Skorið niður til öryggismála á meðan sjálfboðaliðar tryggja öryggi ferðamanna Karen Kjartansdóttir skrifar 9. desember 2012 18:48 Álagið eykst stöðugt á sjálfboðaliða sem sinna öryggi ferðamanna hérlendis á sama tíma og stjórnvöld skera niður til öryggismála. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir skjóta skökku við að landið sé markaðsett fyrir ferðamenn allt árið miðað við núverandi ástand mála. Útköll og aðstoðarbeinir til björgunarsveita hefur aukist verulega undanfarin ár samhliða fjölgun ferðamanna. Á sama tíma hafa stjórnvöld þurft að skera niður framlög til Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og Vegagerðarinnar. Nýjar tölur frá Landsbjörg sýna að í ár bárust björgunarsveitunum tvöfalt fleiri útköll bárust í ár heldur en árin þar á undan. Aukning var á öllum svæðum. Árið 2010 var 101 útkall frá Fjallabaki en í ár voru það 288. Á Kili bárust 51 útkall árið 2010 en 80 í ár. Sama þróun hefur orðið á Sprengisandi og Norðan Vatnajökuls. Stefán Gunnarsson starfandi framkvæmdastjóri Landsbjargar segir að varasamt sé að halda áfram að auglýsa landið sem ferðamannaland sem geti tekið á móti fólki allt árið án þess að huga frekar að innviðunum. „Ég held að menn verði að skoða í framtíðinni að innviðir samfélagsins séu tilbúnir til að taka á móti þessari aukningu. Það eru alls konar ævintýraferðir og ferðamenn koma í auknum mæli á eigin vegum og taka bílaleigubíla. Við vitum það að margir vegir á landinu eru ekki ruddir alla daga allan ársins hring. En það vita ekki allir ferðamenn þannig þeir eru að lenda í alls kyns vandræðum og þá kemur til kasta sjálfboðaliðans. Við erum alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða," segir Gunnar Stefánsson, nýráðinn framkvæmdstjóri Landsbjargar. Hann segir stjórnvöld geti þó varla treyst á að öryggismál séu að stærstum hluta í höndum sjálfboðaliða og söfnunarátaka þeirra. Víða erlendis þarf fólk að greiða fyrir björgun og sum staðar þurfa ferðamenn að kaupa tryggingar ætli þeir að fara um erfið svæði eins og víða eru hér á landi. Gunnar segir að ekki standi til að björgunarmenn rukka fyrir aðstoðina hér og tryggingar hafi lítið verið ræddar. „Vegagerðin er að skera niður, sem er bara eðilegur hluti í dag, því er ekki allt rutt, það er búið að skera niður löggæsluna og Landhelgisgæsluna. Við erum alltaf að leita eftir fjármunum til þess að vera tilbúnir. Í ljósi þess að Ísland er auglýst sem flott og skemmtileg ferðamannaland þá þurfa menn að sjá til þess að innviðir séu í lagi og hægt sé að taka á móti ferðamönnum sem eru að koma hingað," segir Gunnar. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Álagið eykst stöðugt á sjálfboðaliða sem sinna öryggi ferðamanna hérlendis á sama tíma og stjórnvöld skera niður til öryggismála. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir skjóta skökku við að landið sé markaðsett fyrir ferðamenn allt árið miðað við núverandi ástand mála. Útköll og aðstoðarbeinir til björgunarsveita hefur aukist verulega undanfarin ár samhliða fjölgun ferðamanna. Á sama tíma hafa stjórnvöld þurft að skera niður framlög til Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og Vegagerðarinnar. Nýjar tölur frá Landsbjörg sýna að í ár bárust björgunarsveitunum tvöfalt fleiri útköll bárust í ár heldur en árin þar á undan. Aukning var á öllum svæðum. Árið 2010 var 101 útkall frá Fjallabaki en í ár voru það 288. Á Kili bárust 51 útkall árið 2010 en 80 í ár. Sama þróun hefur orðið á Sprengisandi og Norðan Vatnajökuls. Stefán Gunnarsson starfandi framkvæmdastjóri Landsbjargar segir að varasamt sé að halda áfram að auglýsa landið sem ferðamannaland sem geti tekið á móti fólki allt árið án þess að huga frekar að innviðunum. „Ég held að menn verði að skoða í framtíðinni að innviðir samfélagsins séu tilbúnir til að taka á móti þessari aukningu. Það eru alls konar ævintýraferðir og ferðamenn koma í auknum mæli á eigin vegum og taka bílaleigubíla. Við vitum það að margir vegir á landinu eru ekki ruddir alla daga allan ársins hring. En það vita ekki allir ferðamenn þannig þeir eru að lenda í alls kyns vandræðum og þá kemur til kasta sjálfboðaliðans. Við erum alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða," segir Gunnar Stefánsson, nýráðinn framkvæmdstjóri Landsbjargar. Hann segir stjórnvöld geti þó varla treyst á að öryggismál séu að stærstum hluta í höndum sjálfboðaliða og söfnunarátaka þeirra. Víða erlendis þarf fólk að greiða fyrir björgun og sum staðar þurfa ferðamenn að kaupa tryggingar ætli þeir að fara um erfið svæði eins og víða eru hér á landi. Gunnar segir að ekki standi til að björgunarmenn rukka fyrir aðstoðina hér og tryggingar hafi lítið verið ræddar. „Vegagerðin er að skera niður, sem er bara eðilegur hluti í dag, því er ekki allt rutt, það er búið að skera niður löggæsluna og Landhelgisgæsluna. Við erum alltaf að leita eftir fjármunum til þess að vera tilbúnir. Í ljósi þess að Ísland er auglýst sem flott og skemmtileg ferðamannaland þá þurfa menn að sjá til þess að innviðir séu í lagi og hægt sé að taka á móti ferðamönnum sem eru að koma hingað," segir Gunnar.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira