Áskorun Ívars: Finnið lausn á Nubo-málinu! Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2012 20:13 Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kveðst hann gera sér grein fyrir því að málið sé eldfimt. Í sínum huga sé Nubo hins vegar bara tækifæri. Hann telur ekkert óeðlilegt við áhuga Kínverjans á að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum. Fyrir Kínverja sem búi í tugmilljóna borgum sé þetta svæði spennandi. Millistéttin í Kína, sem telji brátt eitthundrað milljónir manna, sé að fara að ferðast um heiminn og stór hluti muni vilja til Evrópu. Ívar segir grátlegt hvernig mál Nubos er að þróast. Í stað þess að horfa á þetta sem vandamál, og vera jafnvel með hræðslu eða fordóma í garð útlendinga, eigi stjórnvöld að ganga í verkið, skilgreina hvað þau telji ásættanlegt, en allt eigi að gera til að fá svona fjárfestingu inn í landið, segir Ívar. Hann telur að það yrði mikil synd ef menn köstuðu þessu tækifæri frá sér. Tugmilljarða fjárfesting Nubos yrði innspýting fyrir allt Norðausturland, frá Akureyri til Austfjarða. „Menn finna bara lausnir á því, gera samning, og skrifa undir hann. Þá er þetta ekkert mál. Það myndi skipta þetta svæði hér, og Ísland, hellings máli," segir atvinnumaðurinn fyrrverandi úr ensku knattspyrnunni. Tengdar fréttir Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kveðst hann gera sér grein fyrir því að málið sé eldfimt. Í sínum huga sé Nubo hins vegar bara tækifæri. Hann telur ekkert óeðlilegt við áhuga Kínverjans á að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum. Fyrir Kínverja sem búi í tugmilljóna borgum sé þetta svæði spennandi. Millistéttin í Kína, sem telji brátt eitthundrað milljónir manna, sé að fara að ferðast um heiminn og stór hluti muni vilja til Evrópu. Ívar segir grátlegt hvernig mál Nubos er að þróast. Í stað þess að horfa á þetta sem vandamál, og vera jafnvel með hræðslu eða fordóma í garð útlendinga, eigi stjórnvöld að ganga í verkið, skilgreina hvað þau telji ásættanlegt, en allt eigi að gera til að fá svona fjárfestingu inn í landið, segir Ívar. Hann telur að það yrði mikil synd ef menn köstuðu þessu tækifæri frá sér. Tugmilljarða fjárfesting Nubos yrði innspýting fyrir allt Norðausturland, frá Akureyri til Austfjarða. „Menn finna bara lausnir á því, gera samning, og skrifa undir hann. Þá er þetta ekkert mál. Það myndi skipta þetta svæði hér, og Ísland, hellings máli," segir atvinnumaðurinn fyrrverandi úr ensku knattspyrnunni.
Tengdar fréttir Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15
Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32