á sínum tíma í frystihúsinu þegar það var stærsti vinnustaður byggðarinnar. Hún er dóttir myndlistarmannsins Ríkharðs Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur kennara sem settust að á Stöðvarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Þau opnuðu fljótlega gallerí sem var eitt hið fyrsta á landsbyggðinni. Þeim sem vilja styrkja verkefnið er bent á bankareikning Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bankanúmer: 171-26-606 kt: 450711 0390. Fjallað verður meira um Stöðvarfjörð og Austurland í þættinum „Um land allt" á sunnudagskvöld. Fjarðabyggð Um land allt Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. Nokkrir einstaklingar freista þess nú að spyrna við fæti og þeim tókst að sannfæra bæjarstjórnina um að hætta við að rífa gamla frystihúsið og leyfa þeim í staðinn að koma á fót nýrri starfsemi. Rósa Valtingojer og maðurinn hennar, Zdenek Paták frá Tékklandi, hófu verkefnið í frystihúsinu; - að byggja upp sköpunarmiðstöð. Rósa lýsir því í viðtali á Stöð 2 í hverju það felst en meðal annars verður boðið upp á listamannaíbúðir fyrir jafn innlenda sem erlenda listamenn til tímabundinnar dvalar á Stöðvarfirði. Fyrstu viðbrögð lofa góðu. Þótt þetta hafi ekki enn verið auglýst eru umsóknir þegar farnar að berast utan úr heimi. Þá hefur ungt íslenskt par flutt til Stöðvarfjarðar og keypt sér hús þar vegna sköpunarmiðstöðvarinnar. Rósa er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og vann á sínum tíma í frystihúsinu þegar það var stærsti vinnustaður byggðarinnar. Hún er dóttir myndlistarmannsins Ríkharðs Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur kennara sem settust að á Stöðvarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Þau opnuðu fljótlega gallerí sem var eitt hið fyrsta á landsbyggðinni. Þeim sem vilja styrkja verkefnið er bent á bankareikning Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bankanúmer: 171-26-606 kt: 450711 0390. Fjallað verður meira um Stöðvarfjörð og Austurland í þættinum „Um land allt" á sunnudagskvöld.
Fjarðabyggð Um land allt Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira