Fótbolti

Brunaútsala Milan hjálpaði El Shaarawy

Hinn ungi og stórefnilegi framherji AC Milan, Stephan El Shaarawy, hefur slegið í gegn í vetur. Hann segir að brunaútsala Milan hafi hjálpað sér.

Bæði Zlatan Ibrahimovic og Antonio Cassano voru seldir frá Milan í sumar þar sem félagið er í miklum fjárhagsvandræðum.

"Það fóru tveir frábærir framherjar og myndaðist um leið pláss fyrir mig. Ég hef vaxið mikið í vetur og nýtt mér að fá að spila mikið," sagði þessi tvítugi strákur sem er þegar kominn í ítalska landsliðið.

Hann þakkar þjálfaranum, Massimiliano Allegri, fyrir að hafa sýnt sér mikið traust.

"Ég hef alltaf fengið mikið traust frá honum. Sérstaklega í fyrra þegar ég fékk að spila 28 leiki. Hann stóð við bakið á mér í vetur þegar ég spilaði illa í fyrstu tveim leikjunum. Ég á honum mikið að þakka."

El Shaarawy er búinn að skora 12 mörk í 15 leikjum í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×