Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi 4. desember 2012 12:00 Jólaljósin verða íburðameiri með hverju árinu sem líður. Skreytingin sem tveir feðgar settu upp í Idaho í Bandaríkjunum slær aftur á móti öllum við. Scott Cadger og sonurinn Zach skreyttu fjölskylduhúsið með 35 þúsund perum. Allar skreytingar eru síðan miðstýrðar og útbjuggu þeir svakalega ljósasýningu sem fer nú sem eldur í sinu um netið. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan. Zach, sem er 17 ára, fékk að velja tónlistina og valdi hann tvö dubstep-lög eftir tónlistarmanninn Skrillex sem nýtur mikilla vinsælda þessi misserin. Þeir feðgar segja nágrannana ekki vera æfa yfir þessu uppátæki. Þeir fagni þessu og fólk streymir hvaðanæva af til að fylgjast með sýningunni, sem er keyrð á hverju kvöldi. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem þetta æði rennur á þá feðga. Þeir gerðu einnig dubstep-skreytingu í fyrra við annað lag frá Skrillex (hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan). Horft var á myndband þeirra á YouTube ríflega 2 milljón sinnum í fyrra og Skrillex sjálfur sendi þakkarskeyti. Æðsta ósk Zach er að Skrillex hafi aftur samband nú í ár. Jólafréttir Mest lesið Að eiga gleðileg jól Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Vekur forvitni hjá börnunum Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Jólaföndur í Vesturbæjarskóla Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól
Jólaljósin verða íburðameiri með hverju árinu sem líður. Skreytingin sem tveir feðgar settu upp í Idaho í Bandaríkjunum slær aftur á móti öllum við. Scott Cadger og sonurinn Zach skreyttu fjölskylduhúsið með 35 þúsund perum. Allar skreytingar eru síðan miðstýrðar og útbjuggu þeir svakalega ljósasýningu sem fer nú sem eldur í sinu um netið. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan. Zach, sem er 17 ára, fékk að velja tónlistina og valdi hann tvö dubstep-lög eftir tónlistarmanninn Skrillex sem nýtur mikilla vinsælda þessi misserin. Þeir feðgar segja nágrannana ekki vera æfa yfir þessu uppátæki. Þeir fagni þessu og fólk streymir hvaðanæva af til að fylgjast með sýningunni, sem er keyrð á hverju kvöldi. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem þetta æði rennur á þá feðga. Þeir gerðu einnig dubstep-skreytingu í fyrra við annað lag frá Skrillex (hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan). Horft var á myndband þeirra á YouTube ríflega 2 milljón sinnum í fyrra og Skrillex sjálfur sendi þakkarskeyti. Æðsta ósk Zach er að Skrillex hafi aftur samband nú í ár.
Jólafréttir Mest lesið Að eiga gleðileg jól Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Vekur forvitni hjá börnunum Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Jólaföndur í Vesturbæjarskóla Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól