Skorið niður til öryggismála á meðan sjálfboðaliðar tryggja öryggi ferðamanna Karen Kjartansdóttir skrifar 9. desember 2012 18:48 Álagið eykst stöðugt á sjálfboðaliða sem sinna öryggi ferðamanna hérlendis á sama tíma og stjórnvöld skera niður til öryggismála. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir skjóta skökku við að landið sé markaðsett fyrir ferðamenn allt árið miðað við núverandi ástand mála. Útköll og aðstoðarbeinir til björgunarsveita hefur aukist verulega undanfarin ár samhliða fjölgun ferðamanna. Á sama tíma hafa stjórnvöld þurft að skera niður framlög til Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og Vegagerðarinnar. Nýjar tölur frá Landsbjörg sýna að í ár bárust björgunarsveitunum tvöfalt fleiri útköll bárust í ár heldur en árin þar á undan. Aukning var á öllum svæðum. Árið 2010 var 101 útkall frá Fjallabaki en í ár voru það 288. Á Kili bárust 51 útkall árið 2010 en 80 í ár. Sama þróun hefur orðið á Sprengisandi og Norðan Vatnajökuls. Stefán Gunnarsson starfandi framkvæmdastjóri Landsbjargar segir að varasamt sé að halda áfram að auglýsa landið sem ferðamannaland sem geti tekið á móti fólki allt árið án þess að huga frekar að innviðunum. „Ég held að menn verði að skoða í framtíðinni að innviðir samfélagsins séu tilbúnir til að taka á móti þessari aukningu. Það eru alls konar ævintýraferðir og ferðamenn koma í auknum mæli á eigin vegum og taka bílaleigubíla. Við vitum það að margir vegir á landinu eru ekki ruddir alla daga allan ársins hring. En það vita ekki allir ferðamenn þannig þeir eru að lenda í alls kyns vandræðum og þá kemur til kasta sjálfboðaliðans. Við erum alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða," segir Gunnar Stefánsson, nýráðinn framkvæmdstjóri Landsbjargar. Hann segir stjórnvöld geti þó varla treyst á að öryggismál séu að stærstum hluta í höndum sjálfboðaliða og söfnunarátaka þeirra. Víða erlendis þarf fólk að greiða fyrir björgun og sum staðar þurfa ferðamenn að kaupa tryggingar ætli þeir að fara um erfið svæði eins og víða eru hér á landi. Gunnar segir að ekki standi til að björgunarmenn rukka fyrir aðstoðina hér og tryggingar hafi lítið verið ræddar. „Vegagerðin er að skera niður, sem er bara eðilegur hluti í dag, því er ekki allt rutt, það er búið að skera niður löggæsluna og Landhelgisgæsluna. Við erum alltaf að leita eftir fjármunum til þess að vera tilbúnir. Í ljósi þess að Ísland er auglýst sem flott og skemmtileg ferðamannaland þá þurfa menn að sjá til þess að innviðir séu í lagi og hægt sé að taka á móti ferðamönnum sem eru að koma hingað," segir Gunnar. Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Álagið eykst stöðugt á sjálfboðaliða sem sinna öryggi ferðamanna hérlendis á sama tíma og stjórnvöld skera niður til öryggismála. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir skjóta skökku við að landið sé markaðsett fyrir ferðamenn allt árið miðað við núverandi ástand mála. Útköll og aðstoðarbeinir til björgunarsveita hefur aukist verulega undanfarin ár samhliða fjölgun ferðamanna. Á sama tíma hafa stjórnvöld þurft að skera niður framlög til Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og Vegagerðarinnar. Nýjar tölur frá Landsbjörg sýna að í ár bárust björgunarsveitunum tvöfalt fleiri útköll bárust í ár heldur en árin þar á undan. Aukning var á öllum svæðum. Árið 2010 var 101 útkall frá Fjallabaki en í ár voru það 288. Á Kili bárust 51 útkall árið 2010 en 80 í ár. Sama þróun hefur orðið á Sprengisandi og Norðan Vatnajökuls. Stefán Gunnarsson starfandi framkvæmdastjóri Landsbjargar segir að varasamt sé að halda áfram að auglýsa landið sem ferðamannaland sem geti tekið á móti fólki allt árið án þess að huga frekar að innviðunum. „Ég held að menn verði að skoða í framtíðinni að innviðir samfélagsins séu tilbúnir til að taka á móti þessari aukningu. Það eru alls konar ævintýraferðir og ferðamenn koma í auknum mæli á eigin vegum og taka bílaleigubíla. Við vitum það að margir vegir á landinu eru ekki ruddir alla daga allan ársins hring. En það vita ekki allir ferðamenn þannig þeir eru að lenda í alls kyns vandræðum og þá kemur til kasta sjálfboðaliðans. Við erum alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða," segir Gunnar Stefánsson, nýráðinn framkvæmdstjóri Landsbjargar. Hann segir stjórnvöld geti þó varla treyst á að öryggismál séu að stærstum hluta í höndum sjálfboðaliða og söfnunarátaka þeirra. Víða erlendis þarf fólk að greiða fyrir björgun og sum staðar þurfa ferðamenn að kaupa tryggingar ætli þeir að fara um erfið svæði eins og víða eru hér á landi. Gunnar segir að ekki standi til að björgunarmenn rukka fyrir aðstoðina hér og tryggingar hafi lítið verið ræddar. „Vegagerðin er að skera niður, sem er bara eðilegur hluti í dag, því er ekki allt rutt, það er búið að skera niður löggæsluna og Landhelgisgæsluna. Við erum alltaf að leita eftir fjármunum til þess að vera tilbúnir. Í ljósi þess að Ísland er auglýst sem flott og skemmtileg ferðamannaland þá þurfa menn að sjá til þess að innviðir séu í lagi og hægt sé að taka á móti ferðamönnum sem eru að koma hingað," segir Gunnar.
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira