Körfubolti

Jón Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum

SÁP skrifar
Íslendingarnir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður CAI Zaragoza, og Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Assignia Manresa, mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag en gestirnir frá Zaragoza og unnu leikinn 82-75.

Zaragoza hafði yfirhöndina allan leikinn og var sigur þeirra lítið í hættu. Manresa var aftur á móti aldrei langt undan og fengu nokkur tækifæri til að komast inn í leikinn en svo varð ekki.

Jón Arnór Stefánsson lék ágætlega og skoraði sjö stig og tók fimm fráköst. Haukur Helgi Pálsson kom aftur á móti ekkert við sögu í liði Manresa og sat allan leikinn á varamannabekknum.

CAI Zaragoza er í sjöunda sæti deildarinnar en Assignia Manresa situr í því neðsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×