Sport

RG3 afgreiddi meistarana

RG3 á ferðinni í nótt.
RG3 á ferðinni í nótt.
Undrabarnið Robert Griffin III, eða RG3, hjá Washington Redskins átti enn einn stórleikinn á nýliðaári sínu í nótt er hann var aðalmaðurinn á bak við sigur Washington Redksins á meisturum NY Giants.

Redskins er nú búið að vinna þrjá leiki í röð gegn liðum í sinni deild og 80 þúsund áhorfendur á FedEx-vellinum stóðu lengi í stúkunni eftir leik og sungu: "RG3, RG3, RG3".

Rauðnefjarnir unnu leikinn, 17-16, og liðið er nú 6-6 í deildinni en Giants er 7-5 í sigrum og töpum. Redksins á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni og andar ofan í hálsmálið á Giants með betri stöðu í deild liðanna.

RG3 hefur oft skilað betri tölum en í nótt en hann var með undir 200 kastmetra en hann fækkaði mistökum hjá sér, hljóp rúma 70 metra og vann leikinn. Alfred Morris, nýliðahlaupari liðsins, var einnig flottur með um 150 metra.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×