Norrköping vekur athygli á þessu á miðlum sínum sem og því að með í för er faðir hans Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar spilaði með Norrköping við góðan orðstír á árunum 2011 til 2013 og skoraði 34 mörk í 70 deildarleikjum með félaginu þar af 17 mörk sumarið 2012 og níu mörk í fimmtán leikjum sumarið eftir áður en hann fór til tyrkneska félagsins Konyaspor.
Gunnar Heiðar hefur aðeins skorað fleiri mörk fyrir eitt annað félag en það var að sjálfsögðu lið ÍBV. Hann skoraði 61 deildarmark með ÍBV og er þriðji markahæsti leikmaður Eyjamanna í efstu deild.
Gabríel Snær er sextán ára gamall og var að spila með Skagamönnum í sumar. Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Bestu deildinni en spilaði aðallega með flokki félagsins.
Norrköping hefur sótt marga leikmenn til Íslands og þeir eru sérstaklega hrifnir af leikmönnum sem spila á Akranesi.
Gunnar Heiðar þjálfaði Njarðvík í Lengjudeildinni í sumar en liðið var hársbreidd frá því að komast í umspil um laust sæti í Bestu deildinni.